Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 84

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 84
Helgi M. Sigurðsson Væntingar manna gagnvart tekjumöguleikum safna virðast óraunsæjar um þessar mundir. Reynslan frá nágranna- löndunum sýnir að tekjur ná mjög sjaldan nema nokkrum prósentum af heildarútgjöldum uppsetningu söguskilta, 50 talsins, við jafn- marga sögustaði víðs vegar um landið.10 En í einstökum bæjar- og sveitarfélögum hefur víða lítið verið gert og er jafnvel skráning minja á frumstigi. Á mörgum stöðum mun síðan þurfa að bæta aðgengi að minjastöðum.11 Sýninga- og markaðsstarf minjasafna „I eðli sínu eru söfn leiðinleg,“12 sagði Jón Sigurpálsson safnvörður á ísafirði eitt sinn í blaðaviðtali. Með því var hann að leggja áherslu á að minjasöfn draga ekki sjálfkrafa að sér gesti fremur en aðrar menningarstofn- anir. Þau verða að sýna frumkvæði og vinna úr þeim möguleikum sem gefast, meðal ann- ars vegna þess að þau eiga í harðri samkeppni við afþreyingariðnað af ýmsu tagi, mestan part alþjóðlegan en einnig innlendan. Þar eig- ast við Davíð og Golíat hvað fjárhagslega burði varðar. Hins vegar nægir stórum hluta fólks ekki hin staðlaða menning og sá hópur leitar einmitt eftir því staðbundna og sér- staka, sem það finnur á söfnunum. Ef safn á gnægð áhugaverðra forngripa höfðar það til gesta sé rétt að málum staðið. Ef svo er ekki er eitthvað að umgjörðinni, til að mynda uppsetningu sýninga eða húsnæð- inu. Á seinni árum hefur fagmennska í gerð minjasýninga aukist talsvert hérlendis, ein- faldasta gerð uppröðunar í skápa og á veggi er á undanhaldi. En öll útfærsla er líka tíma- frek og útheimtir útgjöld. Varðandi sýningar- húsnæði er fátt jafn traust og bygging sem sjálf er merkur safngripur. Hluti af umgjörð safna er síðan umhverfi húsnæðisins. Og þá skiptir auðsæilega máli hvar söfn eru í sveit sett. Einangrun er yfirleitt til vansa, en getur einnig verið til góðs því að hún dregur úr sam- keppni. Lengst af skiluðu minjasöfn engum tekj- um. Til að mynda eru aðeins nokkur ár síðan Þjóðminjasafnið byrjaði að krefja gesti sína um aðgangseyri. Ástæðan fyrir því var vænt- anlega sú að söfn voru opinberar menningar- stofnanir sem ekki var ætlast til að stæðu und- ir sér fjárhagslega. Það er einnig í anda Al- þjóðaráðs safna (ICOM) en í samþykktum þess segir m.a.: „Safn er varanleg stofnun, opin almenningi, sem ekki er rekin í hagnað- arskyni, heldur í þágu þjóðfélags og framþró- unar ,..“.13 Hér er lögð áhersla á að hið al- menna menningargildi skuli vera í fyrirrúmi. En meðan minjasöfn skiluðu engum tekjum var peningaleg arðsemi þeirra samt sem áður ótvíræð, þ.e. óbein arðsemi sem fólst í því að styrkja ferðaþjónustuna. Nú hafa í auknum mæli heyrst raddir um að söfnin sjálf eigi að nýta tekjumöguleika sína eins og unnt er, ekki síst stóru söfnin á suðvesturhorninu. Tekjur fást fyrst og fremst með því að laða að gesti og til að svo geti orð- ið þurfa söfnin að standa sig í síharðnandi samkeppni um frítíma fólks. Þannig má segja að samkeppnin sé þeim hvatning til að ná ár- angri í starfi. En hinn efnahagslegi hvati setur ekki að öllu leyti æskilegt mark á minjavörsl- una. Hann hefur tilhneigingu til að beina kröftum hennar og fjármunum í auknum mæli að verkefnum sem gefa skjótar tekjur, og þá aðallega að sýningahaldi. Innri upp- bygging safnanna, söfnun minja, skráning og gagnaöflun, er það sem gefur þeim gildi og þar með sýningahaldi þeirra. En árangur af grunnvinnunni skilar sér ekki fyrr en seint og um síðir í fjölgun gesta. Til að mynda beinist munasöfnun ekki nema í undantekningarlil- fellum að þvi að finna gripi til að setja beint á sýningu. Miklu oftar er gripum safnað þegar þeir þá stundina þykja lítils virði. Þá má benda á að væntingar manna gagn- vart tekjumöguleikum safna virðast óraun- sæjar um þessar mundir. Reynslan frá ná- grannalöndunum sýnir að tekjur ná mjög sjaldan nema nokkrum prósentum af heildar- útgjöldum. Þegar haft er í huga að tekjuöflun- in sjálf hefur í för með sér útgjöld virðist beinn peningalegur hagnaður því vera hverf- andi. Gersemar og þarfaþing - markaðssetning Þjóðminjasafnsins Hvernig skyldi sýninga- og kynningarmálum háttað á Þjóðminjasafninu? Sérstaða þess er ótvíræð hvað safngripi varðar, á þeim er eng- inn skortur hvort heldur um er að ræða hvers- dagshluti eða þjóðargersemar. í Þjóðminja- safnið eiga líka allir erindi, jafnt leikskóla- barnið af Melunum sem Japaninn í heimssigl- 82
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.