Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 22

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 22
Snorri G. Bergsson Hinn 4. desem- ber 1945 var lögð fram á Alþingi þings- ályktunartillaga um „landvistar- leyfi nokkurra útlendinga". Þingmenn Sjálfstæðis- flokks stóðu að baki tillögunni og fengu þeir Framsóknar- flokkinn í lið með sér þýskum ríkisborgurum landvistarleyfi um- fram það, er nú gerist með flóttamenn, er hér dvöldu fyrir stríð, svo og konum, fædd- um á Islandi og börnum þeirra.111 Þótt vilji ráðherra væri ótvíræður, sendi Agn- ar Kl. Jónsson símskeyti til sendiráðsins í London með þau boð, að mál fanganna hefði nú verið tekið á dagskrá Alþingis og yrði það afgreitt fljótlega. Skyldi sendiráðið reyna sitt besta til að fresta brottför þeirra til Þýska- lands.112 Augljós ágreiningur hafði nú komið fram milli viðkomandi ráðuneyta, eins og Agnar viðurkenndi í bréfi til Finns.113 Allt kom fyrir ekki, dómsmálaráðherra breytti ekki stefnu sinni. Fyrir umræðuna á Alþingi hinn 12. desem- ber hafði Olafi Thors forsætisráðherra borist greinargott bréf frá eiginkonum Kurts Blu- mensteins húsgagnabólstrara, áðurnefnds Durrs, Friedrichs Falkners úrsmiðs, Karls Hirsts bónda og vélstjóra, Heriberts Pietschs sjónglerjafræðings og Wilhelms Vedders vef- ara. Þær höfðu gefist upp á frekari tilraunum til að ná sambandi við dómsmálaráðherra, sem hafði ekkert samband við þær að fyrra bragði og svaraði ekki bréfum þeirra. Fóru þær fram á við Ólaf, vegna fyrri afskipta hans af málinu, að hann reyndi að fá Breta til að fresta flutningi eiginmanna þeirra til Þýska- lands og einnig, að Finnur Jónsson veitti þeim landvistarleyfi á íslandi."4 Ekki er vitað hvort Ólafur svaraði bréfi þeirra, en líklegt er að hann hafi beðið með frekari afskipti af mál- inu þangað til Alþingi heföi lýst yfir vilja sín- um. Hinn 11. desember barst utanríkisráðu- neytinu svarskeyti íslenska sendiráðsins í London, merkt „mjög áríðandi“. Breska ut- anríkisráðuneytið hefði ákveðið að senda mennina til Þýskalands og þeirri ákvörðun væri ekki hægt að breyta."5 Bretar gætu ekki haldið föngunum endalaust og sökum þess að íslensk stjórnvöld hefðu ekki viljað heimila þeim landvist á Islandi, væri ekki um neitt annað að ræða fyrir breska herinn en að senda þá á heimaslóðir þeirra. í viðræðum sendiráðsstarfsmanna íslands í London og G. M. Warrs, forstöðumanns Norðurlandadeild- ar breska utanríkisráðuneytisins, kom þó í ljós að hægt væri að senda umsókn um að Þjóðverjarnir yrðu fluttir frá Þýskalandi til íslands. Sendiráðið benti á að ósennilegt væri að nokkur mað- ur kæmist út úr Þýskalandi fyrst í stað, sem einu sinni væri þangað kominn. Hr. Warr játaði þessu en benti ekki á aðra úrlausn."6 Málið var því í höndum Alþingis og dóms- málaráðherra, en afdrif fanganna falin her- námsyfirvöldum í Þýskalandi. Á tilætluðum tíma hófst umræða Alþingis um þingsályktunartillögu Sigurðar Bjarna- sonar og Hermanns Jónassonar. Sigurður var fyrri flutningsmaður og hljóðaði greinargerð hans á þessa leið: Þessir menn eiga hér konur og börn, sem eru illa stödd og komast á vona:"völ, ef mönnum þessum verður ekki veitt hér landsvistarleyfi. En að sjálfsögðu er hér bara átt við þá menn, sem hafa ekki orðið uppvísir að því að reka hér erindi erlendra þjóða, sem hættuleg eru hagsmunum ís- lendinga. Þetta er mannúðarmál, og tel ég sjálfsagt, að Alþþngi] gefi þá yfirlýsingu, svo að þessir menn fái hér landsvist. Ég óska svo eftir, að hraðað verði af- greiðslu þessa máls, því vitað er, að þessir menn verða fluttir til Þýskalands, og veld- ur það miklum erfiðleikum, ef svo verð- ur."7 Finnur Jónsson dómsmálaráðherra varði stefnu sína af fullum þunga. Hann gagnrýndi fyrrverandi forsætis- og dómsmálaráðherra, Hermann Jónasson, fyrir einleik í meintu njósnamáli Þjóðverja á íslandi. Alvarlegar upplýsingar frá Sveini Björnssyni, þáverandi sendiherra íslands í Danmörku, hefðu ekki verið birtar ríkisstjórn íslands. Samkvæmt dönsku leynilögreglunni hefðu þýskir njósn- arar verið gómaðir snemma árs 1939 [á að vera 1938] og taldi hún í framhaldi af því, að þýsk njósnastarfsemi væri einnig rekin á ís- landi. Fullyrt væri í skýrslu Sveins, að njósnir Þjóðverja væru umfangsmiklar í landinu og ættu þeir vitorðsmenn meðal landsmanna. Finnur bætti því við að sumarið 1945 hefði ríkisstjórn íslands farið þess á leit við hernað- aryfirvöld Bandamanna, að þau aflientu skjöl sem fundist hefðu í bústað Werners Gerlachs og „kom þá í ljós, að með örfáum undantekn- ingum voru þeir [þýsku fangarnir] meðlimir í 20
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.