Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 50

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 50
Aðalgeir Kristjánsson Samkvæmt frásögn Birgis hóf Jens Moller mál sitt á því að segja að ritgerðin væri gagnslaus og háskóianum til óvirðingar opinberlega ofan í við hann. Kvað Thor- lacius nú engin líkindi til vera, að hann fá mundi magistergradinn, þar um mundi nú verða ráðgast af prófessorum, flestir verða því mótfallnir og rita þar háskólans stjórn, hverrar nokkrir hlýddu á, og þeir vart leggja það til við kóng, en kvað Hreppi ráðlegast að komast burt héðan sem fljótast.34 Pað sem Magnús segir hér um afstöðu Birgis Thorlaciusar til Repps lætur undarlega í eyr- um borið saman við bréf Birgis til Jens M0ll- ers og skýrslu Birgis til háskólaráðs. Lýsing Birgis á því sem fram fór í Regens- kirkjunni35 6. febrúar eykur einu athyglis- verðu atriði við frásögnina í dagbók Magnús- ar Stephensens. Samkvæmt frásögn Birgis hóf Jens Mpller mál sitt á því að segja að ritgerð- in væri gagnslaus og háskólanum til óvirðing- ar. í þeim ummælum var fólginn svo þungur áfellisdómur á dómnefndina að áheyrendur létu andúð sína í ljós. í skjalasafni Porleifs Repps í handritadeild Landsbókasafns er skjal sem ber yfirskriftina „Diarium facultatis philosophicæ“ þar sem atburðarásin er skráð frá degi til dags.36 Þar segir fyrst frá því að hinn 6. febrúar hafi Repp varið magistersritgerð sína í Regenskirkjunni og etatsráð Birgir Thorlacius og prófessor Jens M0ller verið andmælendur - Opponent- es ordinarii - þar sem prófessor Sibbern og RE. Muller hafi verið forfallaðir - forhindr- ede fra at opponere. Vörnin hafi staðið frá kl. 10 til 3. Næst er þess getið að forseti heimspeki- deildar hafi beðið um upplýsingar frá and- mælendum um málalyktir með bréfi dagsettu 8. febrúar. Báðir lögðu fram álitsgerðir þar sem Birgir Thorlacius lagði til að Repp hlyti magistersnafnbót, en Jens Mpller var því and- vígur. Deildarforseti heimspekideildar sendi háskólastjórn álitsgerðirnar 10. sama mánað- ar ásamt dómi heimspekideildar um ritgerð Repps. Hinn 17. febrúar sendi háskólarektor út „Directionsskrivelse“ þar sem hann óskaði annaöhvort eftir deildarfundi í heimspeki- deild um vörn Repps eða að umburðarbréf yrði látið ganga þar sem tekin yrði afstaða í málinu. Fundur var haldinn kl. 4 laugardag- inn 18. febrúar í húsakynnum háskólaráðs. Málalyktir urðu þær að sex mæltu með að Repp hlyti magistersnafnbót og tveir til við- bótar með því skilyrði að hann yrði látinn sæta áminningu. Sex voru því andvígir. Að auki var lögð fram skrifleg greinargerð frá Jens Mpller þar sem hann tók í sama streng og þeir síðasttöldu.37 Þessi úrslit voru skráð í bréfabók heimspekideildar og send háskóla- ráði. Birgir Thorlacius segir í greinargerð sinni - Oplysning i den Reppske Sag - að af þeim sex sem voru á móti hafi fimm ekki lesið ritgerð- ina. Einn hafi ekki greitt atkvæði af þeim sök- um.38 Þetta mál kom til kasta þriggja stjórnar- stofnana. Efst á blaði var háskólastjórnin - Den kgl. direktion for universitetet, þá há- skólaráð - konsistorium, og undir það heyrði heimspekideildin. Hinn 24. febrúar hafði há- skólastjórninni borist álitsgerð heimspeki- deildar um hendur háskólaráðs sem einnig hafði haft málið til meðferðar. Þrettán höfðu setið fund háskólaráðs þar sem mál Repps var tekið fyrir. Af þeim mæltu átta með því að veita Repp magistersnafnbótina með því skil- yrði að hann yrði látinn sæta áminningu. Fjór- ir lögðust gegn veitingunni: H.C. 0rsted, Jens M0ller, J.W. Hornemann og P.G. Bang pró- fessor. Birgir Thorlacius hélt hins vegar fast við fyrri afstöðu sína að Þorleifi yrði veitt nafnbótin án áminningar. Háskólaráð gerði samkvæmt þessu að tillögu sinni að Repp legði fram skriflega afsökunarbeiðni ef há- skólastjórnin féllist á þá málsmeðferð. Hún féllst ekki á tillögu háskólaráðs, heldur kvað upp þann úrskurð að ekki væri tilefni til að leggja til að veita Þorleifi Repp magisters- nafnbót. Þetta kom fram í bréfi háskóla- stjórnar til háskólaráðs 7. mars sama ár Þar lýsti hún yfir því að hún gæti ekki gert það að tillögu sinni að Þorleifi Repp yrði veitt magistersnafnbót þar sem hún taldi hann van- hæfan til að gerast dósent við háskóla.39 Afstaða háskólastjórnar var reist á tilskip- un frá 24. janúar 1824 eftir hvaða reglum skyldi farið við að sæma menn magislersnafnbót. Þar væri hvergi talað um að veita nafnbótina ásamt áminningu. Auk þess skrifaði háskóla- stjórnin heimspekideild 11. mars 1826 út af formgöllum sem upp höfðu komið í sambandi við Þorleif Repp og vörn hans.4'1 Lokaþáttur 48
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.