Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 95

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 95
Sex framboðslistar með sama manninum um listum og náði kjöri, en Jón Þórðarson á fimm listum, Andrés Bjarnason á þremur list- um og Þórður Thoroddsen á þremur listum náðu ekki kjöri. Þarna eru menn, sem báru þá eða síðar æðstu embætti, ráðherrar, alþingis- menn, landsverkfræðingur, dómstjóri og læknir, en einnig bankastjóri og stöndugir kaupmenn. - Arið 1908 voru kosnir 15 í bæj- arstjórn og komu fram 18 listar, en nöfnin eru ekki skráð í kjörbók. Með lögum árið 1913 breyttist ákvæðið um sama mann á fleiri en einum lista. Varð það þannig:4 Hafi sarni maður fengið atkvæði á fleiri en einum lista, sem til greina kemur eftir at- kvæðamagni, þá skal leggja hinar lægri at- kvæðatölur hans við atkvæðatölu þá, er hann hefir fengið á þeirn lista, er hann hef- ur mest á, og telst sú samanlagða atkvæða- tala honum þar að fullu, en nafn hans strik- ast út af hinum listunum. Þeir, sem hæstar hafa atkvæðatölur, eru kosnir svo margir af hverjum lista, sem honum ber samkvæmt því er áður greinir. Það var samkvæmt þessum lögum sem kosið var á Siglufirði 1919. I athugasemdum við lagafrumvarpið 1913 er tilefni þess skýrt og varðar aðaltilefnið ekki þetta mál, en síðan segir:5 Einnig hefur það vakið óánægju, að full- trúaefni, sem standa á fleiri listum, hafa engin not atkvæða þeirra, sem listarnir fá, nema þeir sjeu settir svo framarlega á ein- hverjum lista, er fulltrúa á að fá, að þeir hefðu náð kosningu, jafnvel þótt þeir hefðu ekki verið settir jafnframt á aðra lista. Þessu var vísað frá með svofelldum rökum:6 Það tjáir ekki að láta auka-atkvæði, sem fulltrúaefni kynnu að hafa fengið á listum, sem ekki eiga að fá neinn fulltrúa eftir at- kvæðamagni sínu, koma til greina, þegar af þeirri ástæðu, að fulltrúarnir verða að telj- ast kosnir á þeim lista, sem þeir fá flest at- kvæði á, og gæti þá svo farið, að þeir ættu að teljast kosnir á lista, sem engan fulltrúa á að fá, enda gæti það valdið hinum mesta glundroða, ef slíkir aukalistar, sem ekki hafa tiltölulegan atkvæðafjölda við að styðjast, ættu að geta gripið inn í atkvæða- greiðslu hinna kjörflokkanna og ruglað röð þeirra, ef til vill í þeim tilgangi að spilla fyrir kosning fulltrúa, er rnikið álit hefði hjá stórum kjörflokki. Árið 1914 átti að kjósa fimm í bæjarstjórn Reykjavíkur til sex ára. Komu fram sjö kjörlistar, fimm þeirra með fimm nöfnum og tveir með fjórum. Fimm þeir- ra, sem voru boðnir fram, voru á tveimur listum. Einn þeirra var í þriðja sæti á A-lista, sem fékk 264 atkvæði og tvo fulltrúa kjör- na, og í þriðja sæti á C-lista, sem fékk 135 atkvæði og einn mann kjörinn. At- kvæði mannsins á C-lista (56 2/5) voru lögð við atkvæði hans á A-lista (152 1/5) og fékk hann þá samanlagt fleiri atkvæði en annar maður á A-lista og settist í bæjarstjórn. Árið 1915 átti að kjósa fimm og komu fram fimm listar, þrír með fimm nöfnum og tveir með þremur nöfnum. Tveir menn voru á þremur listum og þrír menn á tveimur. Árið 1920 átti að kjósa sex í bæjarstjórn. Komu fram sex listar, þar sem einn maður var á fjórum listum, fjórir menn á þremur listum og þrír á tveimur listum. Þá voru dregnir til baka þrír listanna með því að allir meðmælendur þeirra nema einn tóku aftur meðmæli sín. Þetta atvik er til marks um litla samræmingu meðal þeirra sem völdu menn á lista. Árið 1916 var í fyrsta sinn kosið um lista til alþingis. Það bar svo að, að nreð stjórnskipunarlögum 19. júní 1915 var afnumið konungkjör sex þingmanna efri deildar, en ákveðið að í efri deild skyldu sitja 14 og 26 í neðri deild, 34 kosnir óhlutbundn- um kosningum í kjördæmum, en sex hlut- bundnum kosningum um landið allt í einu lagi. í lögunum var tekið fram að sami maður megi ekki vera á fleiri listum og að samþykki þurfi að fylgja framboði. Landslistakosningarnar fóru fram í ágúst. Kusu aðeins 24,3% af kjörskrá. Þetta er eina Mynd 3. Kristján Jónsson yfirdómari. Hann var boðinn fram á sex listum árið 1906. Mynd 4. Jón Þoriáksson landsverkfræðingur. Hann var boðinn fram á fjórum listum árið 1906. 93
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.