Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 12

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 12
Snorri G. Bergsson Mynd 3. Sir John Anderson, innan- rikisráðherra, reyndi að milda stefnu bresku stjórnarinnar gagnvart þýsku föngunum. Mynd 4. Halifax lávarður, utanríkis- ráðherra, studdi stefnu Andersons í málefnum fanganna. Suður-Afríka og Nýja-Sjáland neituðu að taka við slíkum mönnum, en Kanada bauðst til að taka við 7.000 útlendingum, Nýfundna- land um 1.000 og Ástralía hélt öllum mögu- leikum opnum.40 Þegar samveldisríki þessi höfðu gefið jákvætt svar sendu bresk stjórn- völd þau skilaboð til þýskra stjórnvalda, að næstu vikur yrðu þýskir gæslufangar sendir til Kanada og Ástralíu á skipum sem sigldu und- ir breskum og þýskum fána.41 Bresk stjórn- völd virðast hafa treyst því, að þýskir kafbát- ar létu þessi skip í friði og 21. júní 1940 hélt Duchess of York til Kanada með 2.108 A- flokks Þjóðverja og 523 þýska stríðsfanga. Þegar skipið var komið út fyrir mesta hættu- svæðið, töldu breskir ráðamenn að öllu væri óhætt og ákváðu að senda þrjú önnur skip til Kanada. Hinn 30. júní hélt Arandora Star af stað með breska hermenn, 478 A-flokks Þjóð- verja, þeirra á meðal fimm frá íslandi, og 712 ítali innanborðs, án herskipafylgdar.42 En úti fyrir strönd Skotlands var Gúnther Prien kaf- bátsforingi, „tuddinn frá Scapa Flow“, mætt- ur á kafbátnum U-47 með síðasta tundur- skeyti sitt í skotstöðu.43 Flestir farþegar Arandora Star voru í fasta svefni þegar sprenging vakti þá úr draumaheiminum. Vél- arrúmið var horfið undir sjávarmál, rafstöðv- arnar höfðu sprungið og í myrkrinu æddu rúmlega 1500 manns til og frá um skipið.44 í iðandi mannfjöldanum voru Karl Petersen og Rudolf Leutelt, þýskir fangar frá íslandi, að brjóta sér leið upp á þilfar skipsins. Karl Petersen hafði komið til íslands árið 1921 í atvinnuleit og lengst af unnið í Braunsverslun í Reykjavík. Honum er lýst sem góðum manni, vinsælum og dáðum af þeim sem kynntust honum, jafnvel af Hend- riki Ottóssyni, sem annars bar neikvæð við- horf til meintra fylgismanna „Adolfs skilta- rnálara11.45 En Rudolf Leutelt var nýkominn til íslands þegar heimsstyrjöldin síðari skall á. Hann fékk tímabundið landvistarleyfi í júní 1939 sem skíðakennari hjá íþróttafélagi Reykjavíkur (Í.R.), en varð síðan innlyksa á íslandi þegar leyfistími hans var útrunninn. Hann bjó á heimili Petersens, en eyddi annars mestum tíma sínum í fjallgöngur með „Fjalla- mönnum" Guðmundar Einarssonar frá Mið- dal og skíðaferðir á Kolviðarhóli með öðrum Þjóðverjum.46 Petersen og Leutelt virðast hafa verið sam- an í klefa á B-hæð, næst neðstu hæð skipsins. Þegar þeir komust loks upp á þilfar, voru flestir björgunarbátarnir farnir frá borði. Þeir sem eftir sátu urðu því að kasta sér til sunds og vonast eftir því að rekast á fleka eða ann- að tréverk sem hægt væri að halda sér í. En Petersen hafði misst annan handlegginn í heimsstyrjöldinni 1914-18 og átti því erfitt með sund, jafnvel með hjálp Leutelts. Þeir fé- lagar sukku því í saltan sæ og voru meðal þeirra 175 Þjóðverja sem fórust. Þeir sem komust lífs af höfðu flestir sofið í bráða- birgðaskýlum á þilfarinu eða í klefum á C- og D-hæðum Arandora Star. Meðal þeirra voru að minnsta kosti þrír menn frá íslandi: Heiny Scheither, sem skrifaði Vísi og sagði frá at- burðunum, Max Keil og Heinrich Dúrr47 en þeir höfðu orðið samskipa Gerlach-fjölskyld- unni frá íslandi. Scheither var síðan fluttur til Huyton-búðanna við Liverpool og var þar um stund þangað til hann var fluttur til Manar, en Keil og Dúrr voru sendir til Kanada með næsta skipi.48 Auk þeirra þriggja komst 41 skipbrotsmaður af Bahiu Blanca lífs af.49 Eftirleitin Fjöldahandtökurnar sem hófust í Bretlandi 12. maí náðu til íslands í fyrstu viku júlímán- Mynd 5. Swinton lávarður, formaður öryggis- máianefndar Bretaveldis, vildi beita fyllstu hörku gagnvart þeim útlendingum sem voru af þýskum uppruna. 10
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.