Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 89

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 89
Minjar og ferðamennska Sfldarminjasafn og „sfldarævintýri“ á Siglu- firði: Safnið var formlega opnað árið 1994 í svonefndum Roaldsbrakka, sem er síldar- brakki frá 1907. „Síldarævintýrið“, sem er sviðsetning sfldaráranna, hefur hins vegar verið haldið í nokkur sumur og varð metað- sókn árið 1995, um 10 þús. manns. - Hér er á ferðinni óvenjuvinsælt framtak án mikils til- kostnaðar.27 Herbergi Jóhanns Svarfdælings: Byggða- safnið á Dalvík hefur skapað sér sérstöðu með því að helga tveimur landsþekktum Svarfdælingum eina minningarstofu hvorum. Þetta eru Kristján Eldjárn fyrrverandi forseti og Jóhann „risi“. Ekki síst hafa gripir úr eigu Jóhanns vakið athygli, fingurbaugar sem líkj- ast helst armböndum og skór sem eru miklu stærri en finnast í nokkurri skóverslun svo dæmi séu tekin. - Þetta er kannski hugmynd sem lá beint við, en slfkar hugmyndir eru líka gjarnan bestar.28 Lax- og silungsveiðiminjar á Húsavík: Byggðasafninu á Húsavík voru á árinu 1993 afhentir gamlir munir og heimildir um lax- og silungsveiði sem Laxárfélagið hafði safnað. í»ar á meðal voru veiðitæki allt frá síðustu aldamótum og veiðidagbækur. Hefur byggða- safnið stofnað sérstaka deild um gjöfina. - Petta er einföld hugmynd sem tengist vel ná- lægri náttúruperlu.29 Stríðsárasafn á Reyðarfirði: Pað er hið eina sinnar tegundar í landinu, opnað árið 1995 í fyrrum herkampi. Safnið einskorðar sig ekki við beinar stríðsminjar heldur safnar það einn- ig munum úr daglega lífinu frá árunum 1939-46. Um faglegan undirbúning sá nem- endafyrirtækið Hástoð hf. - Sögulegar for- sendur fyrir safninu þarna eru fyrir hendi og aðstæður virðast góðar.30 Gosminjadeild í Vestmannaeyjum: Árið 1993 var minnst 20 ára afmælis gossins í Heimaey. Var safnað gögnum og gripum sem tengdust hinum örlagaríku mánuðum þegar gosið stóð yfir og af því tilefni leitað til fjölda einstaklinga og stofnana með góðum árangri. í framhaldi af því var stofnuð gosminjadeild. - Sjálfsagt og einfalt.31 Mynd 5. Roaldsbrakki þar sem síldarminja- safnið á Siglufirði er til húsa. Margur minnist stemmning- ar síldaráranna. 87
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.