Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 64

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 64
Pétur Pétursson Undirbúningur að fyrstu kröfu- göngu, sem farin var í Reykjavík að frumkvæði fulltrúaráðsins, var að ýmsu leyti með öðrum hætti en hingað til hefir verið talið Útisamkoma Dagsbrúnar og rauði fáninn Áhugamenn í hópi verkalýðs og róttækra stjórnmálasamtaka höfðu lengi rætt um nauðsyn þess að vekja athygli á kröfum og baráttu alþýðusamtaka fyrir réttarbótum. í umræðum var þá oft vitnað til annarra landa þar sem verkalýður safnaðist saman til úti- funda, efndi til liðskönnunar með ýmsum hætti og færi í kröfugöngur til þess að leggja áherslu á kröfur samtakanna og sýna styrk sinn. Verkamannafélagið Dagsbrún efndi til skemmtifarar árið 1921. Til þeirrar skemmtifarar var efnt með skömmum fyrirvara. Ákvörðun um förina var tekin á laugardegi og farið daginn eftir, sunnudaginn 28. ágúst. Farið var frá Alþýðu- húsinu kl. 11 áleiðis að Árbæ. 150 manns fóru gangandi, en allur fjöldinn í bifreiðum. Raf- magnsstöðin var skoðuð og þótti tilkomu- mikil. í broddi fylkingar gekk félagsstjórn Dagsbrúnar undir fána félagsins, en næstur honum var borinn rauður fáni, nýr. Aftastur var ríkisfáninn íslenski. Hvflst var í Elliðaár- hólma. Þar söng „Bragi“, söngflokkur Dags- brúnar. Þaðan var gengið upp í Ártúnsbrekk- ur þar sem formaður félagsins, Pétur G. Guð- mundsson, skýrði nytsemi rafmagns. Á Ár- bæjartúni hafði félagið látið reisa tjald. Þar var drukkið kaffi og snætt nesti. Síðan var söngur og ræðuhöld. Pess er getið að Pétur G. Guðmundsson hafi afhent Alþýðuflokknum hinn rauða fána til flokksmerkis, og var tekið undir það með margföldu húrrahrópi. Margt verður til þess að verkalýðshreyf- ingin tekur ástfóstri við rauða fánann á þess- um frumbýlingsárum. Pjóðfáninn, ríkisfáni hins fullvalda íslands, virðist eigi talinn það tákn er fylki vinnulýðnum til réttindabaráttu. Skáldin ungu kveða rauða fánanum lof og ljóð, þýða og frumkveða. Jón Thoroddsen þýðir ljóð Jims Conells: Það svella um þig sigurhljóð það sveima um þig friðarljóð Þú bjarta merki mikla spá um mannréttindi og frelsisþrá. Guðmundur G. Hagalfn yrkir skömmu síðar fánasöng ungra jafnaðarmanna. Áfram skal, áfram skal. Lyftum fána frelsisroða fánann rauða látum boða fögnuð jafnt um fjörð og dal. Elísabet Jónsdóttir, ekkja og margra barna móðir, sem telur sig órétti beitta af ríkisvaldi, kveður: Ég búrkistum íhaldsins bind ekki krans þar beinlæst er fé hinna snauðu og síst skal mig undra þó fylki sér fans um fánana og kjörorðin rauðu. Hugmyndin að kröfugöngu Þegar minnst er atburða, sem taldir eru marka tímamót í sögu samtaka, er að jafnaði kapp- kostað að leita sem traustastra heimilda. í mörgum tilvikum er þó ekki hægt um vik því íslendingum er margt annað betur gefið en hirðusemi um fundagerðir félaga og önnur rit- uð gögn er styðjast mætti við þegar saga er skráð. Af því má ljóst vera að frásagnir, sem ritaðar eru samkvæmt minni, þótt skilríkir menn segi frá eða séu teknir tali, kunna að reynast ótraust undirstaða og fánýt fræði. Eru þess mörg dæmi að oft ber mikið á milli um frásögn sjónarvotta af sama atburði. Þótt þeir virðist standa lifandi fyrir hugskotssjónum er minni manna brigðult og valt að treysta þvf. Við rannsókn fundagerðabóka fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík og Jafnaðar- mannafélags Reykjavíkur kemur í ljós að und- irbúningur að fyrstu kröfugöngu, sem farin var í Reykjavík að frumkvæði fulltrúaráðsins, var að ýmsu leyti með öðrum hætti en hingað til hefir verið talið. Fulltrúaráð verkalýðsfélaganna gekkst fyr- ir skrúðgöngu um götur Reykjavíkur og efndi síðan til samkomu á Baldurshagaflötum í júlí- mánuði 1922. Á fundi Jafnaðarmannafélags Reykjavíkur, sem haldinn var sunnudaginn 28. maí 1922, var rætt um þátttöku félags- manna í fyrirhugaðri „skemmtigöngu verka- lýðsfélaganna" (þeirri, sem nefnd var hér). 62
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.