Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 93

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 93
Björn S. Stefánsson Sex framboðslistar með sama manninum! RIÐ 1903 VAR BOÐIÐ MEÐ LÖGUM að kjósa um framboðslista til bæjar- stjórnar hér á landi, en fram til þess greindi hver kjósandi í heyranda hljóði hverja hann kaus. Algengt var fram um 1920, að sami maður væri á fleiri en einum lista. Menn buðu sig ekki fram, heldur voru boðnir fram. Með framvexti stjórnmálaflokka dró úr því, að menn væru á fleiri en einum lista. Það var afnumið árið 1936 með lögum. Það var hins vegar fyrst árið 1962, að menn gátu neit- að að skipa sæti á framboðslista. Siglufjarðarbær varð til með lögum 1918, þegar Hvanneyrarhreppur í Eyjafjarðarsýslu var gerður að bæjarfélagi. í ársbyrjun 1919 var kosið til bæjarstjórnar í fyrsta sinn.1 Tveir listar voru boðnir fram. Fyrr barst listi frá kaupmanna- og verzlunarmannafélagi Siglu- fjarðar og sfðar listi frá verkamannafélagi Siglufjarðar. Voru listarnir merktir A og B, í sömu röð. Sex menn voru á hvorum lista, eins og kjósa átti, en samkvæmt lögum sat bæjar- fógeti í bæjarstjórn og var forseti hennar og framkvæmdastjóri (bæjarstjóri). Á A-lista voru tveir kaupmenn efstir, svo héraðslæknir- inn, þá sóknarpresturinn, síðan verzlunar- stjóri og neðstur kennari. Á B-lista var sókn- arpresturinn efstur, síðan verkstjóri, þá kaup- maður, þá annar verkstjóri og neðstir tveir trésmiðir. Sóknarpresturinn á Hvanneyri, Bjarni Þorsteinsson, var oddviti hreppsnefnd- ar og hafði um alllangt skeið haft forystu í prestakallinu í andlegum sem veraldlegum efnum. I kjörbókina er ekki skráð nein at- hugasemd við gerð listanna, svo sem það að sami maður sé á tveimur listum. Atkvæði greiddu 197. A-listi hlaut 87 at- Tafla 1. Útreikningur kjörstjórnar á atkvœðum Bjarni Þorsteinsson B 136 2/6 atkv. Helgi Hafliðason A 701/6 - Flóvent Jóhannsson B 64 3/6 - Sigurður Kristjánsson A 59 5/6 - Friðbjörn Níelsson B 57 - Guðm. T. Hallgrímsson A 53 2/6 - kvæði, B-listi 90, en 20 seðlar voru ógildir. Fyrst úrskurðaði kjörstjórn hvorum lista þrjá menn. Síðan reiknaði hún út hverjir hefðu náð kosningu af hvorum lista (sbr. töflu 1). Efsta manni listans (seðilsins) var reiknað heilt atkvæði, 2. manni 5/6 úr atkvæði, 3. manni 4/6, 4. manni 3/6, 5. manni 2/6 og 6. manni 1/6 úr atkvæði. Sýnilegt er, að einhverj- ir kjósendur A-lista hafa flutt sr. Bjarna upp um sæti, öðru vísi hefði hann ekki getað feng- ið nema 133 1/2 atkvæði. Efsti maður á A- lista hefur hins vegar lækkað verulega með breyttri röðun. Það er nú framandi fyrirkomulag, að sami maður skuli vera á tveimur framboðslistum. Athugum, hvort það þurfi að hafa verið sigl- firðingum framandi árið 1919. Þeir voru þá óvanir listakosningum. Til fimm manna hreppsnefndar höfðu menn verið kosnir á þriggja ára fresti, tveir og þrír til skiptis. Framboð tíðkuðust ekki. Kosið var í heyr- anda hljóði. Hver kjósandi réð því hverja tvo eða þrjá hann nefndi, þegar röðin kom að honum, en hann raðaði þeim ekki. Má segja, að þeim sem báru fram B-listann hafi leyfzt sams konar frjálsræði að velja menn, þótt þeir Algengt var fram um 1920, að sami maður væri á fleiri en einum lista. Menn buðu sig ekki fram, heldur voru boðnir fram 91
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.