Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 48

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 48
Aðalgeir Kristjánsson Doktorsritgerð Repps og örlög hennar Pegar Porleifur Repp var kominn á nýjan leik til Hafnar árið 1822 tók hann, auk annarra fræðigreina, að leggja stund á málvísindi - Philologien i sin hele Omfang - eins og hann orðaði það í oftnefndri umsókn 20. janúar 1840. Hann hóf að rannsaka tungur Asíu- þjóða og bera þær saman við Evrópumál og rekja þróunarferil þeirra þúsundir ára aftur í tímann. Um þessar rannsóknir skrifaði hann ritgerð er hann nefndi De Sermone Tentamen. Þar skýrði hann uppruna tungnanna og rakti saman orðmyndir. Ritgerðina lagði hann inn til háskólans í Höfn í þeim tilgangi að fá hana metna hæfa til meistaraprófs. Prófessorarnir Birgir Thorlacius og P. E. Miiller voru skipað- ir í dómnefnd. Þeir luku lofsorði á hana og lögðu til að hún yrði tekin gild og höfundi veitt meistaranafnbót eftir að hafa varið hana. í bréfi sem Þorleifur skrifaði David Ir- ving 10. janúar 1826 lét hann þau orð falla að nú væri ekkert í veginum nema að verja rit- gerðina opinberlega á latínu sem væri það auðveldasta af öllu.27 Jens Moller prófessor fylgdist náið með framvindu þessa máls. Hann eygði þarna möguleika á að ná sér niðri á Þorleifi Mynd 4. Tilkynning frá heimspekideild um að ritgerð Þorleifs Repps sé hæf til doktorsvarnar. Forseti heimspekideildar - Gregers Wad - tilkynnti Repp í upphafi árs 1826 að ritgerðin hefði verið metin hæf til varnar. Sú hefð hafði myndast við háskólann að eftir að ritgerð hafði verið samþykkt til varnar var enginn höfundur gerður afturreka þó að ýmislegt miður æskilegt væri dregið fram í dagsljósið eins og getið var hér að ofan. Rétt er að geta þess til skýringar að Hafnarháskóli starfaði einungis í fjórum deildum. Það voru lögfræði-, læknisfræði- og guðfræðideild. Öll önnur há- skólakennsla fór fram innan vébanda hinnar fjórðu, heimspekideildar. Þar voru kenndar jafn óskyldar greinar og heimspeki, saga, mál- vísindi og raunvísindi. Gregers Wad var t.a.m. prófessor f dýrafræði og steinafræði. De Sermone Tentamen er lítið kver í 8 blaða broti. Meginmálið er prentað með smáu letri á 41 síðu. Bókin skiptist í 46 para- grafa og er tileinkuð krónprinsinum Kristjáni Friðriki. Á titilsíðu segir að heimspekideild hafi samþykkt hana hæfa til varnar sem fari fram í febrúar og Halldór Einarsson stud. jur. verði svaramaður - respondens - doktors- efnis. Jens Mpller prófessor fylgdist náið með framvindu þessa máls. Hann eygði þarna möguleika á að ná sér niðri á Þorleifi. Birgir Thorlacius segir berum orðum í bréfi til Mpll- ers 18. mars 1826 að nú geti hann notið til fullnustu sætleika hefndarinnar sem hann hafi svo lengi ætlað að koma fram. Hann hafi róið að því öllum árum að verða andmælandi.28 Birgir Thorlacius varð annar andmælandinn. Hann hafði dæmt ritgerðina og var prófessor í heimspekideild svo að hæfni hans var hafin yfir allan vafa. Hinn andmælandinn varð Jens Mpller prófessor í guðfræðideild. Hann hafði ekki til að bera sérþekkingu á því efni sem rit- gerðin snerist um. Engu að síður tókst honum að komast í dómnefndina gegn vilja Birgis sem taldi hann vanhæfan og rökstuddi af- stöðu sína í greinargerð til háskólaráðs sem ber heitið „Oplysning i den Reppske Sag“. Þar rakti hann hvernig Jens Mpller tróð sér í nefndina með vafasömum aðferðum.29 Örlög þessarar greinargerðar urðu hins vegar þau að hún var aldrei lögð fyrir háskólaráð. Birg- ir Thorlacius tilgreinir ástæðuna í bréfinu lil Jens Mpllers 18. mars 1826 sem áður er getið. 46
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.