Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 96

Ný saga - 01.01.1996, Blaðsíða 96
Björn S. Stefánsson Mynd 5. Erlingur Friðjónsson. Hann stýrði Kaup- félagi verkamanna á Akureyri frá 1918 og var þingmaður Akureyrar 1927-31. Mynd 6. Seyðisfjarðarkaup- staður um 1920. tækifærið sem siglfirðingar höfðu haft til að kjósa um lista, áður en þeir kusu bæjarstjórn 1919. Kjördæmakjör fór fram í október. Kusu þá 52,6% af kjörskrá. í kjördæmunum var víðast aðeins einn al- þingismaður í kjördæmi og hvergi fleiri en tveir. Þetta breyttist árið 1920, þegar þing- mönnum Reykjavíkur var fjölgað í fjóra. Þar var þetta ákveðið:7 „Nú hefir maður skriflega leyft nafn sitt á fleirum listum en einum, og skal þá nema nafnið burt af öllum listum.” Þetta ákvæði hefur gilt síðan. Ákvæðið í lögum um sveitarstjórnarkosn- ingar, sem heimilaði að sami maður væri á fleiri en einum lista, var afnumið árið 1936. í greinargerð með frumvarpinu, sem flutt var fyrst árið 1935 og aftur árið eftir, og í umræð- um á þingi, er hvergi vikið að því hvort sami maður megi vera á tveimur listum. Það við- horf sem þar varð ofan á var að koma á hlut- fallskosningum. Þóttu þær hafa þann kost, að þeir, sem kosningu hljóta, væru fulltrúar ábyrgra samtaka. Þetta sjónarmið kom bezt fram í máli fulltrúa Alþýðuflokksins sem átti aðild að ríkisstjórn og vildi meira að segja lögbjóða listaframboð í samræmi við það, en þingið féllst ekki á það. Breytingin árið 1930, þegar sett var í lög að kjósa alla sveitarstjórnina til fjögurra ára í stað þess að kjósa hana til sex ára í þrennu lagi, styrkti það sjónarmið að viðhafa beri hlutfallskosningu fulltrúa ábyrgra samtaka í stað þess að kjósa óháða menn. Heimildir um framboð í bæjarstjórnar- kosningum umræddan tíma, frá 1904 til 1934, kjörbækur og staðarblöð, eru misgóðar. Bæj- arfélögin voru fyrst fjögur, Reykjavík, ísa- fjörður, Akureyri og Seyðisfjörður, en síðar bættust við Hafnarfjörður, Siglufjörður, Norðfjörður og Vestmannaeyjar. Á ísafirði er ekkert dæmi um sama mann á fleiri listum. Þar eru flokkadrættir greinilegir og oftast að- eins tveir listar í boði.,í Á Seyðisfirði voru kosnir tveir menn í einu árlega frá 1905 til 1919 á tveimur eða þremur listum.'' Var al- gengt að sami maður væri á tveimur eða fleiri listum og voru þá stundum höfð endaskipti á listunum. Dæmi um það er kosningin 1917. Þá komu fram þrír listar eða eins og segir í kjör- bókinni: A consul Stefán Th. Jónsson 102 verzlunarstjóri Benedikt Jónasson B Benedikt verslunarstjóri Jónasson 4 Stefán Th. consul Jónsson C Karl Finnbogason skólastjóri 121 Benedikt Jónasson verslunarstjóri Á 4 C-lista-seðlum var Benedikt útstrikað- ur og á 6 A-listaseðlum var Benedikt út- strikaður. Kosnir 1. á C-lista Karl með 121 atkvæði og 1. á B-lista Benedikt sem einnig var neðri maður á hinum listunum, með 110 1/2 at- kvæði. 1. maður á A-lista fékk 104. Úr því voru oftast kosnir þrír árlega fram til 1929, og er aðeins eitt dæmi um blöndu af þessu tagi. Á Akureyri10 voru fáein dæmi um blöndu framan af. Sem dæmi má nefna, að árið 1909, þegar kjósa átti tvo, komu fram þrír listar, A- listi Oddeyrarbúa með Sigtryggi Jóhann- essyni kaupmanni og Anton Jónssyni, B-listi, sem félagið Skjaldborg studdi, með Stefáni Stefánssyni og Ottó Tulinius, og C-listi, sem verkamannafélagið studdi, með Kristjáni Sig- urðssyni verzlunarstjóra og Sigtryggi Jóhann- essyni kaupmanni. 94
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108

x

Ný saga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ný saga
https://timarit.is/publication/806

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.