Vera - 01.02.2005, Síða 6

Vera - 01.02.2005, Síða 6
Eva í hópi barna á Vesturbakkanum. Styðjum ungt fólk í Palestínu - SEGIR EVA EINARSDÓTTIR » Eva Einarsdóttir vakti heldur betur athygli í desember síðastliönum þegar hún stóð fyrir útgáfu safndisksins Frjáls Palestína til styrktar verkefnis í þágu unglinga í Palestínu og var síðan þess heiðurs aðnjótandi að koma fram fyrir hönd Samtaka íslenskra friðar- hreyfinga í friðargöngunni á Þorláksmessu. í ræöu sinni lagði hún áherslu á samkennd og samstööu okkar með fólki sem býr við hörmulegar aöstæóur og aó ein lítil gjöf héðan úr norðri geti skipt sköpum. Eva býr í Gautaborg í Svíþjóð ásamt kærastanum sínum, Eldari Astþórssyni, þar sem hún er að læra alþjóðlega verkefnastjórnun í mannúðar- og menn- ingarmálum. Hún hefur lengi látið mannréttindi skipta sig máli enda búin aó vera í Félag- inu Island - Palestína í mörg ár. VERA ákvaö aó taka Evu tali og spyrja hver aðdragandi þess hafi verið aó hún ákvað aó gefa út geisladisk til styrktar unglingum á þessum stríðs- hrjáða stað. Að setja saman geisladisk í þágu góðs málefnis hefur lengi blundað í mér. Eg hef unnið við skipulagningu MúsíktiLrauna Tónabæjar og einnig við tónListarhátiðina IceLand Airwaves og hef mikinn áhuga á tónlist. I tengsLum við núverandi nám mitt fékk ég síðan tíma tiL að stýra eigin verkefni samhLiða því að vera i verknámi hjá UNICEF. Mér gafst því upplagt tækifæri til aó tengja saman áhuga minn á tónlist, mannúðarmáLum og ungu fólki og útkoman varð geisLadisk- urinn FrjáLs PaLestína. Ég hef sjálf starfað sem sjálfboðaLiði í Palestínu og séð þær hræðilegu aðstæður sem börn og ungt fóLk þar býr við. Ég ákvað þvi strax i upphafi að markmið verkefnisins væri að styðja við æsku- Lýðsstarf á herteknu svæðunum og fyrir vaLinu varð verkefnið Project Hope í flóttamannabúðunum BaLata. Hver var aðdragandi þess að þú ákvaðst að fara til Palestínu? Ég hef unnió mikió meó unglingum og börnum, bæði á íslandi og í Svíþjóð og Læt máL þeirra mig mikið varða. Þegar ég stundaói nám í tómstunda- og féLagsmáLafræði i Svíþjóð ákvað ég að eyóa verk- lega hLuta námsins i PaLestínu, nánar tiltekið á Vesturbakkanum. Ég vann á vegum samtakana Union of Palestinian MedicaL ReLief Committees (UPMRC), sem eru Læknasamtök. Þau reka einnig félags- miðstöðvar þar sem ungt fóLk getur komið á daginn, m.a. til að ræóa máLin, Læra skyndihjáLp og á töLvur. í miðstöð þeirra i Ram- alLah hélt ég enskunámskeið, aóstoðaði krakkana við töLvunotkun og síðan, þaó sem ég heLd aó sé mikiLvægasti hluturinn, að vera til staðar, aó ræða við krakkana og að vera góður hlustandi. Ég ferðaðist viða með UPRMC tiL að kynna mér ástandið og reyna að aðstoða eftir megni. Ég dvaLdi í BaLata fLóttamannabúðum sem eru þær fjölmennustu á Vesturbakkanum. Ástandið var sérstaklega sLæmt og hefur þvi miður ekkert lagast. Mörg ungmenni sem þar búa eru ilLa farin eftir aó hafa aList upp vió sífelldar árásir og áreiti af hendi hernámsLiðsins. Þegar maður uppLifir svona aðstæður getur maður ekki gLeymt þvi. Það varð tiL þess aó ég valdi að styrkja æskuLýðsstarf í Balata búðunum. Þú hefur þá komið þangað og hitt krakkana sem eiga eftir að njóta góðs af sölu disksins? Já, ég gisti nokkrar nætur i BaLata og fékk innsýn i Lifið sem fólkið þar býr við. Það er ótrúLegt að sjá hvað ibúar búðanna eru þrátt fyrir aLLt jákvæðir og stoltir. ALLir eru staðráðnir í að Láta kúg- unina og hernámið ekki buga sig og samheldni fóLks er mikiL. Ef barnaskólunum er lokaó tekur samfélag búóanna sig til og kennir í heimahúsum. Ef herinn kemur og rífur niður íbúðarhús eru byggð ný. Reyndar er kannski ekki rétt að taLa um íbúóarhús því búðirnar voru reistar til bráðabirgða fyrir meira en fimmtiu árum og nánast engin uppbygging hefur átt sér stað. Ibúarnir búa við mikiL þrengsLi og fátækt, í léLegum bráðabirgðahúsum og ástandið kemur að sjáLf- sögðu sérstakLega iLLa niður á börnunum. Verkefnió sem geisLadiska- saLan styrkir kaLLast Project Hope og gengur út á aó hjálpa og skapa von um betri framtíð fyrir börn og unglinga í Balata. Þetta er nýtt verkefni sem var ekki komið i gang þegar ég var í búðunum, en ég 6/1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.