Vera - 01.02.2005, Síða 8

Vera - 01.02.2005, Síða 8
/ Elísabet Þ o r g eir s d ó t tir RÆTT VIÐ FANNÝJU GUNNARSDÓTTUR FORMANN JAFNRÉTTISRÁÐS Stjórnvöldum til ráðgjafar um jafnréttismál » Jafnréttisráð starfar samkvæmt lögum frá árinu 2000 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Með þeim lögum varð breyting á verksviði ráðsins m.a. meö tilkomu Jafnréttisstofu. Jafnréttisráð starfar nú eftir nýrri reglugerð frá 2003 þar sem fram kemur að ráðið á aö vera stjórnvöldum til ráðgjafar um jafnréttismál á vinnumarkaði en getur einnig gert tillögur um úrbætur á öörum sviðum samfélagsins. Jafnréttisráö gefur umsögn um áætlun ríkisstjórnarinnar í jafnréttismálum til fjögurra ára en auk þess getur ráðið gert sjálfstæóar athuganir og rannsóknir sem þaö telur aó stuðli að auknu jafnrétti. Jafn- réttisráó vinnur einnig meö félagsmálaráðuneytinu og ýmsum félagasamtökum aó málum er tengjast jafnrétti. Fanný Gunnarsdóttir var skipuð formaður Jafnréttisráðs eftir alþingiskosningar árið 2003. Hún hefur starfað við Álftamýrarskóla í 24 ár, fyrst sem stærðfræði- og líffræðikennari en nú námsráðgjafi og lífsleiknikennari. VERA ræddi við hana um störf Jafnréttisráðs og viðhorf hennar til jafnréttismála. „Mér finnst mikill kostur hvað fulltrúar í Jafnréttisráði koma úr ólíkum áttum og að fólk af báðum kynjum sé tilnefnt,” segir Fanný en í Jafnréttisráði sitja níu manns eftir tilnefningum frá Alþýðusambandi Is- lands, Bandalagi starfsmanna ríkis og bæja, íjármálaráðuneyti, Háskóla íslands, Kvenfélagasambandi íslands, Kvenrétt- indafélagi íslands, Samtökum atvinnulífs- ins og Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Formaður er skipaður af félagsmálaráð- herra en fulltrúi fjármálaráðuneytisins er varaformaður. „Jafnréttisráð setur sér starfsáætlun sem nær yfir starfstíma ráðsins sem eru fjögur ár. Ráðið skilar síðan árlega inn til ráðuneytisins ársskýrslu og er hægt að kynna sér hana, ásamt fleiri upplýsingum um ráðið, á heimasíðu Jafnréttisráðs, www.jafnretti.is. Það er ljóst að Jafnréttis- ráð vinnur engin kraftaverk á fjórum árum, en mun hér eftir sem hingað til leggja sitt af mörkum í jafnréttisbarátt- unni með það að markmiði að draga úr launamun karla og kvenna og jafna fjöl- skylduábyrgð en þessi tvö atriði eru að sjálfsögðu nátengd. 8/ l.tbl. /2005/vera

x

Vera

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.