Vera - 01.02.2005, Page 10

Vera - 01.02.2005, Page 10
Það er hluti af lýðræðisumræð- unni í landinu að ræða áhrifa- og valdastöðu kvenna. Völdin í samfélaginu eiga að vera í höndum beggja kynja, völd og áhrif eru ekki ásköpuð körlum sem láta þau síðan „góðfúslega” af hendi til kvenna skólar, þrír háskólar og tveir grunnskólar. „Jafnréttisáætlun grunnskóla þarf að vera tvenns konar, annars vegar gagnvart starfsfólkinu og hins vegar nemendunum. Það er nauðsynlegt að fylgjast með t.d. námsefni, valgreinum, árangri í námi, stuðn- ingsþjónustu og stöðu kynjanna í nemendafélögunum. Hvað varðar starfsfólkið. verður m.a. að huga að kynjaskiptingunni og þar sem hallar á karlmenn sem starfsmenn grunnskóla verður sérstaklega að vinna að því að jafna hana. Ég er nú hluti af teymi sem á að fylgja eftir jafnréttisáætlun Álftamýrarskóla og við fáum til þess tíma sem er skilgreindur í vinnuramma okkar. Við skráum ýmsar tölulegar upplýsingar til að fylgjast með stöðu mála, því þótt maður hafí ýmislegt á til- fínningunni verður myndin skýrari þegar hún er staðfest með tölum. Þegar niðurstöður liggja fyrir er mun auðveldara að vinna markvist að jöfnuði. Við höfum talsverðar áhyggjur af stöðu drengjanna. Það virðist vera að halla talsvert undan fæti hjá þeim, án þess að ég geti sagt hvar orsakanna sé að leita. Þær eru ekki bara innan skólanna, allt samfélagið ber þar ábyrgð. Þeim virðist ganga illa að standa undir þeim vænt- ingum sem til þeirra eru gerðar og þau skilaboð sem samfélagið gefur eru oft á tíðum misvísandi. Stelp- urnar hafa hins vegar eflst mjög, bæði að sjálfstrausti og námslega. Þær standa sig betur allt frá grunnskóla og hafa meiri væntingar til framtíðarinnar en strákar.” Smitaðist af rauðsokkum Að lokum er Fanný spurð hvenær áhugi hennar á jafnréttismálum hafi kviknað. Hún er ekki lengi til svars: „Ég var svo ljónheppin að hafa frábærar kennslukonur sem allar störfuðu í Rauðsokkahreyf- ingunni og smituðu mig þannig að ég hef ekki losn- að við þetta síðan. Ég var í uppeldis- og hjúkrunar- deild í Lindargötuskólanum og þar voru rauðsokkurnar Rannveig Jónsdóttir, Vilborg Sigurð- ardóttir og Elísabet Gunnarsdóttir og einnig Guðrún Halldórsdóttir. Ég var 18 ára Kvennaárið 1975 og við vinkonurnar tókum þátt í starfinu í Sokkholti, sem voru höfuðstöðvar Rauðsokkanna við Skólavörðu- stíg. Lindargötuskólinn var yndislegur skóli og þess- ar konur voru mjög manneskjulegir kennarar sem höfðu manngildi að leiðarljósi. Þær hafa líka haft áhrif á mig sem kennara, því þótt ég hafi lært kennslufræði í KHÍ sitja áhrifin eftir af því hvernig mér sjálfri var kennt. Ég á líka rætur í skátahreyfing- unni en þar er ábyrgðinni einmitt dreift jafnt á milli stelpna og stráka og fólk ekki dregið í dilka eftir kynferði eða líkamlegu at- gervi. Ungt fólk lærir margt í skátahreyfingunni sem getur komið því vel seinna í lífinu. Það má segja að þar sé kennd lífsleikni sem marga skortir einmitt í dag,” segir Fanný að lokum. Félagsþ íRe ónustan kjavík Fjárfestum í bör^ Hvert barn r&r Bjnsrsjla www.felagsthjonustan.is 10/ l.tbl./ 2005/vcra

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.