Vera - 01.02.2005, Side 33

Vera - 01.02.2005, Side 33
I hópi þingkvenna Kvennalistans árið 1994; f.v. Kristín Einarsdóttir, Ar*na ól. Björnsson, Guðrún, Kristín Ástgeirsdóttir og Jóna V. ^nstjánsdóttir. fékk hana til að koma þangað í kennslu haustið 1962 og þar var hún næstu tíu árin. „Ég hafði mikla ánægju af því að kenna táningum. Árin í Lindargötuskól- anum eru einn skemmtilegasti tími lífs míns,” segir hún og sýnir mér mynd af bekk sem var umsjónarbekkur hennar í fjögur ár. „Börn á þessum aldri eru svo ærleg. Ef maður er heiðarlegur við þau, tekur mark á því sem þau segja og stend- ur við orð sín, geta þau verið alveg dá- samleg. En þetta er ekki auðvelt, maður verður stundum að koma þeim á óvart,” segir hún og rifjar upp nokkrar prófraun- ir sem lagðar voru fyrir hana á þessum árum og hún stóðst. „Ég var heppin að hafa nægilegt hyggjuvit og sanngirni til að bregðast rétt við, því ekkert var manni kennt um það í Kennaraskólanum. Ef maður bregst rétt við þegar verið er að reyna mann getur inaður eignast hug og hjarta krakkanna. Þau eru mörg vinir mínir enn í dag.” í Lindargötuskólanum var talsvert af krökkum sem áttu undir högg að sækja. Þar var t.d. framhaldsdeild fyrir krakka alls staðar að úr Reykjavík sem höfðu fall- ið í öðrum bekk en það var þá síðasti bekkur skyldunámsins. í skólanum var ekki landsprófsbekkur en nokkrar al- mennar deildir og verknámsdeildir, einnig verslunardeild, sjóvinnudeild, hússtjórnardeild og handavinnudeild. Það má segja að Lindargötuskólinn hafi verið vísir að fjölbrautakerfmu sem seinna varð til. Skólinn var síðar fluttur upp í Ármúla, sameinaðist Gagnfræða- skóla verknáms og hét eftir það Fjöl- brautaskólinn við Ármúla. Fram að því var hann til húsa í Franska spítalanum á horni Frakkastígs og Lindargötu. „Ég kenndi m.a. krökkum sem höfðu fallið í öðrurn bekk og komst þar í kynni við taparaheiminn. Þar var fullt af efni- legum og duglegum manneskjum sem voru ágætlega gefin. Þau höfðu bara ekki náð tökum á námi og ástæðan hjá sum- Með víetnömsku börnunum sem kusu hana ömmu og foreldrum þeirra. Á myndinni eru líka Ásta Kristjánsdóttir og Tryggvi Harðarson, sem kenndu við Námsflokkana, og börn þeirra. um var einmitt lesblindan sem ég þekkti mjög vel. Ég kynntist líka efnilegum og skemmtilegum krökkum sem höfðu fall- ið á landsprófi og komu til okkar í fram- haldsdeild, m.a. úr Vogaskólanum. Það var algengt að þetta væru krakkar með skapandi gáfur sem fengu ekki að njóta sín í gamla landsprófinu. Þarna voru líka krakkar sem síðar hafa náð langt á lista- brautinni, t.d. Einar Már Guðmundsson, Friðrik Þór Friðriksson og Tolli Morthens. Davíð Oddsson var líka nem- andi minn og er okkur ætíð vel til vina síðan. Við gerðum okkur grein fyrir því í Lindargötuskólanum að manneskjan býr yfir fjölbreyttari gáfum en þeim sem snúa að bóknámi og stíluðum upp á að virkja þær. Ég gerði t.d. samning við bekkinn sem Einar Már var í þegar ég var að kenna þeim dönsku. Ef við værum fljót að fara yfir námsefnið færi það sem eftir væri af tímanum í umræður. Strákarnir tóku þessu fagnandi og þarna var mikið spekúlerað í lífinu og tilverunni,” segir Guðrún og hlær að minningunni. Hún segir að andinn meða) kennara skólans hafi verið góður enda var kenn- arahópurinn ungur og áhugasamur um að laga skólann að breyttum tímum. Og tímarnir voru ekki síður skemmtilegir - bítlatíminn og uppreisn æskufólksins. Eitt af verkefnum Guðrúnar var einmitt að sjá um félagslíf nemenda og hún segist hafa kynnst öllum helstu poppurum landsins þegar þeir konm að spila á skóla- böllum. Á þessum tíma var mikil gróska í unglingahljómsveitum enda var tónlist órjúfanlegur þáttur í því sem var að ger- ast í hugarheimi táninganna. ó Guðrún yrði að hætta háskóla- námi á sínum tíma gafst henni tækifæri til að taka upp þráðinn eftir að hún hóf kennslu við Lindargötu. Jón Á Gissurarson kom því nefnilega svo fyrir að hún og fleiri kennarar gætu stundað háskólanám með kennslunni. „Ég hélt aðeins áfram í sagnfræðinni, sem mér hefur alltaf þótt spennandi fag, en ákvað svo að taka dönsku sem aðalfag. Ég komst nefnilega að því eftir að ég fór að kenna að ég kunni ekki nóg í dönsku og vildi bæta úr því. Ég komst líka að því að það vantaði almennilegt kennsluefhi í dönsku. Ég tók því saman kennslubækur í dönsku, bæði málfræði, tal- og lestrar- hefti, og naut við það góðrar aðstoðar stúlku sem var í Lindargötuskólanum og ég gerði að einkaritara mínum. Hún heit- ir Anní Gísladóttir og er hálfdönsk. Við áttum skemmtilegan tíma saman við samningu bókanna.” Árið 1972 var komið að tímamótum í lífi Guðrúnar, reyndar ekki að hennar ósk. Hún var yfirkennari í Lindargötu- skólanum og leið vel, hafði ekkert hugsað sér að hætta þar. Þá var það að fræðslu- stjóri Reykjavíkur Jónas B. Jónsson bað hana að taka að sér stjórn Námsflokka Reykjavíkur og linnti ekki látum fyrr en hún hafði samþykkt það. „Það var hann sem valdi mig, en ekki ég þá,” segir hún um upphaf tímabilsins sem hefur nú staðið í 33 ár. „Námsflokk- arnir stóðu á ákveðnum tímamótum þeg- ar þetta var. Þeir voru stofnaðir 1939 og hafði sami skólastjóri verið þar frá stofn- un til ársins 1969, eða í 30 ár. Það var Ágúst Sigurðsson sem var reyndar líka dönskukennari og hafði samið kennslu- bækur í dönsku. Á þessum tímum voru öldungadeildir menntaskólanna að byrja svo kennsla í hinum hefðbundnu fögum átti undir högg að sækja hjá Námsflokk- unum. Það var því mitt hlutverk að finna út hvað við gætum Iroðið upp á til að laða fólk að skólanum og þörf væri á. Ég vissi að það stoppaði margt ungviðið til áframhaldandi náms að þau höfðu fallið í 2. eða 3. bekk gagnfræðaskóla. Ég byrjaði því á þvi að búa til framhaldsdeild fyrir fólk sem þannig væri ástatt um. Það var alltaf fullur bekkur í þessu prófanámi og hefur verið lengst af síðan. Síðan bjó ég til námsmöguleika sem hét hagnýt versl- unar- og skrifstofustarfadeild og var vera/ 1. tbl. / 2005 / 33

x

Vera

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.