Vera - 01.02.2005, Page 54

Vera - 01.02.2005, Page 54
/ alþingisvaktin / Martha Arnadóttir Hið jafnvægi á Alþingi Síðastliðið haust var haldin ráðstefna á vegum verkefnisins Hið gullna jafnvægi en það heldur úti vefsíðunni www.hgj.is. Eins og segir á vefsíðunni er henni ætlað að þjóna öll- um þeim sem starfs síns vegna geta stuðlað að bættu starfsumhverfi, auknum sveigjan- leika og samhæfingu vinnu og einkalífs á íslenskum vinnumarkaði. Vefsvæóið er enn- fremur ætlað einstaklingum sem vilja sinna vel öllum þáttum tilverunnar: vinnunni, heimilinu, fjölskyldunni, ættingjum og öðrum ástvinum, náminu, félagsstörfum og áhuga- málum. Ráðstefnan bar yfirskriftina „Heima og heiman; samræming vinnu og einkalífs í fjölmenningarsamfélagi". Alþingisvaktin fylgdist með ráóstefnunni og í kjölfarið kviknaói áhugi á að kanna hversu fjölskylduvænn vinnustaður Alþingi væri. Eins og allir vita þá er Alþingi löggjafarsamkunda okkar íslendinga - en þaó má ekki gleyma því að um leið er þingiö vinnustaður fjölda (fjölskyldu)fólks af báðum kynjum. Til að forvitnast um „hiö gullna jafnvægi" á Alþingi leituðum við til tveggja kvenna sem setið hafa á þingi um lengri eða skemmri tíma. Þetta eru þær Svanfríður Jónasdóttir og Sigríður Ingvarsdóttir. Vinnutíminn er oft afar óheppilequr SEGIR SVANFRIÐUR JONASDOTTIR Svanfríði er mikið niðri fyrir og segir: „Þingió er merkilegur og ein- stakur vinnustaður og verður það líklega alltaf vegna þess hlutverks sem það hefur sem miðstöð pólitískrar umraeðu og svo auðvitað Lög- gjafarstarfanna. Þaó mætti þó breyta ýmsu tiL að mæta betur nú- tímafóLki sem viLL eiga eðLiLegt fjöLskyLduLíf. Þingið virkar stundum eins og sérkenniteg blanda af ósióum og gömlum venjum. Þar hafa Lengi verið Leikin Leikrit sem voru skrifuð af körLum fyrir karla og umgjöróin eftir þvi, allt í hefðinni. Stundum er eins og konur átti sig ekki á þessu fyrr en þær stíga í faldinn á alltof síðum buxunum og detta um koLL. Konur eru þó orðnar meóvitaóar um það að engin hLutverk voru beinlínis skrifuð fyrir þær og þær verða að skapa þau sjálfar. Karlar sem koma inn á þing renna hinsvegar inn i hefðina að því er virðist átakaLítið. Sjáðu marga ungu karlana sem sitja á þingi. Þeir renna einhvern veginn inn í karlamassann sem er svo mikið eins, alLt frá myndunum á veggjunum tiL þeirra sem ganga um sali. Og af því vinnustaðurinn var upphafLega mótaður fýrir karLa úr aLlt annars konar samfélagi og margir viLja halda í hefðir þá hefur ekki tekist að laga þingið nægjanLega að breyttum timum. Það að haLda í hefóir er auðvitaó að koma í veg fyrir breytingar og það viðheLdur þá Líka vaLdakerfinu. Eftir að konum fór aó fjölga í þinginu hafa þó orðið heilmiklar breytingar. Ég kom fyrst inn á þing 1984. Þá voru konur í miklum minnihLuta. Það hefur mikið breyst við það að konunum fjöLgaði. Ég held því fram aó þær hafi gert umræðuna málefnaLegri og betri. Þær hafa ekki eins gaman af því að hLusta á sig tala og gera annars kon- ar kröfur til sin. En umræðan er eitt og vinnutíminn annað þó hvort hafi áhrif á hitt. ALþingi er ekki fjölskylduvænn vinnustaður. Ég vorkenndi þeim sem voru með LítiL börn sem þau vildu sinna og hrósaði sjálf happi að synir mínir voru komnir af höndum og vel það. Vinnutiminn er oft afar óheppiLegur. ÁætLanir standast ekki, m.a. vegna þess að rík- isstjórnin, sem styðst jafnan við góðan meirihLuta á aLþingi, er ióu- 54 / 1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.