Vera - 01.02.2005, Qupperneq 56

Vera - 01.02.2005, Qupperneq 56
I kvikmyndir / Úlfhildur Dagsdóttir Eiginkonurnar frá Stepford KÓMEDÍA EÐA HROLLVEKJA? » The Stepford Wives var frumsýnd 1975. Tímasetningin var góð, femínisminn var í sveiflu, myndin vakti athygli og enn í dag er vitnaó til hennar. Kvikmynd Bryan Forbes er byggð á samnefndri skáldsögu Ira Levin, meó nokkrum frávikum. 20 árum eftir aö skáldsagan kom út, 2004, birtist svo önnur útgáfa af þessari frægu mynd, útgáfa sem er einskonar stef vió fyrri myndina, meö veigamiklum breytingum. Báðar myndirnar ganga út á óvæntan endi, en þarsem endarnir skipta höfuömáli veróur að uppljóstra þeim. Ég vil því biðja viðkvæma lesendur sem hafa áhuga á að sjá þessar myndir ótruflaðir að lesa ekki lengra. # Plottið er svona: Joanna og Walter flytja til Stepford með börn sín í leit að hvíLd utan stórborgarlifsins. Þessi smábær virðist við fyrstu sýn 'fullkominn', þar eru hefðbundin fjöLskyldugildi höfð i heiðri og tilveran átakaLaus og Ljúf. Ástæðan fyrir þessum fuLLkomna heimi er auðvitað einföld: hér er engin umræða um jafnrétti kynjanna heLd- ur eru konurnar meó sitt hlutverk á hreinu, þær eru kvenLegar hús- mæður og bakbein fjötskyLdunnar, meðan karlarnir eru karLmenni sem sjá fyrir heimilinu. (Reyndar má bera þetta saman vió kvik- myndina The ViLLage (2004) en þar byggði hinn fullkomni heimur einmitt á því að kynhLutverkin eru í nítjánduaLdarstíL.) Núnú, fLjótLega fer Joönnu - ekki WaLter auðvitað - aó gruna að eitthvað sé óeðliLegt vió aLLa þessa hamingju og smátt og smátt kemur i Ljós að Stepford þorpið er það sem HaLLdór Ásgrímsson viLL gera isLenskt samféLag að meó hinni nýju fjölskyLdustefnu sinni: SamféLag vélkvenna, þvi hin fuLLkomna eiginkona er ekki tiL og því verður aó búa hana tiL frá grunni, sem maskinu. Joanna fær sjokk, en WaLter ekki, því nú veit hann meira en hún, tiL dæmis það að véL- útgáfan af henni er tiLbúin, og myndin endar á frægri senu þarsem Stepford eiginkonurnar ganga um matvörubúðina með innkaupa- vagnana sina, alsæLar í sínum smekkLega kvenLeika. Fyrir hornið kemur Joanna, og fittar futlkomlega inn. Hún er orðin vélkona. Smátt og smátt kemur í ljós að Stepford þorpið er það sem Halldór Ásgrímsson vill gera ís- lenskt samfélag að með hinni nýju fjölskyldustefnu sinni: Samfélag vélkvenna, því hin full- komna eiginkona er elcki til... 56/1. tbl. / 2005 / vera

x

Vera

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vera
https://timarit.is/publication/858

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.