Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Blaðsíða 5

Þjóðhagsreikningar 1901-1945 - 01.08.1992, Blaðsíða 5
Formáli Þjóðhagsreikningar í hefðbundnum skilningi þess orðs voru fyrst færðir hér á landi um miðjan sjötta áratuginn. Framkvæmdabanki Islands, sem stofnaður var árið 1953, hafði þetta verkefni á höndum og birti fyrstu tölur í riti sínu Úr þjóðarbúskapnum í júní 1955. Síðar, eða árið 1962, voru birtar í sama riti þjóðhagsreikningatölur sem náðu aftur til ársins 1945. Frá þeim tíma liggur því fyrir samræmt þjóðhagsreikninga- efni. Hins vegar hafa opinberar þjóðhagsreikningatölur ekki náð lengra aftur. I þessu riti er gerð tilraun til að bæta úr þessu með því að draga saman flest það talnaefni sem að gagni má koma frá fyrri hluta aldarinnar og vinna úr því eftir föngum nútíma þjóðhagsreikninga. í ritinu er því að finna tölulegt mat á þróun efnahagsstarfseminnar frá 1901 til 1945 að fyrirmynd þjóðhagsreikninga. Lengi hefur verið um það rætt að gagnlegt væri bæði af hagfræðilegum og sögu- legum ástæðum að semja þjóðhagsreikninga sem næðu aftur til síðustu aldamóta. Það var svo að frumkvæði Jóns Sigurðssonar þáverandi forstjóra Þjóðhagsstofnunar að verk þetta hófst á árinu 1980. Var fenginn til þess Torfi Ásgeirsson hagfræðingur sem lengi starfaði að íslenskri þjóðhagsreikningagerð, meðal annars hjá Framkvæmdabanka íslands þegar grunnurinn að reikningunum var lagður. Eru Torfa færðar bestu þakkir fyrir mikið starf. Hagstofa íslands hefur lagt til starfsaðstöðu og aðstoðað við gagnaöflun og eru fyrrverandi og núverandi hagstofustjóra færðar bestu þakkir. Gamalíel Sveinsson, forstöðumaður þjóðhagsreikninga á Þjóðhagsstofnun, hafði umsjón með verkinu, en auk hans lásu þeir Sigurður Snævarr og Ásgeir Daníelsson, báðir starfsmenn Þjóðhagsstofnunar, einnig yfir handritið og komu með ýmsar ábendingar. Skýrslan skiptist í átta kafla, auk þriggja viðauka. Fyrsti kaflinn er inngangur og yfirlit um helstu niðurstöður. í öðrum kafla er lýst þróun þjóðarframleiðslu frá 1901 til 1945 og grein gerð fyrir vinnuaðferðum. Þriðji og fjórði kaflinn fjalla um sjávarútveg og landbúnað. í fimmta kafla er gerð grein fyrir verðlagsvísitölum og í sjötta kafla er lýst þróun vinnuaflsins eftir atvinnugreinum. Sjöundi kaflinn fjallar um hreinar þjóðartekjur 1921-1944, áætlaðar eftir skattframtölum. í áttunda kafla er rakin áætlun dr. Gísla Blöndals um þjóðartekjur og þjóðarframleiðslu á fyrri hluta þessarar aldar og niðurstöður hans bornar saman við niðurstöðumar í þessari skýrslu. í viðaukum er fjallað um verðmætasköpun í landbúnaði, verðlagsbreytingar og loks heildartekjur einstaklinga og félaga og hreinar þjóðartekjur 1921-1944. Þjóðhagsstofnun, í ágúst 1992 Þórður Friðjónsson 3
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126
Blaðsíða 127
Blaðsíða 128
Blaðsíða 129
Blaðsíða 130
Blaðsíða 131
Blaðsíða 132
Blaðsíða 133
Blaðsíða 134
Blaðsíða 135
Blaðsíða 136
Blaðsíða 137
Blaðsíða 138
Blaðsíða 139
Blaðsíða 140
Blaðsíða 141
Blaðsíða 142
Blaðsíða 143
Blaðsíða 144
Blaðsíða 145
Blaðsíða 146
Blaðsíða 147
Blaðsíða 148
Blaðsíða 149
Blaðsíða 150
Blaðsíða 151
Blaðsíða 152
Blaðsíða 153
Blaðsíða 154
Blaðsíða 155
Blaðsíða 156
Blaðsíða 157
Blaðsíða 158
Blaðsíða 159
Blaðsíða 160
Blaðsíða 161
Blaðsíða 162
Blaðsíða 163
Blaðsíða 164
Blaðsíða 165
Blaðsíða 166
Blaðsíða 167
Blaðsíða 168
Blaðsíða 169
Blaðsíða 170
Blaðsíða 171
Blaðsíða 172
Blaðsíða 173
Blaðsíða 174
Blaðsíða 175
Blaðsíða 176
Blaðsíða 177
Blaðsíða 178
Blaðsíða 179
Blaðsíða 180
Blaðsíða 181
Blaðsíða 182
Blaðsíða 183
Blaðsíða 184
Blaðsíða 185
Blaðsíða 186
Blaðsíða 187
Blaðsíða 188
Blaðsíða 189
Blaðsíða 190
Blaðsíða 191
Blaðsíða 192
Blaðsíða 193
Blaðsíða 194
Blaðsíða 195
Blaðsíða 196
Blaðsíða 197
Blaðsíða 198
Blaðsíða 199
Blaðsíða 200
Blaðsíða 201
Blaðsíða 202
Blaðsíða 203
Blaðsíða 204
Blaðsíða 205
Blaðsíða 206
Blaðsíða 207
Blaðsíða 208
Blaðsíða 209
Blaðsíða 210
Blaðsíða 211
Blaðsíða 212
Blaðsíða 213
Blaðsíða 214
Blaðsíða 215
Blaðsíða 216
Blaðsíða 217
Blaðsíða 218
Blaðsíða 219
Blaðsíða 220
Blaðsíða 221
Blaðsíða 222
Blaðsíða 223
Blaðsíða 224
Blaðsíða 225
Blaðsíða 226
Blaðsíða 227
Blaðsíða 228
Blaðsíða 229
Blaðsíða 230
Blaðsíða 231
Blaðsíða 232
Blaðsíða 233
Blaðsíða 234
Blaðsíða 235
Blaðsíða 236
Blaðsíða 237
Blaðsíða 238

x

Þjóðhagsreikningar 1901-1945

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðhagsreikningar 1901-1945
https://timarit.is/publication/1003

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.