Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 8

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 8
Það er alvarlegt umhugsunarefni fyrir þá sem taka ákvarð- anir um fjármögnun heilbrigðismála hvort rétt sé að beina langmestu fé til þess að búa sjúkrahús rándýrum tækjabúnaði, sem nýtist tiltölulega fáum einstaklingum, í stað þess að efla verulega fyrirbyggjandi starf, hjúkrun og heilsueftirlit sem ætti að koma öllum almenningi til góða. Hér á landi hefur áhersla að vísu verið lögð á uppbyggingu heilsugæslu úti á landsbyggð- inni en í Reykjavík hefur hún setið algjörlega á hakanum. Umhugsun um þetta er þeim mun brýnni þegar það þykir nú orðið ljóst að þjóðarbúið þoli ekki öllu meiri útgjöld til heilbrigðismála og því verði að finna leiðir til þess að nýta fjármagnið sem best í þágu heildarinnar. Petta viðhorf kom m.a. fram hjá Steingrími Hermannssyni forsætisráðherra þeg- ar hann á sl. hausti sagði að sér litist ekki á að hefja hjarta- Heilbrigöi Mynd þessi sýnir sam- band velmegunar og heilsufars, en eins og sjá má virðist veimegun á Vesturlöndum vera farin að hafa neikvæð áhrif á heilsufar, sbr. feril b. Velmegun skurðlækningar hér á landi, heldur ætti að senda þá sjúklinga sem þeirra þörfnuðust til Lundúna, eins og tíðkast hefur. í staðinn vildi Steingrímur leggja aukna áherslu á heilsugæslu og reglubundið heilsueftirlit, sem myndi væntanlega skila sér m.a. í því að færri þyrftu á hjartaskurðaðgerðum að halda í framtíðinni en hingað til. Og nú hafa íslensk stjórnvöld lýst yfir nýrri stefnu í heilbrigðismálum — stefnu sem leggur höfuð- áherslu á breyttan lífsstíl og heilsusamlegar lífsvenjur fólks. Þetta mál hefur verið rætt nokkuð lengi í sumum nágranna- löndum okkar, ekki síst Englandi. Málið snýst um það hvaða verkefni eigi að hafa forgang í heilbrigðisþjónustunni. Undir því sjónarhorni snýr það ekki síst að sjórnmálamönnum og öðrum, sem marka stefnu í opinberum málum. Á hinn bóginn hefur málið einnig snúist að verulegu leyti um þróun læknavís- indanna sjálfra og þátt lækna í því að móta núverandi ástand og viðhalda því. Enski rithöfundurinn George Bernard Shaw varð einna fyrstur manna til þess að vekja máls á því að ekki væri allt með felldu í þróun læknavísinda. í frægum formála að bókinni The Doctor‘s Dilemma, 1906, hélt Shaw því fram að læknar væru hættir að lækna og væru þess í stað að ná öllu lífi viðskiptavinanna undir áhrifavald sitt. Um þetta farast ka- þólska prestinum Ivan Illich svo orð í greininni Tvenn þáttaskil (Tímarit Máls og menningar 1974, 3.-4.h., bls. 135); Þessu mátti taka sem hverjum öðrum brandara þangað til á miðjum sjötta áratug aldarinnar, en þá varð Ijóst, að ný þáttaskil höfðu orðið í sögu læknavísindanna . . . Á síð- astliðnum fimmtán árum hefur læknastéttin . . . orðið stór- hættuleg heilsu almennings. Gífurlegum fjárfúlgum hefur ver- ið eytt til þess að stemma stigu fyrir hinum ómælanlega skaða, sem lyfjataka hefur valdið. Kostnaður við lækningar varð að engu hjá kostnaðinum við að halda lífi í sjúku fólki. Æ fleira fólk lifði af mánaðalanga dvöl í stállunga eða við nýrnavél. Nýir sjúkdómar voru skilgreindir og teknir á hina hefðbundnu skrá, og kostnaðurinn við að halda fólki lifandi í heilsuspill- andi borgum og sýkjandi störfum náði yfir æ stærra svið hins daglega lífs almennings. 8 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.