Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 35

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 35
lista sjálfstæðisfólks á Vestfjörðum 1983, T-listanum, og hlaut ríflega 600 atkvæði. Möguleikar Sigurlaugar á þingsæti í næstu kosningum eru hverfandi litlar. Aðeins í Reykjavík eru umtalsverðar líkur á því að konur auki hlut sinn í öruggum þingsætum. Þetta mun ráðast töluvert af fyrir- komulagi við val frambjóðenda. í prófkjöri eiga konur í Sjálfstæðis- flokknum sennilega minni möguleika heldur en með „gamla laginu", þar sem uppstillinganefnd gerir tillögu um skipan listans sem síðan er af- greiddur í fulltrúaráði flokksins. í Reykjavík eru fyrirsjáanleg mikil innanflokksátök þar sem konur verða ekki í aðalhlutverkum. Albert Guð- mundsson mun t.d. varla hávaðalaust skipa aftur efsta sætið og varla heldur Fríðrík Sophusson annað sætið. Báð- ir tengjast þeir öflum sem mjög eiga nú undir högg að sækja innan Sjálf- stæðisflokksins og utan. FRAMSÓKNARFLOKKURINN hefur 14 þingmenn, allt karlmenn. Hlutur kvenna er þó nokkur á listum í Reykjavík og á Reykjanesi, eða um 40 prósent. í Reykjavík fékk Fram- sókn einn þingmann og miðað við úrslit sveitarstjórnarkosninganna er vafasamt að flokkurinn haldi þeim manni í næstu kosningum. Stein- grímur Hermannsson vill raunar skipta um í efsta sætinu í Reykjavík, fá Guðmund G. Þórarínsson í stað Haraldar Ólaíssonar. Barist verður um sætið en eins og hjá Sjálfstæðis- flokknum munu konur koma þar lítt við sögu. í kjördæmum utan Reykjavíkur og Reykjaness hefur Framsókn þrjá þingmenn í Noðurlandi eystra en tvo í hverju hinna. Hvergi eru konur í einhverju af þremur efstu sætum og í heild skipa karlar um 80 prósent sæt- anna. Mín skoðun er sú að aðeins í Norðurlandi eystra séu töluverðar líkur á að kona verði í „öruggu" sæti í næstu kosningum. Þá mun Stefán Valgeirsson hætta og í hans stað gæti komið Valgerður Sverrísdóttir, fyrsta og eina konan sem situr í stjórn SIS. Framsóknarmenn í N-Þingeyjarsýslu munu einnig sækjast eftir sæti ofar en hinu fjórða, en þar var síðast Níels Árni Lund, ritstjóri Tímans. Hann hefur þegar lýst yfir áhuga á þingsæti. Ég veðja samt á Valgerði, sem síðast skipaði fimmta sætið. Hún á marga stuðningsmenn, þar á meðal Val Arnþórsson, kaupfélagsstjóra KEA. Væntanlega munu síðan andstæðing- ar Vals einnig styðja Valgerði, m.a. til að bægja honum frá þingmennsku og áhrifastöðu í flokknum. ALÞÝÐUBANDALAGIÐ hefur að- eins eina konu í sínu þingliði, Guð- rúnu Helgadóttur. Hún er frá Hjörleifur Guttormsson sem ekki nýtur lýðhylli á borð við Helga eða Lúðvík Jósepsson, fyrrum þingmann flokksins um áratuga skeið. Ekki er útilokað að í annað sætið veljist kona, en líklegra er þó að það verði Reykjavík þar sem flokkurinn hefur þrjá þingmenn. Annars staðar hefur Alþýðubandalagið einn þingmann, nema tvo á Austfjörðum og engan á Vestfjörðum. Skúli Alexandersson og Guðmundur J. Guðmundsson eru elstir þingmanna Alþýðubanda- lagsins, en þeir eru rétt um sextugt. Lítil endurnýjun verður á framboðs- listum í næstu kosningum í flestum kjördæmum. Guðmundur J. gæti fall- ið í forvali, en ósennilegt er að kona komi í staðinn. Fyrir austan hefur Helgi Seljan hug á að hætta og fyrir vestan mun Kjartan Ólafsson e.t.v. ekki vilja fara fram aftur, en hann hefur verið í efsta sætinu síðan 1974, bætt við fylgi en aðeins einu sinni (1978) náð kjöri. í stað Kjartans gæti komið Þuríður Pétursdóttir, bæjar- fulltrúi á ísafirði. Karlmenn koma einnig til greina í efsta sætið, m.a. Krístinn H. Gunnarsson bæjarfulltrúi á Bolungarvík, Finnbogi Hermanns- son ísafirði og Sigurbjörn Jónsson Súgandafirði. Á Austfjörðum er flokknum mikili vandi á höndum ef Helgi Seljan hættir. Eftir stendur þá karlmaður, t.d. Sveinn Jónsson, verkfræðingur og varaþingmaður. ALÞÝÐUFLOKKURINN hefur að- eins sex þingmenn, þar af eina konu, Jóhönnu Sigurðardóttur. Aldursfor- setinn er Karvel Pálmason, sem verð- ur fimmtugur í sumar. Konum mun vart fjölga mjög í þingliðinu við næstu kosningar. Flokkurinn mun að öllum líkindum bæta við sig einhverj- um þingsætum, en þar á meðal verða einhverjir karlmenn, t.d. Árni Gunn- arsson í Norðurlandi eystra, og efsti maður á Suðurlandi (Páll Magnússon fréttamaður?). Af þessari umfjöllun sést, að í næstu þingkosningum mun konum varla fjölga mjög í öruggum sætum á listum fjórflokkanna. Auðvitað er ekki unnt að útiloka að einhver aukn- ing verði, en ekki verður hún þá um- talsverð. Yfirhöfuð er aðlögunar- hæfni flokkanna mikið minni í lands- málapólitíkinni en í sveitarstjómum. Hver flokkur hefur á að skipa mörg- um öruggum sætum í sveitarstjórnum ÞJÓÐLÍF 35
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.