Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 72

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 72
Sr. Dalla Þórðardóttir (með synina Trostan, 4 ára, og Vilhjálm, 1 árs): Tek það alltaf jafn nærri mér að heyra talað til kvenna eins og þær væru karlmenn. (Ljósmynd: Gunnar Elísson) lærisveinahópnum fé. En það er aldrei talað um annað en lærisveina. Konurnar hafa gleymst. Þá má einnig minna á, að fyrstu postularnir, fyrstu prestarnir voru konur. Það er minnst á fjölmargar konur í Biblíunni, en lítið gert með þær. Jesús prédikaði frelsun kvenna undan því oki sem þær bjuggu við á þessum tíma. Hann minnist aldrei á, að konur eigi að gegna einu hlutverki öðrum fremur — þvert á móti bendir hann þeim mjög gjarnan á annað sem þær gætu gert.“ Er nauðsynlegt að konur gegni prestsembættum að mati sr. Döllu? „Mér finnst það nauðsynlegt út frá manneskjulegu sjónarmiði. Það væri óbærileg harmsaga fyrir mig persónu- lega ef ég fengi ekki að sinna köllun minni. Prestar fara út í þetta starf vegna óstjórnlegrar þrár — kannski „Það væri óbærileg harmsaga fyrir mig persónulega ef ég fengi ekki að sinna köllun minni." ólíkt mörgum öðrum stéttum þjóðfé- lagsins. Einnig tel ég þetta nauðsyn- legt fyrir kirkjuna og þjóðfélagið allt, eins og málum er háttað. Til dæmis vegna þess að sumir þættir mannlífsins eru óhjákvæmilegir, svo sem þeir að ala og annast um börn. Karlmenn skilja oft ekki þessa þætti og sinna þeim ekki. Til þess að mann- eskjan sem manneskja geti verið heilsteypt þarf hún á öllum þáttum mannlífsins að halda — ekki bara sumum.“ Hvað með afskipti kirkjunnar af samtíðarmálum ? Dalla Þórðardóttir svarar því til að kirkjan hljóti ávallt að taka þátt í samtíðarmálefnum hverju sinni. „Hins vegar held ég að ályktanir kirkjuþinga fari oft fyrir ofan garð og neðan hjá almenningi. Kirkjan er einnig meira en prestar, kirkjuþing og kirkjuráð — hún er fólkið, söfnuð- irnir. Það væri að mínu mati vænlegra til árangurs til að vekja fólk til um- hugsunar um slík mál að mynda um- ræðuhópa innan safnaðanna sjálfra. Annars held ég að þessi mál verði ávallt deilumál; það er erfitt að gera fólki til hæfis að þessu leyti. Sumir gagnrýna kirkjuna harðlega fyrir það sama og aðrir hæla henni fyrir. Vald kirkjunnar hefur minnkað á umliðn- um áratugum — hún hefur ekki það afl og kannski ægivald sem hún hafði á öldum áður. En með því að virkja söfnuðina gæti hún aftur orðið sterkt þjóðfélagsafl." Hvert er viðhorf sr. Döllu til fóst- ureyðingarlöggjafarinnar? „Ég tel að fóstureyðing hljóti ávallt að vera neyðarúrræði,“ svarar hún að bragði. „Hins vegar má deila um nú- gildandi löggjöf, hvort hún er endi- lega hin eina rétta. Mér hefur heyrst að það sé afskaplega auðvelt fyrir konur að fá fóstureyðingu á oft létt- vægum grunni kannski. Ég lít svo á að líf verði til strax við getnað og að við fóstureyðingu sé verið að deyða líf. Samt sem áður geta verið þannig ástæður að baki, t.d. ef líf móður er í hættu eða erfðasjúkdómar á ferðinni, að þetta eigi rétt á sér. Það má að mínu mati ekki fara út í hinar öfgarn- ar — að banna allar fóstureyðingar. Annars langar mig til að benda á í sambandi við erfðagalla og erfðasjúk- dóma, að þar vakna mjög djúpstæðar siðferðilegar spurningar sem vert er að gefa fyllsta gaum. Og eftir því sem erfðatækninni fleygir fram verða þessar spurningar áleitnari og þyngri. Þarna þurfum við að staldra við og hugsa okkar gang.“ Mér finnst þið kvenprestar íslands vera miklir femínistar — ígóðri merk- ingu þess orðs. Sr. Dalla Þórðardóttir brosir við. „Mér finnst jafn sjálfsagt að vera femínisti, sem þú kallar svo, og að vera íslendingur. Ég gæti ekki frekar afneitað því að vera kona en ég gæti afneitað þjóðerni mínu. Annað væri hálffjandsamlegt í minn eigin garð — og kvenna almennt." 72 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.