Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 43

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 43
vininn, Ungverja. Við töluðum sam- an á frönsku sem ég hafði ekki lært nema í einn vetur, en sú kunnátta varð að duga með góðum vilja, og hann áttum við nógan. Ég spurði hana um rúmenska rit- höfunda eins og Panait, Istrati og Lucien Blaga, sem ég hafði flett upp í alfræðiorðabók áður en ég fór að heiman. Okkur er ekki leyft að lesa þær bækur, sagði Genoveva. Pað finnst mér rangt. Við eigum að geta borið saman þær bókmenntir og þessar nýju og sósíalísku. Það fannst mér líka. Svo spurði ég hana hverjir væru helst óánægðir með stjórnarfarið. Þeir sem voru í borgaralegum flokkum eru margir ofsóttir, sagði hún. Og leiðtogar þeirra í fangelsi. Hún var trúuð og henni þótti mið- ur að kirkjan hafði orðið fyrir ýmsum kárínum. En hún sagði líka sem svo: Pabbi minn er verkamaður en nú er ég komin í háskóla og ætla að verða læknir. Hún var dökk á brún og brá og fallegri en allir og allar sem í Búka- rest voru og við vorum bæði mjög hnuggin þegar við þurftum að skilja. Ég ætla að elska þig alltaf þótt við sjáumst aldrei aftur. Víst sjáumst við einhvern tíma. Nei, ég held ekki. En reyndu að hugsa til mín bara einu sinni í viku, viltu lofa því? Te iubesc foarte mult. . . Við skrifuðumst á í meira en ár. Hún var eldri en ég og í einu bréfinu skrifar hún: Þú ert barn, en þú hugsar eins og fullorðinn maður. Mér finnst það fallegt. Kannski átti hún heldur að segja, að ég væri að verða fullorðinn en hugsaði um margt eins og barn? Svo skrölti lestin norður yfir löndin. Hátalararnir görguðu á járn- brautarstöðvunum. Svertingi frá Súr- inam söng galdrasöng um guð for- feðra sinna, Babú. Elías Mar og Ásta Sigurðardóttir sendu hvort öðru dul- arfullar glósur. Kaupmannahöfn bauð upp á bjór og biximat. Undir borðum á Gullfossi stríddi Þorsteinn skáld Valdimarsson vini sínum Bjarna frá Hofteigi með hæpnum og síst lystaukandi vísum að austan: Hver ein baun í hýði hörð hægðimar mun losa. Gustur fer um grindaskörð gengur upp með rosa. Hvað hafði ég lært á þessu ferða- lagi? Ég veit það ekki. Þær myndir og þau orðaskipti, sem fyigdu mér heim, gátu ekki komið mér í skilning um það, hver væri munurinn á íslensku mannlífi og austur-þýsku og rúm- ensku. Ósjálfrátt gerir gestur í fram- andi umhverfi ráð fyrir því, að það sem hann þekkir að heiman sé líka að finna á nýjum stað — líka sá gestur sem í orði kveðnu trúir á gjörbylt- ingu. Hann lagar það sem hann sér að fyrri reynslu og fordómum án þess að vita af því sjálfur. Þegar færi gafst kunni ég ekki að spyrja réttra spurn- inga. Genoveva og aðrir sem ég kynntist voru sjálf í einhverri óvissu. Sovétmenn og rúmenskir kommún- istar höfðu umbylt öllu fyrir fáeinum árum — einatt með fláttskap miklum og fólsku eins og ég komst að raun um síðar. En um leið hafði verið fitjað upp á ýmsu sem gat vísað fram til betri tíma: þessi bylting var enn ung, enn vissu menn ekki hvað úr henni yrði. Ég held reyndar að árið 1953 hafi ungt fólk um austanverða Evrópu haft jákvæðari áhuga á fram- vindu samfélagsins en raunin varð nokkrum árum síðar, þegar andrúms- loftið var að sönnu orðið miklu mild- ara og kjör skárri - en flestir orðnir hundleiðir á þindarlausu sjálfshóli valdhafanna og gífuryrtum fyrirheit- um, sem héldu áfram að vera í mikilli fjarlægð frá daglegri reynslu fólksins. Ég hafði verið á mikilli hátíð en samt hafði ég komist ögn nær hvunn- dagsleikanum eftir byltinguna. Ég var líka viss um að ég þyrfti að vita fleira. Páll frændi minn, sem sigldi á Eng- land, hafði gefið mér tuttugu pund í skotsilfur. Ég hafði gleymt að eyða þeim eða kunni það ekki og var því Magnús Valdimarsson, annar tveggja fréttaritara Morgunblaðsins, undir ábúðarmikilli styttu í sósí- alísku alþýðulýðveldi. tiltölulega múraður í Kaupmanna- höfn. Þar keypti ég doðrant eftir Stal- ín, Leninismens Problemer, og fjórar skáldsögur eftir Anatole France - hvernig ætlaði aumingja drengurinn að koma þessum körlum tveim heim og saman, þessum fullkomnu and- stæðum? Nóttina áður en Gullfoss kom til Reykjavíkur var ég að lesa söguna um Coignard ábóta og læri- svein hans og þegar ábótann ber að garði í Steikarhúsinu Drottning Gæs- arlöpp segir hann við húsráðendur: Við þurfum að koma drengnum í kynni við fagrar bókmenntir, sem auka virðingu mannsins í þjóðfé- laginu, eru honum huggun í raunum hversdagsleikans og lækna hver mein, jafnvel ástarsorg. Svo var ég kominn heim. Árið 1953 fóru rösklega 200 íslend- ingar í mestu hópferð til útlanda sem þó hafði verið farin. Þeir námu ekki staðar fyrr en suður í Búkarest, þar sem efnt var til heimsmóts æskufólks og stú- denta, þess fjórða í röðinni. Frásögn Árna Bergmann ritstjóra er kafli í bók hans og Lenu Bergmann sem kemur að líkindum út í haust hjá Máli og menn- ingu. ÞJÓÐLÍF 43
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.