Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 21

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 21
ur augunum af áreynslu við að rifja upp löngu horfna tíð. Svo glennir Megas upp augun og sveiflar út hönd- unum. „Ég kom fram hjá þeim á 1. des. hátíð og þeir fengu áhuga á að gefa þetta út. Petta var drifið áfram af Steingrími Gunnarssyni, stækum íhaldsmanni á þeirra tíma vísu, og hugsanlega hefði þetta koðnað niður nema fyrir hans ofsalega drifkraft. Hann náði í þrjá undirleikara, af- bragðsgóða." Þegar spurt er um undirtektir hlær skáldið og söngvarinn við. „Jú, það má segja að platan hafi fengið góðar viðtökur hjá ákveðnum hópi. Og það má líka segja að fólk hafi þurft á einhverju svonalöguðu að halda. Það var búið að vera svo mikið um ein- hverja menn sem voru að syngja í útlöndum í svona stfl að menn vildu heyra þetta líka hérna heima, sko. Það var eiginlega sama hvaða kvalítet var á svona stöffi — það urðu allir voða hamingjusamir, svoleiðis að þetta var ekkert alvarlegt. Þær góðu viðtökur sem maður fékk voru eng- inn gæðastimpill, sko. Ég tók meira mark á þeirri neikvæðu krítikk sem ég fékk.“ Tók hann mark á þeirri krítikk? Megas dregur seyminn. „Ja-á. Hún kýldi mig áfram. Ég fékk alveg hroðalega hljómplötudóma fyrir þessa plötu. Ég held ég hafi nú ekki fengið nema tvo eða þrjá dóma, og þeir voru neikvæðir. Ég á einn þess- ara dóma í pússi mínu ennþá. Þar var verið að skrifa um tvær plötur — ann- ars vegar einhverja hræðilega flatn- eskju sem var að koma út og fékk bara svona jákvæðar undirtektir í þessum dómi, þótt viðkomandi segði að þetta væri kannski ekki alveg sín sort af kveðskap. Og hins vegar var krítikk á þessa plötu mína. Og Haukur Ingibergsson skólastjóri fyrr- verandi, sá sem skrifaði þessa krítikk í Morgunblaðið, byrjaði á því að gera plötuna tortryggilega; sagði að það stæðu engar upplýsingar á plötumið- anum, þetta væri einhver neðanjarð- arútgáfa og svo væri þetta vond músík. Mér fannst þessi neikvæða gagn- rýni í Mogga heldur skopleg vegna þess að það var mjög góður hljóð- færaleikur á þessari plötu og hún var mjög góð, þannig séð. Tæknilega var hún vel gerð. Voða einföld. Það voru ekki nema tvö til þrjú hljóðfæri í hverju lagi og hún var tekin upp í skólastúdíói við tækniskóla. Þetta var faktískt tekið upp life. Við spiluðum hvert lag tvisvar til þrisvar sinnum og síðan var besta útgáfan valin. Hljóð- færaleikararnir voru listaspilarar. En ekki orð um það í krítíkinni. Svo- leiðis að ég fattaði eiginlega ekki þessa neikvæðni. Ég skil ekki al- mennilega hvers vegna mennirnir létu svona. En ég var ánægður með þetta á sínum tíma. Hitt er svo aftur annað mál að annar þessara krítikera sem voru svona neikvæðir sneri al- gjörlega við blaðinu síðar meir og mátti nú ekki orðinu halla á mig. Það var Ómar Valdimarsson sem þá skrif- aði gagnrýni um hljómplötur í Tímann.“ Megas dreifði plötunni sinni sjálfur hér heima í verslanir. Hann segir að undirtektir búðareigenda hafi yfir- leitt verið heldur jákvæðar. Þó minn- ist hann með bliki í auga og óprúttnu glotti eins verslunarmanns sem sagði við unglingana: „Heyrðu, ef þú vilt kaupa algjört drasl þá er það þessi hérna plata. Hún verður raritet því hún kemur ekkert út aftur. Það eru síðustu forvöð að ná svona hroðalegri plötu." Og Megas hlær dátt — fimmtán árum síðar. Veturinn 1973 hélt Megas sína fyrstu Passíusálmatónleika og segist hafa verið voða duglegur á þessum tíma við að semja. Síðan kom að því að hann vildi fara í gang með nýja plötu, en rakst þá á vegg. Enginn útgefandi treysti sér til að gefa út plötu með honum. „Það voru allir voða jákvæðir — og drógu mig lengi á nei-inu,“ segir Megas. „En svona líð- ur rúmt ár og alltaf er ég að burðast með þessa plötu mína, sem enginn vildi svo taka upp og gefa út. Það var ekki fyrr en í slúttið á 74 að það var hringt í mig frá nýju útgáfufyrirtæki, sem ég hafði ekkert vitað um. Það var fyrirtækið Demant og þeir sögðust vilja gefa mig út. Þá rúllaði ný plata hægt og rólega í gang.“ Megas vildi fá rokk-band með sér á plötuna, og þá útvegaði Demant hon- um rokkband. Bandið hét Júdas og var eitt helsta rokkband þessa tíma. En hinn 1. desember 1974 skelfdi Megas hins vegar góðborgara lands- ins á hátíð stúdenta við Háskóla ís- lands sem höfðu fengið hann til að koma fram með bandinu Pelikan. Út- varpað var frá l.des-hátíðinni eins og venjan var og hafði verið um ómuna- tíð. En nú hafði ýmislegt breyst. Vinstri menn komnir til valda við háskólann í fyrsta sinni frá sömuleiðis ómunatíð — og í stað upphafins virðuleika ungrar og fagnandi æsku einkenndi óróleiki 68-kynslóðarinnar hátíðina að þessu sinni. Og Megasi var boðið að syngja. „Þarna narraði ég íslenska góðborg- ara upp úr flosmjúkum inniskónum þar sem þeir hjúfruðu sig upp að útvarpstækjunum sínurn," er haft eft- ir Megasi löngu síðar um þennan at- burð — en ekki selt dýrar en keypt var hér. Hvað um það, upp risu mót- mælaraddir um allt land og stúdentar fordæmir. Háskólinn sömuleiðis, út- varpið, útvarpsráð og gvöð má vita hvað meira. Áfram með rokkbandið og hljóm- plötuna Millilending sem var afrakst- urinn. „Ja-á,“ segir kappinn og tyllir sér á stólbrík og rær sér fram og aftur. „Þarna var æft og æft, sennilega af kappi. Svo fórum við í Hljóðrita og tókum upp plötu. En ég man frekar lítið eftir þessu - að öðru leyti en því að þarna var æft. Maður var svo spítt- aður þá. Minnið var einhvern veginn ekki virkilega fúnkerandi. Síðan kom platan út einhvern tíma síðsumars 1975, ef ég man rétt.“ Síðan komu út nær árlega plötur: Fram og aftur blindgötuna 1976, Á bleikum náttkjólum 1977, Nú er ég klæddur og kominn á ról 1978 og Drög að sjálfsmorði 1979. Síðan al- gjör þögn - þar til 1983 að lögin Fatlafólið og Krókódílamaðurinn slá í gegn. Hvers vegna þessi þögn? „Þegar ég lagði brennivínið á hilluna fór ég út í rútínu, launaþrælsrútínu. „Ég man frekar lítið eftir þessu. Maður var svo spíttaður þá.“ / „Eg hugsaði með mér: Nei, þetta gengur ekki lengur. Hér er alltof kalt.“ ÞJÓÐLÍF 21
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.