Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 68

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 68
Biblían getur talað misjafnlega til kvenna og karla Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir var sett í embætti sóknarprests á Sel- tjarnarnesi hinn 8. júní síðastliðinn. Hún keppti við tvo karlmenn um embætti og hafði sigur, en aðeins fimm atkvæði skildu milli hennar og þess sem næst kom. Sigur hafði hún þó — og varð þar með fyrst kvenna tii að sigra í kosningu um embætti prests á íslandi þar sem fleiri en einn um- sækjandi var. Hvernig fannst Sr. Solveigu að standa í kosningabaráttu? Hún hallar sér fram á skrifborðið sitt í Bústaðakirkju þar sem hún hef- ur gegnt starfi aðstoðarprests frá ár- inu 1983, er hún var ráðin til að sjá sérstaklega um barna- og ungl- ingastarf í söfnuðinum svo og þjón- ustu við aldraða. „Við erum sett í gífurlega erfiða aðstöðu með þessu fyrirkomulagi," segir hún. „Okkur, sem í raun erum vinir, er stillt upp sem andstæðingum í kosningum. Þetta er óréttlát aðferð. í fyrsta lagi gagnvart prestum, sem einir opinberra starfsmanna þurfa að keppa á þennan hátt um embætti. í öðru lagi, og alls ekki síður, er þetta óréttlátt gagnvart söfnuðunum. Ég get borið vitni um það eftir þessa kosningu að mjög fáir vilja halda þessari stefnu. Það er fyllilega tíma- bært að breyta þessu fyrirkomulagi og prestastefna og kirkjuþing hafa enda ályktað um þetta. En Alþingi virðist ekki enn hafa fundið hjá sér kjark til að taka á þessu máli.“ Hverjar voru viðtökurnar hjá söfn- uðinum á Seltjamarnesi — fann sr. Solveig Lára fyrir andstöðu í sinn garð vegna kynsins? Hún neitar því ákveðið. „Ég fann aldrei fyrir því að fólk hefði eitthvað á móti mér vegna þess að ég væri kona. Kannski hafa einhverjir látið í ljós þá skoðun, en það var aldrei sagt beint við mig. Hins vegar var það vissulega mitt sérkenni. Ég var kon- an. Ég hef aldrei fundið það í mínu starfi að fólk hefði eitthvað á móti kvenprestum — og einkum er það aldraða fólkið sem er ánægt með að hafa kvenprest. Börnin eru einnig mjög opin að þessu leyti.“ Solveig Lára brosir um leið og hún segir eftirfarandi: „Það eina sem hef- ur verið sagt beint við mig í þessum efnum er það, að miðaldra fólk hefur stundum komið til mín eftir messu og sagt að börnunum finnist skrýtið að sjá konu í prestsembætti. Ég held hins vegar, að þetta lýsi skoðun við- komandi en ekki barnanna. Ég hef sjálf aldrei fundið fyrir þessu hjá börnunum." Telur hinn nýbakaði prestur Selt- irninga að það sé betra að hafa konur í þessu embætti en karla ? „Ég vil alls ekki halda því fram að konur séu hæfari körlum til að gegna þessu embætti. En það má kannski benda á einstaka aðstæður þar sem sérstök reynsla kvenna kemur sér- staklega til góða í þessu embætti. Konur og karlar eru ólík, en ég tel þetta vera uppeldisatriði. Karlar geta auðvitað ræktað með sér hin svoköll- uðu mjúku gildi, og eiga og verða að gera það. Eðlisfar karla og kvenna er ekki ólíkt — við erum öll mann- eskjur." Þegar talið berst að kvennaguð- fræðinni hlær sr. Solveig Lára inni- lega. „Já, hún er sérlega yndisleg. En þetta er ekki guðfræði bara fyrir kon- ur. Við hittumst nokkrar í stéttinni Sr. Solveig Lára Guðmundsdóttir: Vil alls ekki segja að konur séu hæfari körlum í prestsembætti. og ræðum um hvernig við getum auk- ið lifandi starf innan kirkjunnar. Að 68 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.