Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 14

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 14
honum. Geta slík vinnubrögö dregið verulega úr óþarfa útgáfu lyfseðla, rannsóknarbeiðna eða tilvísana. Mikið af ofannefndri gagnrýni hefur beinst að síaukinni áherslu á „hátæknilæknisfræði“ í heilbrigðisþjónustunni. Gagnrýnendur eru þó alls ekki að gera lítið úr þeirri tækni sem gerir kleift að hlynna að sjúkum, og jafnvel lækna þá. Því verður ekki neitað að tækninotkun ýmiss konar er grundvallar- atriði í nútímalækningum — en það verður að vega og meta hverju sinni hvaða tækni er viðeigandi að nota frá siðferðilegu sjónarmiði og hvaða aðgerðir skili virkilegum árangri í ljósi markmiða heilbrigðisþjónustu. Það er verið að veitast að þeirri tæknihyggju sem birtist annars vegar í því að læknisstarf- ið er alfarið séð undir tæknilegu sjónarhorni, og hins vegar í því að öllu er kostað til þess að efla tæknilega læknisfræði, sem eðli sínu samkvæmt nýtist fáum einstaklingum — meðan orsak- ir sjúkdóma og slysa „blómstra“ í samfélaginu og fjöldi sjúkl- inga er vanræktur. Þetta má ekki skilja sem svo að velja verði milli þess að sinna sjúkum eða slösuðum einstaklingum og hins að vinna gegn félagslegum og umhverfisbundnum orsökum sjúkdóma. Það væru afarkostir. Hvor tveggja felur í sér sið- ferðilega skyldu, og þær fara mætavel saman. Önnur er aðkall- andi og aðstæðubundin, þar sem líf tiltekins einstaklings getur verið í veði. Hin felur í sér kröfu um stefnumótun og langtíma- sjónarmið, sem byggir meir á almennum skynsemisrökum og réttlæti en skýlausum siðaboðum. Siðferðileg umræða um markmið og tilhögun heilbrigðisþjónustu er nauðsynleg til þess að varpa ljósi á báðar hliðar vandans. Vilhjálmur Árnason kennir heimspeki við Háskóla ís- lands. Grein hans er afrakstur vinnu í starfshópi um heilbrigSismál á vegum Framkvæmdanefndar um fram- tíðarkönnun. Ýmsir meðlimir þess hóps lásu yfir fyrri drög að greininni, gagnrýndu og gáfu ábendingar. Höf- undur kann þeim öllum þakkir fyrir. Hann ber hins vegar einn ábyrgð á greininni í þeirri gerð sem hún birtist hér. 14 ÞJÓÐLÍF i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.