Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 53

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 53
kom hann alltaf fram sem ein heild. Til marks um þessa samstöðu má benda á að á annan tug manna frömdu í lokin pólitískt sjálfsmorð frekar en að bregðast því sem þeir töldu vilja félaga sinna. Þar má nefna Friðgeir Björnsson og Má Pétursson sem voru við það að fá þingsæti. Frið- geir fór í framboð fyrir SFV en flestir ákváðu að hverfa frekar úr pólitík- inni. Þessi hópur átti sér enga ákveðna foringja. Hann gat ekki sæst á leið- sögn eins manns, til þess voru leiðtogaefnin of mörg. Það kvað eng- inn upp úr fyrir hönd hópsins. Þetta var bæði styrkur og veikleiki; styrkur- inn fólst í því að aldrei var beðið eftir að einhver tæki af skarið heldur voru allir virkir og skapandi í starfinu; veikleikinn var sá að þetta ástand bauð því heim að fyrr eða síðar hlyti að koma til uppgjörs. Það var nauðsynlegt fyrir svona hóp að finna sér sameiginlegan óvin. Árið 1971 kom til valda ný ríkisstjórn og því var ekki Iengur hægt að beina spjótum sínum í þá átt. Ungt fólk var á þessum árum mótað af hugsjónum 68-kynslóðarinnar og þær settu mark sitt á hópinn. Og sameiginlegi óvinur- inn fannst í Framsókn. Menn voru óánægðir með að ekki skyldu verða kynslóðaskipti í forystu flokksins en það þurfti að heyja baráttuna á póli- tískum grunni. Þess vegna var búinn til ágreiningur til að réttlæta um- skiptin í þingliðinu og forystunni. Af þessari baráttu varð enginn árangur þótt teflt væri stíft.“ Gunnlaugur var spurður að því hvaða þýðingu hann teldi sameining- arhugmyndir ungra framsóknar- manna og Möðruvallahreyfinguna hafa haft fyrir vinstri menn í landinu. „Möðruvallahreyfingin hafði ekki aðra þýðingu fyrir vinstri hreyfinguna en þá að framlengja líf SFV um nokk- ur ár,“ svaraði hann. „Áhrifin á Framsókn urðu önnur og djúpstæð- ari. Innan flokksins hafði verið mjög öflugt starf, bæði á hægri og vinstri kanti. Það var ekkert mál að rífa upp 2-300 manna fundi enda skipulagið gott. Við brotthlaupið myndaðist tómarúm í flokknum sem leiddi svo til stöðnunar í öllu starfi hans. Út á við fékk flokkurinn hægri slagsíðu í vitund fólks. Langtímaáhrifin á flokkinn eru þau, að það vantar heila kynslóð í hann, fólk um fertugt er nánast ekki til. Þetta hefur þau áhrif að þegar skipta verður um forystu verður flokkurinn að taka yngri menn sem ekki eru eins skólaðir inn í forystuna. Þessara áhrifa mun gæta í sjö til tíu ár til viðbótar." Gunnlaugur var að lokum spurður hvort hann teldi hugmyndir þessa hóps hafa verið óraunsæjar miðað við aðstæður innan Framsóknarflokksins og í þjóðfélaginu almennt á þeim tíma. „Ef rétt hefði verið haldið á spilun- um væru nú sennilega tíu manns eða svo úr þessum hópi í forystu og þing- liði flokksins," svaraði Gunnlaugur. „Möðruvallahreyfingin var ótímabær tilraun til sameiningar vinstri manna og hafði þau áhrif að hún verður ekki reynd næstu tíu til 15 árin. Ef einhver sameining verður þá er líklegast að það verði frjálslyndir miðjumenn úr Framsókn, Alþýðuflokki og Sjálf- stæðisflokki gegn markaðshyggju- öflunum." Vönduð íslensk framleiðsla Nær handverki verður vart komist 10% staðgreiðsluafsláttur og góð greiðslu-kjör. FURUHÚSIÐ Þessi glæsilegu húsgögn eru úr massífri furu og fást í ljósum viðarlit og brún- bæsuð. SUÐURLANDSBRAUT 30 105 REYKJAVÍK S: 68 70 80 ÞJÓÐLÍF 53
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.