Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 39

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 39
Þórður Sigtryggsson sýndi mér póstkort sem hann hafði fengið frá Ítalíu. Á því var líkneskjan sem Mic- helangelo gerði af Davíð, dáfríðum pilti, sem er miklu fremur augnayndi en hann sé líklegur til að stúta fólan- um Golíat. Þegar ég er kominn til Rúmeníu, sagði ég, skal ég senda þér póstkort af Stalín með geislabaug um höfuðið. Þórður hló. Mikið rétt, sagði hann, svona á það að vera. Menn eiga að trúa á guði sem þeir vita eitthvað um, en ekki einhverja upplogna guði austan úr barbaríi eins og hinn opinbera ríkis- guð okkar, sem Móses bjó til handa gyðingum og barnaði síðan Maríu mey, hringtrúlofaða stúlkuna, nei svoleiðis gossar eiga enga virðingu skilið . . . Brunar lest til Búkarest. I ágúst árið 1953 var boðað til heimsmóts æskunnar í Búkarest, sem átti eftir að verða enn stórfenglegra en það sem haldið var í Berlín tveimur árum fyrr. Ég þóttist vita að þetta yrði mikil og góð skemmtireisa, en umfram allt iá mér mikið á að skoða hvernig sósíal- isminn plumaði sig þar austur á Dón- ársléttum. Eitt er það einkenni þessara ára sterkra pólitískra tilfinninga og hreinnar trúar sem margir láta sér sjást yfir. Það var sá hugsunarháttur sem kalla má biðstefnu. Attendismo, segja ítalskir kommúnistar. Hvað erum við að byltast hér og berjast í þessu forheimskaða og kol- ruglaða þjóðfélagi? spurði einn skólabróðir minn, nýfrelsaður til hins rétta skilnings á sögu og samtíð. Þetta kemur hvort sem er, byltingin og allt það. Eftir nokkur ár, þegar Sovétríkin og Austur-Evrópa hafa náð sér alminnilega eftir stríðið, þá verða yfirburðir sósíalismans svo greinilegir og augljósir öllum viti bornum mönnum. Heldurðu það ekki? Þessi afstaða var lygilega sterk í okkur. Þegar verst gegndi varð hún til þess að menn urðu sjálfumglaðir safnaðarmeðlimir, sem litu heldur niður á dægurmálin heima fyrir. Hús- næðismálasnakk, iss hvað er það? Þeir vissu betur, þeir vissu að í raun og veru skiptir ekkert máli nema að halda árunni hreinni og bíða hins mikla sigurdags, sem lögmál sögunn- ar ætlar að gefa okkur. Mín dýrð kemur að utan. Það var því ekki lítil tilhlökkun að verða sjónarvottur að ævintýrinu mikla, sigla til Austur-Þýskalands, bruna í lest yfir Tékkóslóvakíu og Ungverjaland og alla leið til Rúmen- íu á árinu sex eftir valdatöku komm- únista þar. Það var lagt af stað seint í júlí. Allir voru glaðir og reifir á undirbún- ingsfundum með Inga R. Helgasyni fararstjóra, sem skýrði frá því hvern- ig undirbúningsnefndin hefði með góðu hugviti leyst gjaldeyrisvanda og flutningserfiðleika. Menn voru líka í besta skapi á Þórsgötu eitt, þar sem Hreyfingin bjó, enda þótt nýafstaðn- ar væru kosningar sem fóru illa — sósíalistar töpuðu tveim þingsætum til Þjóðvarnarflokksins nýja. Guð- mund jaka hitti ég að máli, hann hafði verið í framboði á Snæfellsnesi. Ég gerði Bjarna þinn á Laugarvatni foxillan á framboðsfundi, sagði Jak- inn. Það var þegar ég minntist á at- kvæðagreiðsluna sem fram fór á Laugarvatni um það, hver væri mesti maður mannkynssögunnar. Sú saga segir, að átrúnaðargoð Bjarna skólastjóra, Jónas frá Hriflu, hafi fengið flest atkvæði nemenda Héraðsskólans og mun fleiri en Jesús frá Nasaret sem varð annar. Bjarni, hélt Guðmundur áfram, sagði að þessi saga væri lygi frá rót- um. Láttu ekki svona Bjarni, sagði ég, þú stóðst fyrir þessu öllu saman og varst sjálfur aðalagitatorinn á móti Kristi. Helvíti varð karlinn vondur! Ég held að Búkarestförin hafi ver- ið mesta hópreisa til útlanda sem smalað var í á þessum árum. Margt ýtti undir mikla þátttöku. Mönnum lék forvitni á því að gægjast á bak við járntjaldið fræga, bæði þeim bjartsýnu og hinum efagjömu. Svo var fjöldatúrisminn ekki byrjaður og gjaldeyrisskömmtun og fleira þess- legt sá til þess að fáir fóru til útlanda nema til náms. í þriðja lagi var ferðin ódýr — bæði vegna þess að við kom- umst til meginlandsins með góðum kjörum og svo hafa Rúmenar og önn- ur austantjaldsríki vafalaust greitt verulega niður dvalarkostnaðinn í Búkarest. Það var siglt til Warnemúnde í Austur-Þýskalandi með fragtskipinu Arnarfelli. Við lágum í efri lest í svefnpokum og höfðum framan af ferðinni illa vist í miklum sjógangi og Eftir Árna Bergmann Þessi afstaða var lygilega sterk í okkur. Þegar verst gegndi varð hún til þess ad menn urðu sjálfumglaðir safnadarmeðlim- ir, sem litu heldur nidur á dæg- urmálin heima fyrir. Til Búkarest ÞJÓÐLÍF 39
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.