Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 50

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 50
Sólveig Ólafsdóttir: Hugsjónin að sameina félagshyggjuöflin Sólveig Ólafsdóttir gekk í Framsóknarflokkinn á árinu 1969 og sagði sig úr honum 22. sept- ember 1972. Hún var varafor- maður FUF 1970-71, eða fram að Laugardagsbyltingunni. Hún seg- ir að þeim fjórum sem gengu úr flokknum þennan dag hafi þótt fullreynt með að nokkru sinni tækist að breyta flokknum. „Við höfðum ekki geð í okkur til að standa í þessu áfram,“ segir hún. Auk hennar fóru úr flokknum Jónatan Þórmundsson, Gunnar Gunnarsson og Ragnheiður Ingv- arsdóttir, sem þá var starfsmaður flokksins. Sólveig segir að spenna hafi farið að gerjast milli eldra og yngra fólks innan flokksins um og upp úr 1968 - og í kjölfar prófkjaranna sem flokk- urinn ákvað að taka upp 1968. „Við vorum ung og áköf og vildum breyta og bylta eins og gjarnt var um unga fólkið á þessum tíma,“ segir Sólveig. „Eldri kynslóðin í flokknum, og sum- ir hinna yngri líka, skynjuðu þetta sem uppreisn — það skildi hreinlega ekki hvað var að gerast undir niðri. Hugsjón okkar var að sameina félags- hyggjuöflin í landinu gegn hinum sterku hægri öflum, sem verið höfðu við stjórnvölinn frá 1959. Persónu- lega fannst mér ekki skipta máli hvort sameining eða samvinna vinstri aflanna færi fram undir merkjum Framsóknarflokksins. Ef til vill þurfti þarna að koma til alveg nýtt afl. Þá voru starfshættir flokksins og innan- flokksstarfið allt tekið til óvæginnar gagnrýni í okkar röðum.“ Sólveig segir að fólk innan hópsins hafi aldrei rætt hugmyndafræðina til botns, enda hafi komið í ljós síðar að hugmyndafræðin var býsna ólík, t.d. í varnarmálum. „Eina hugmynda- fræðin sem var áberandi innan hóps- ins var sameiningarhugmyndin," seg- ir hún. „Og svo vorum við sammála um ýmsa starfshætti innan flokksins. Deilurnar finnast mér hafa snúist frekar um menn en málefni, a.m.k. á því tímabili sem ég var þarna. Þær deilur voru sýnilegri en hugmynda- fræðilegar deilur.“ Sólveig segist hafa fundið það út að Framsóknarflokkurinn væri íhald- samur flokkur og hún hafi hætt að nenna að standa í því að koma ein- hverjum breytingum þar til leiðar. Hún sneri sér að ýmsum félagsmálum eftir að hún hætti afskiptum af stjórn- málum, var kjörin í stjórn starfs- mannafélags útvarpsins 1971 og síðan í samninganefnd BSRB og hún var formaður Kvenréttindafélags íslands 1975-81. „Mín pólitík hefur alla tíð verið nokkuð á skjön við flokkapólitíkina. Ég er ekkert voðalega þæg! Mér finn- ast oft koma góð mál frá ýmsum flokkum og vil þá gjarnan styðja þau góðu mál. Ég hef átt erfitt með að binda mig í pólitíkinni, hvað sem síðar verður. En það verður alla vega ekki Framsóknarflokkurinn!" Sólveig telur sameiningarhug- myndina hafa verið óraunsæja. „Flokkarnir eru miklu ólíkari en við héldum, eða vildum, að þeir væru. Það hefur sýnt sig síðar að þessar hugmyndir voru óraunsæjar. Það hef- ur aldrei verið neinn vilji hjá forystu- mönnum vinstri flokkanna um að sameinast — til þess eru hagsmunir þeirra hvers um sig allt of sterkir." Kristinn Finnbogason: Of fljótir á sér „Möðruvallahreyfingin var stofnuð utan um einn mann, Ólaf Ragnar Grímsson. Hann vildi strax fá mikil völd í flokknum og hann fékk reyndar meira en flestir aðrir. Með Ólafi fóru margir ágætir menn sem mikil eftirsjá var að, en þeir eru nú sumir komnir aftur.“ Kristinn Finnbogason hafði um- talsverð áhrif innan Framsóknar- flokksins á tíma Möðruvallahreyfing- arinnar, var m.a. framkvæmdastjóri Tímans þegar SUF-síðan var lögð niður í október 1973. Kristinn var mjög á öndverðum meiði við forvígis- menn Möðruvallahreyfingarinnar, en hann harðneitar þó að hafa átt nokk- urn þátt í því að SUF-síðan var lögð niður. „Ég man þetta nú ekki nákvæm- lega lengur,“ segir hann, „en ef ég man rétt vildu þeir ritstýra síðunni sjálfir og hafa sérstakan ábyrgðar- mann að henni, en af hálfu blað- stjórnar kom ekki annað til greina en að einn ábyrgðarmaður væri að öllu blaðinu. En hitt vil ég segja, að með- an ég var framkvæmdastjóri fengu þessir menn borgað fyrir allt sem þeir skrifuðu á þessa síðu.“ Kristinn var spurður hvort honum hefði einhvern tíma þótt Framsókn- arflokknum stafa veruleg ógn af Möðruvallahreyfingunni. Hann neitaði því staðfastlega og endurtók að Möðruvallahreyfingin hefði byggst utan um Ólaf Ragnar persónu- lega. „Ég held,“ segir hann, „að ef hann hefði verið látinn hafa dúsu, eins og sagt er, þá hefði hann aldrei farið neitt, — ef hann hefði t.d. verið gerð- ur að vararitara eða fengið eitthvert álíka embætti.“ Kristinn er þeirrar skoðunar að fremur hafi verið tekist á um menn en málefni á þessum árum og þegar hann var spurður hvort ekki hefði m.a. verið tekist á um afstöðuna til hersins viðurkenndi hann að það væri vissulega rétt. Hann benti hins vegar á að fleiri hefðu staðið að Möðru- vallahreyfingunni en andstæðingar hersins og nefndi sérstaklega Jónatan Þórmundsson. „í Framsóknarflokknum hafa alltaf verið menn sem eru með her og aðrir á móti her,“ segir Kristinn. „Það má t.d. nefna Eystein og Hermann á sín- um tíma. Það eru heldur ekki endi- lega vinstri mennirnir sem eru á móti hernum. Og þótt ég hafi talist til and- stæðinga þessara manna á sínum tíma vil ég fullyrða, að ég er ekkert síður til vinstri en sumir þeirra sem þarna fóru út.“ 50 ÞJÓÐLlF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.