Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 44

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 44
Möðruvalla- HREYFINGIN ^. 13 Árum X 1 ^ JL \. JL^W. Eftir Auði Styrkársdóttur „Þótt oddamennirnir týni þeirri átt, sem í upphafi var stefnan, getur hugsjónakraftur liðsmanna enn verið svo sterkur, að tekið sé í taumana. Hinn almenni félagsmaður vill ekki átölulaust láta fórna hinum margþætta umbótatilgangi fyrir tímabundin völd fámennrar klíku. Til sjávar og sveita, í öllum iandshlutum rís hinn almenni flokksmaður upp til að slá skjaldborg um þá grundvallarstefnu, sem flokknum var ætlað að fylgja, og þau viðhorf, sem móta skulu framtíðarsýn hans." Svo segir í Stefnuávarpi Möðru- vallahreyfingarínnar sem stofnuð var síðla hausts 1973 eftir mikil átök innan Framsóknarflokksins um mál- efni. Möðruvallahreyfinguna mynd- uðu stór kjarni ungra manna úr Framsóknarflokknum og eldri flokks- menn, einkum af landsbyggðinni. Þeim óaði við þróun Framsóknar- flokksins, einkum í Reykjavík, töldu hann færast æ meira í átt til hægri í íslenskum stjórnmálum, vera hallan undir stóriðju og bandaríska herinn, og vildu fyrst og fremst samstarf við aðra vinstri flokka í landinu. Innan flokksins var á brattann að sækja. Á árinu 1974 hrökklaðist þessi kraftmikli hópur ungra manna úr Framsóknarflokknum. Sumir þeirra gengu til liðs við Samtök frjálslyndra og vinstri manna í kosningunum um vorið og nokkrir þeirra gengu síðar í Alþýðubandalagið. Aðrir gengu aft- ur í Framsóknarflokkinn. Stærstur mun þó sá hópurinn sem lét sig alveg hverfa af vettvangi stjórnmálanna. Hvaða fólk var þarna á ferð? Um hvað snerist Möðruvallahreyfingin, hvað vildi hún og það unga fólk sem að henni stóð? Saga þessarar hreyf- ingar er rifjuð upp hér vegna þess að sú hugmynd, sem var aðaldrifkraftur hreyfingarinnar, á enn erindi inn í umræður um stöðu vinstri hreyfing- arinnar í landinu — enn eru vinstri menn landsins sundraðir í marga og smáa flokka meðan hægri menn ganga keikir til leiks. Hinir ungu menn innan SUF sem mynduðu Möðruvallahreyfinguna reyndu hvað þeir gátu til að sameina vinstri menn - og breyta Framsóknarflokknum í átt til samvinnu- og jafnaðarhugsjón- arinnar, sem var grundvöllur stofnun- ar hans. Það gekk ekki eftir. Umrót æskunnar 1968 Upphaf Möðruvallahreyfingarinn- ar má rekja allt aftur til ársins 1966 þegar ný kynslóð kom inn í Samband ungra framsóknarmanna. Þá tók við formennskunni Baldur Óskarsson, núverandi viðskiptafræðinemi. Hann er af öllum þeim sem ÞJÓÐLÍF ræddi við talinn hafa verið einstak- lega röggsamur og ósérhlífinn stjórn- andi sem kunnað hafi að hrífa aðra með sér. Með honum komu einnig til starfa ungir menn fullir atorku sem tilbúnir voru að starfa af alefli. Þessi kynslóð er oft kennd við árið 1968. Það ár markaði viss tímamót í uppeldi kynslóðar á Vesturlöndum. Þar komu til Víetnamstríðið og stú- dentaóeirðir og í kjölfarið sigldu síð- an ýmsar hræringar, m.a. meðal kvenna. Hippatímabilið og blóma- tímabilið eru nöfn sem þessu tímabili hafa verið valin. Hér á landi birtist þetta umrót fyrst í forsetakosning- unum 1968 er Kristján Eldjárn var kjörinn forseti — forseti fólksins sagði ungt fólk þá. Sumir þeirra ungu manna sem gengu til liðs við Framsóknarflokkinn eftir miðjan sjöunda áratuginn voru nýkomnir heim frá námi erlendis og fluttu með sér þær hugmyndir sem þar voru að gerjast — hugmyndir um lýðræði, þátttöku fjöldans, valddreif- 44 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.