Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 58

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 58
Eins og við var að búast fór mestur tími þingsins í að ræða peningamálin, bæði í hópumræðum og í almennum umræðum á eftir. f>ar sátu allir við sama borð, bjuggu við fjárskort og léleg kjör, hver í sínu leikhúsi. Enn skal ítrekað, að framlag ríkisins til lista og menningar í þessu landi er aðeins 0.90 prósent af tekjum ríkisins. Þar af fær leiklistin í landinu 29 prósent. Frá 1982 hafa framlög ríkisins til Þjóðleikhúss minnkað um þriðjung svo dæmi sé nefnt. Allra verst er þó að jafnvel leikarar á heiðurs- launum hafa vart efni á að leika lengur, svo tíkarlega lág eru laun þeirra. Það nær ekki nokkurri átt að einn af virtustu og elstu leikurum Þjóðleikhússins þurfi að fara upp í pontu á Leiklistarþingi og hálfklökkur tíunda þar í smáatriðum smánarlaun sín og ljúka máli sínu með áminnngu um að starf leikarans sé ekki bara list sem framin er á síðkvöldum, heldur h'ka vinna og djöfulsins andlegt púl! En það er líka önnur hlið á öllu þessu máli. Stað- reyndin er sú að íslenskt leikhús er í lægð. Það á í vök að verjast gegn alls kyns afþreyingar- og skemmtiefni og er í harðri samkeppni við aðra aðila um frítíma fólks. Við lifum nefnilega á gervihnattaöld. Því verður ekki breytt héðan af, þrátt fyrir ályktanir frá hundruðum þinga, og þrátt fyrir mikið framboð af leiksýningum. Því gæði og mikil aðsókn fylgjast ekkert endilega að. Skiptir þar litlu hvort um íslenskt eða erlent efni er að ræða, stórsýning- ar vetrarins í Þjóðleikhúsinu hafa ekki hlotið aðsókn, jafnvel Hinu leikhúsinu tókst ekki að slá í gegn aftur, þrátt fyrir velgengnina með Hryllingsbúðarævintýrið. Áhorfendur eru duttlungafullir eins og óþægt barn og láta ekki að stjórn eins auðveldlega og við höldum. En hver er hin raunverulega orsök fyrir lægðinni? Því er ekki auðsvarað. Vandi leikhúsanna er bæði innra og ytra ástandi þjóðfélagsins að kenna og hann verður aðeins leystur með sameiginlegu átaki leikhúss- fólksins sjálfs. í heildarályktun Leiklistarþings segir: íslensk leiklist er brjóstvörn lifandi íslenskrar tungu og má ekki koðna niður vegna fjárskorts og sinnuleysis. Flóð erlends afþreyingarefnis hefur skollið á þjóðinni á undanförnum árum og hætt er við að það vaxi í náinni framtíð. Leikhús erhelsta mótvægið gegn þessari þróun og því skorar Leiklistarþing á íslensk stjórnvöld að snúa frá þeirri óheillastefnu sem felst í æ minna framlagi til menningarmála. Hér áður fyrr fengu börnin frí í einum tíma og fóru á leiksýningu. Til þess að íslensk leiklist, brjóstvörn tungunnar, blómgist þarf meira til en peninga og til þess að hægt verði að halda áfram að leika á íslensku þurfum við vel menntað og gott fólk til starfa í leikhúsunum og ekki hvað síst góða höfunda, ekki eingöngu í sviðsleikhúsun- um heldur einnig í útvarpi og sjónvarpi. Töluvert var rætt um öll þessi mál og margsinnis kornið inn á svokall- að „uppeldishlutverk“ leikhúsanna gagnvart starfsfólki sínu, eins og t.d. ungum leikurum, leikstjórum og höf- undum. En leikhúsið hefur einnig hlutverki og skyldum að gegna gagnvart þeim sem eiga að njóta — áhorf- endum. En hvar byrjar ræktunarstarfið þegar um áhorfendur er að ræða? Getum við haldið áfram að leika á íslensku fyrir fólk sem ekki skilur íslensku‘1 Eða fvrir fólk sem ekki hefur eirð í sér til að hlusta, fólk sem hefur ekki alist upp við íslenska menningu? Hvað er þá orðið um „brjóstvörnina"? Þessar spurningar verða ansi áleitnar þegar haft er í huga hvað börnum og unglingum nú- tímans er boðið upp á í menningarlegu tilliti. Getur verið að í þessu landi sé að vaxa upp kynslóð sem ekki kann að njóta leiklistar? Það vildi nefnilega þannig til að á þessu Leiklistarþingi var samþykkt eftirfarandi tillaga: Leiklistarþing 1986 vekur athygli á því að leiklist fyrir börn er nauðsynlegur þáttur í uppeldi þeirra, þroska og menntun, ekki síst nú þegar fjölþjóðleg áhrif aukast stöðugt með nýrri tækni. Leiksýningum fyrir börn og unglinga á höfuðborgarsvæðinu hefur fækkað á sl. árum, einkum sýningum í skólum og samstarf á milli leikhúsa og skóla hefur dregist saman. Leiklistarþing skorar á skóla og fræðsluyfirvöld að stuðla að því eftir mætti að börn og unglingar fái aukinn aðgang að leik- sýningum atvinnuleikhúsa- og hópa jafnt innan skóla- húsnæðis sem utan. Getum við haldið áfram að leika á íslensku fyrir fólk sem ekki skilur ís- lenskul Þessi tillaga varð til vegna frétta frá fulltrúum Revíu- leikhússins á þinginu um tilraunir þess til að selja sýn- ingu sína á barnaleikritinu Skottuleikur eftir Brynju Benediktsdóttur í grunnskólum Reykjavíkur. Sýningin sjálf var sett upp í Breiðholtsskóla og var bundin við sviðið þar, þannig að ekki kom til greina að flakka með hana milli skóla. Hins vegar ákváðu meðlimir leikhúss- ins að fara í aðra skóla til að kynna hana þar og til að selja miða. Einnig voru þeir með tilbúið efni fyrir kenn- ara til notkunar í kennslu, ef þeir sæu sér fært að skjóta því inn, en Skottuleikur er byggt á þjóðsögum, nánar tiltekið sögum um drauga og móra. Til þess að hægt væri að fara í skólana þurfti Revíuleikhúsið að sækja um skriflegt leyfi hjá Fræðsluráði Reykjavíkur. í svarbréfi þess frá 17. desember 1985 til leikhússins vísaði það málinu til skólastjóra viðkomandi skóla, en vék jafn- framt að samþykkt sinni frá 2. desember 1985 þar sem segir orðrétt: Fræðsluráð ítrekar að óheimilt er að dreifa ígrunnskólum borgarinnar auglýsingum eða kynningum á starfsemi og þjónustu frá félögum eða fyrirtækjum. Þá áréttar Fræðsluráð að skólastjórar leyfi ekki utanað- komandi aðilum skoðana- og upplýsingakannanir í grunnskólum, nema fyrir liggi heimild frá Fræðslustjóra og Fræðsluráði. Um leiksýningar hverskonar sem aðilar utan skólanna bjóða gildir sú meginregla að þær fari ckki fram í húsnæði skólanna, né á starfstíma þeirra og gildir sama um sölu aðgöngumiða. Að öðru leyti skulu erindi óháð skólastarfi borin undir skólastjóra með nokkurra vikna fyrirvara. Af þessu má sjá að Fræðsluráð leggur að jöfnu leik- listarstarfsemi utanaðkomandi aðila og „auglýsingar og kynningar á starfsemi eða þjónustu frá félögum eða fyrirtækjum". Reyndar er algerlega óskilgreint við hvers konar starfsemi er átt, en vitað er að skólarnir hafa orð- ið fyrir ýmsum ágangi frá fyrirtækjum, sem séð hafa ákveðinn „markað" í skólaæskunni, eins og t.d. ljós- myndastofur og dansskólar. Þessi ágangur var farinn að plaga bæði kennara, sem þá áttu að nota tíma af kennsl- 58 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.