Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 51

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 51
Kristinn segist sannfærður um að Möðruvellingar hafi verið of fljótir á sér að yfirgefa Framsóknarflokkinn. Hann segir að Ólafur Ragnar sé ekki enn kominn á toppinn í Alþýðu- bandalaginu. „Hins vegar segja mér menn innan Alþýðubandalagsins að þar verði enginn friður fyrr en hann er kominn þangað,“ segir Kristinn. Hann kveðst reyndar hafa sjálfur reynslu af því að skipta um flokk og slíku fólki sé lengi vantreyst í nýja flokknum. „Ég þori að fullyrða að ekkert af þessu fólki hefur komist jafn langt annars staðar og það hefði komist hér,“ segir hann og endurtekur að sér hafi verið mikil eftirsjá í mörgum þeim sem yfirgáfu Framsóknarflokk- inn. Hann var ekki óðfús að nefna nöfn í þessu sambandi, en nefndi þó sérstaklega Baldur Óskarsson. „En margt af þessu fólki er nú komið heim aftur og það hafa raunar aldrei verið nein illindi í þessu,“ segir Kristinn Finnbogason. „Sumir þeir sem kusu að snúa ekki aftur eru enn heimilisvinir hjá mér. Spurðu bara Baidur Óskarsson!“ Sagan hefur kveðið upp dóm Ólafur Ragnar Grímsson: „Ágreiningurinn í Framsóknar- flokknum 1968-74 er flókin saga og ég nefni hér aðeins höfuð- drætti,“ segir Ólafur Ragnar Grímsson, prófessor. „Kjarninn var togstreita um framtíð vinstri hreyfingar og eðli Framsóknar- flokksins. Ætti flokkurinn að vera buðarás í nýrri breiðfylkingu fé- lagshyggjufólks sem næði því for- ystuhlutverki sem Sjálfstæðis- flokkurinn hafði haft í íslenskum stjórnmálum, eða myndi flokkur- inn skipa sér alfarið á miðjuna og biðla jafnt til hægri og vinstri? Inn í þessa umræðu fléttuðust mis- munandi áherslur í mörgum mála- flokkum. Möðruvallahreyfingin var sprottin upp úr málefnastarfi SUF á seinni hluta áratugarins 1960-70. Meðan Eysteinn Jónsson var formaður Framsóknarflokksins var samhljóm- ur í málflutningi SUF og flokksforyst- unnar. Þegar Ólafur Jóhannesson tók við forystunni urðu þáttaskil. Hann veitti hægri öflunum, athafna- mönnum úr fjármálalífi og Varð- bergsmönnum áhrifasess í flokknum. Eysteinn hafði haldið þessu liði niðri og lagt áherslu á vinstri stefnu, stuðn- ing í verkalýðshreyfingunni og gagn- rýni á hersetuna og erlenda stóriðju. Þegar Eysteinn dró sig í hlé urðu átökin um framtíð og stefnumál Framsóknarflokksins milli Möðru- vallahreyfingarinnar og liðsins í kringum Ólaf Jóhannesson og Stein- grím Hermannsson. í liði þeirra Ól- afs og Steingríms voru fremstir Krist- inn Finnbogason, Alfreð Þorsteins- son, Guðmundur G. Þórarinsson og Tómas Karlsson. Til að skýra nánar þessar flóknu deilur er hægt að setja hinar ólíku stefnuáherslur upp í tvískipta atriða- skrá. Annars vegar eru áherslur Möðruvellinga. Hins vegar liðsins í kringum Ólaf og Steingrím. Möðruvellingar Lið Ólafs Jóhannessonar og Steingríms Hermannssonar Framsóknarflokkur er vinstri flokkur sem vinnur með félagshyggju öflum Framsóknarflokkurinn er miðflokkur sem vinnur jafnt til hægri og vinstri Vinstri flokkarnir þurfa að sameinast í andstöðu við íhaldsöflin Framsóknarflokkurinn á að standa sér og án allra tengsla við A-flokkana Áhersla á fylgi launafólks og ítök í verkalýðshreyfingunni Áhersla á fylgi bænda, smáatvinnurekenda og embættismanna Samvinnuhreyfingin á að vera lýðræðisleg fjöldahreyfing Fyrirtækjahagsmunir Sambandsins og fjármálafyrirgreiðsla hafa forgang Samstaða verkalýðshreyfingarinnar og samvinnuhreyfingarinnar Áhrif í samtökum atvinnurekenda Brottför hersins og gagnrýni á NATO Stuðningur við Varðberg, Varið land og NATO Barátta gegn erlendri stóriðju Hlynntir Alusuisse og erlendri stóriðju Valddreifing og ný lýðræðisþróun Valdaítök í gamla flokksræðiskerfinu Ný og róttæk byggðastefna Fyrirgreiðslupólitík með kommisarakerfi ÞJÓÐLÍF 51
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.