Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 47

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 47
Starfsmannafélags ríkisstofnana, og Sólveig Ólafsdóttir. Hægri menn buðu fram annan lista þar sem Þor- steinn Geirsson var formannsefnið. Meðal meðstjórnenda á þeim lista voru Alfred Þorsteinsson og Ómar Kristjánsson. Listi hægri manna vann kosninguna með 148 atkvæðum gegn 111. Nokkrir menn úr fráfarandi stjórn sömdu bækling um þennan aðalfund FUF og kölluðu bæklinginn Laugar- dagsbyltingin. Þar eru rakin þau vinnubrögð sem klofningsmenn í fé- laginu viðhöfðu á aðalfundinum. Einnig eru þar tíundaðar ástæður þess að laugardagsbyltingin var gerð. Segir þar m.a. að forystu flokksins hafi þótt ástæða til að refsa fráfarandi stjórn FUF fyrir hin almennu póli- tísku baráttumál stjórnarmanna FUF undanfarin tvö ár og forystu SUF. Pólitísku baráttumálin voru þessi: Barátta fyrir vinstri stjórn. „Ein- örð hvatning til Framsóknarmanna um að beita sér af alefli fyrir sam- stöðu vinstri aflanna og stjórnar- myndun þeirra einkenndi málflutning forystumanna FUF og SUF bæði á miðstjórnarfundum og flokksþingi Framsóknarflokksins,“ segir í bækl- ingnum. Baráttan fyrir brottför bandaríska hersins. „Á flokksþinginu 1967 tókst forystu ungra manna að fá sam þykkta brottför hersins sem stefnu- mál Framsóknarflokksins. Þótt yfir- gnæfandi meirihluti fólksins í Fram- sóknarfloknum styddi eindregið þá stefnu, var ljóst, að í áhrifastöðum voru menn, sem ekki voru sérlega hrifnir af þessari samþykkt." Baráttan fyrir sameiningu vinstrí manna. „Undir forystu fráfarandi stjórnar FUF og stjórnar SUF hafa ungir framsóknarmenn gerst ákveðn- ir talsmenn þess, að lýðræðissinnaðir jafnaðarmenn og samvinnumenn sameinuðust og mynduðu stærsta og sterkasta stjórnmálaaflið á íslandi.“ Baráttan fyrir samstarfi og eflingu samvinnuhreyfingar og verkalýðs- hreyfingar. Baráttan fyrir heiðarlegri og opn- arí vinnubrögðum. Baráttan fyrir einarðrí afstöðu ungra manna. Með bæklingnum fylgdi orðsend- ing sem Jónatan Þórmundsson sendi stjórn SUF og framsóknarmönnum og birtist í Morgunblaðinu 24. októ- ber 1971. Þar segir Jónatan m.a. að nægar sannanir séu fyrir því að Kríst- inn Finnbogason og Alvar Óskarsson hafi staðið að baki Laugardagsbylt- ingunni. Einnig segir Jónatan, að hann muni ekki sækjast eftir mannvirðingum í Framsóknarflokkn- um meðan menn eins og Kristinn Finnbogason, Alvar Óskarsson, Tómas Karlsson og Alfreð Þorsteins- son ráði þar ferðinni. Einar Björgvinsson, þingfréttarit- ari Tímans 1970-72, birti í einu dag- blaðanna kafla úr bók, er hann hugð- ist gefa út um Framsóknarflokkinn. Kafli þessi birtist á SUF-síðu Tímans 31. ágúst 1973. Þar upplýsir Einar að þeir Kristinn Finnbogason og Ólafur Jóhannesson hafi staðið að baki Laugardagsbyltingunni í FUF 1971. Ályktun sem samþykkt var á aðal- fundinum hafi verið samin á heimili Ólafs Jóhannessonar og Kristinn Finnbogason hafi lýst því yfir á fundi sem hægri menn héldu fyrir aðalfund- inn að hann væri reiðubúinn til að leggja fram nokkra tugi þúsunda króna til að greiða flokksgjöld manna þannig að þeir gætu kosið. Möðruvalla- hreyfingin stofnuð Upp úr laugardagsbyltingunni fóru yngri menn á vinstri væng Framsókn- arflokksins og eldri menn innan flokksins að taka höndum saman. Ýmsum mönnum af landsbyggðinni sveið sárt þróun síns gamla flokks og voru tilbúnir til að leggja sitt af mörk- um til að breyta þessari þróun. í þeim hópi má nefna menn eins og Andrés Kristjánsson, Kristján Thorlacíus, Magnús H. Gíslason, Eyjólf Eysteinsson og Kristján Ingólfsson. Haustið 1973 hittist þessi hópur sem oftar, en að þessu sinni í húsnæði Menntaskólans á Akureyri, í húsi sem nefnd var Möðruvellir. Hópur- irín kom sér saman um yfirlýsingu sem nefnd var Stefnuávarp Möðru- vallahreyfingarinnar. Til þessa ávarps var vitnað í byrjun þessarar greinar — og allt félagshyggjufólk ætti að skoða það vel, því enn er margt í fullu gildi sem þar er sagt um stöðu og markmið vinstri hreyfing- arinnar í landinu. Möðruvallahreyfingin varð aldrei sterkt afl í íslenskum stjórnmálum, en áhrif hennar voru þó nokkur. Þeir menn sem þarna hittust voru upp frá þessu nefndir Möðruvellingar og voru boðberar ákveðinna hugmynda í þjóðfélaginu. Andófinu innan Framsóknarflokksins var haldið áfram, einkum beindist það gegn hægri hugmyndum flokksforystunn- ar, en mörgum þótti sem flokkurinn stefndi markvisst að því að hlaupa í ríkisstjórn með íhaldinu við fyrsta tækifæri. Flokksforystan kom nú til dyranna eins og hún var klædd. Verkalýðsmálaráð flokksins var lagt niður árið 1973, Kristinn Finnboga- son var orðinn framkvæmdastjóri Tímans og átti í útistöðum við SUF- síðuna þar til hún var loks bönnuð 11. október 1973. Undirskriftasöfnun Varins lands hafði vissa velþóknun ÞJÓÐLÍF 47
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.