Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 11

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 11
Z. Lækning sjúkra og slasaðra í þennan flokk fellur allt dæmigert læknisstarf, s.s. greining og rannsóknir á sjúkdómum, ásamt skurðaðgerðum, lyfjagjöf eða annarri læknismeðferð, svo og hjúkrun þeirra sjúkl- inga sem hér um ræðir. Oft er hér talað um „bráðatil- felli“. 3 Hjúkrun sjúklinga sem þurfa á aðstoð heilbrigðis- stéttanna að halda, en krefjast ekki venjulegrar læknismeðferðar. Hér er einkum um að ræða hópa eins og aldraða, fatlaða og andlega vanheilt fólk, sem gjarnan eru olnbogabörn heilbrigðisþjónustunnar. Þessir hópar eiga það sameiginlegt að vandi þeirra verður ekki leystur með tæknilegum hætti, heldur felst umönnun þeirra í því að sinna margvíslegum þörfum sem útheimta skilning, þolgæði og aðrar dyggðir af hálfu starfsfólksins. Það er samdóma álit margra gagnrýnenda á starfsemi heilbrigðisþjónustunnar, að læknisstarfið undir lið 2) hafi haft algjöran forgang á kostnað hinna þáttanna tveggja. Þetta hefur margvíslegar afleiðingar fyrir samfélagið og þá alvarleg- asta að „heilsuþarfir“ þorra fólks eru vanræktar. Kostnaður við tækjabúnað, starfslið og fleira, sem nauðsynlegt er við lækningu sjúkra og björgun slasaðra, tekur til sín meginskerf- inn af því fjármagni sem veitt er til heilbrigðisþjónustu. Tækni- væðingin bitnar því óhjákvæmilega á umfangi forvarnarstarfs og á aðbúnaði allra annarra sjúklinga en þeirra sem þarfnast líkamlegra lækninga. Úr þessu misræmi verður að draga og stórauka heilsuvernd. Langalgengasta svar lækna við þessari gagnrýni er, að hún sé skiljanleg frá sjónarhóli þeirra sem fylgjast með heilbrigðis- þjónustu úr hæfilegri fjarlægð. í eyrum þeirra sem starfa á vettvangi hljómi hún sem háleitt en óraunsætt tal. Fyrsta skylda hjúkrunarfólks sé að sinna einstaklingum sem krefjast skjótrar læknishjálpar og hana megi aldrei vanrækja vegna óljósra þarfa almennings. Þeir viðurkenna, að oft hafi fjárfrek sjúkdómsgreining og læknismeðferð lítil áhrif í bataátt, en benda á að gæði læknisþjónustu séu dæmd eftir því hvort allt sé gert sem mögulega er hægt að gera. Læknirinn hljóti að þjóna sjúklingnum sem til hans leitar, en það sé hins vegar á valdi stjórnvalda að beina fjármagninu meira í forvarnarstarf og almenna heilsugæslu. það megi því ekki rugla saman hlut- verki heilbrigðiskerfisins og þar með stjórnvalda annars vegar, og hlutverki lækna hins vegar. Mikilvægi þess að halda þessu tvennu aðskildu blasir við þegar rætt er um forgangsverkefni í heilbrigðisþjónustu. Það getur verið hæpið að ætla heilbrigðiskerfinu að leysa vanda aldraðra og fatlaðra, því vandamál þeirra eru oft af félags- legum toga fremur en læknisfræðilegum. Það er á valdi stjórn- valda að veita þeim sem besta félagslega aðstoð. Eins er á það bent, að margir læknar og aðrir innan heilbrigðisstéttanna leggja mikla áherslu á mikilvægi forvarnarstarfs, berjast ötul- lega gegn reykingum og notkun vímuefna, fyrir auknu öryggi í umferðinni og á vinnustöðum, að ekki sé minnst á stöðvun vígbúnaðarkapphlaupsins og útrýmingu kjarnorkuvopna. Þeir hafa bent á að flytja þurfi fé og áherslur frá hernaði til lífsframfæris fólks, sem býr við hugnursneyð í fátækustu Iöndum heims. Gegn slíkum umbótum vinni hagsmunaöfl á sviði stjórnmála og efnahagsmála, sem erfitt sé að sporna við. Sama máli gegni um forvarnarstarf og fræðslu almennt. í grein eftir Matthías Halldórsson lækni á Hvammstanga, um „Breyt- ingar á heilbrigðisfræðslu í grunnskólum,“ koma fram eftirfar- andi upplýsingar: Gro Harlem Brundtland, [ ... ] forsætisráðherra Noregs, sem er sérfræðingur í félagslækningum, hefur sagt að íNoregi sé varið um 1.3 millj. norskra króna til heilbrigðisfræðslu, en 100-föId sú upphæð árlega notuð til auglýsinga á heilsuspill- andi afurðum. Þarmá nefna aðfjöldi fólks hefur atvinnu sína afframleiðslu heilsuspillandi varnings. Spyrja má hvernig ástandyrði á atvinnumarkaði ef ráðum heilbrigðisstarfsfólks væri fylgt út íystu æsar. Sumir fræðimenn hafa gengið svo langt að telja að kerfinu sé nauðsyn á að viðhalda ákveðnu heilsuleysi. Sú gagnrýni, sem leitar orsakanna að röngum forgangsverk- efnum í heilbrigðiskerfinu í viðhorfum lækna, ristir því alls ekki nógu djúpt. Hér spila skammsýni stjórnvalda og sinnu- leysi almennings einnig inn í. Árangur forvarnarstarfs skilar sér yfirleitt ekki fyrr en nokkrum árum eða áratugum eftir að lagt er í oft kostnaðarsamar aðgerðir. Stjórnmálamönnum og öðrum ráðamönnum í opinberum málum er því oft meira í mun að veita fé til verkefna, sem skila skammtíma árangri, og því getur verið auðveldara að fá fé til meðferðar á alvarlegum sjúkdómum, en til ráðstafana sem ætlað er að fyrirbyggja þá. Einnig verða einstaklingar að vakna til vitundar um það, að þeir bera sjálfir hvað mesta ábyrgð á heilsufari sínu, einfald- lega með því hvernig þeir lifa frá degi til dags. Það er þó ekkert einfalt mál að finna áhrifaríkar leiðir að þessu marki. Þar verða að fara saman stefna stjórnvalda og yfirvalda heilbrigðis- mála, átak hjá starfsfólki heilbrigðis- og uppeldisstétta — og hugarfarsbreyting hjá öllum almenningi. Læknavísindi á villigötum? Þótt villandi sé að leita orsaka alls sem miður fer í heilbrigð- iskerfinu í viðhorfum og valdi læknastéttarinnar, þá væri það líka ofureinföldun að halda því fram að allt sem þurfi sé ný stefna stjórnvalda og þá muni upphefjast blómaskeið heilsu- verndar og forvarna. Þvert á móti eru ýmsar ástæður til þess að telja, að töluverð tregða gegn slíkri stefnubreytingu sé eins og innbyggð í núverandi heilbrigðiskerfi. Þótt því sé haldið fram, að „hin nýja stefna“ sé einungis viðbót við þá heilbrigðisþjón- ustu sem fyrir er og alls ekki sé ætlunin að draga úr henni, þá ÞJÓÐLÍF 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.