Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 37

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 37
munir launafólks, kvennabarátta, byggðastefna án miðstýringar og friðarbarátta. Við lifum á miklum umbrotatímum í íslenskum stjórnmálum. Við sjáum að gamla flokkakerfið er að ganga sér til húðar en vitum ekki hvað tekur við. Þjóðfélagið er orðið miklu sund- urleitara; fjölbreytileiki í skoðunum og lífsmáta er meiri. Fjölmenn og lífvænleg stjórnmálahreyfing hlýtur að taka mið af þessum kringumstæð- um. Ef vel tekst til geta stjórnmála- samtök reyndar sótt styrk í innrí átök, — ef skoðanamunur og hagsmunaárekstrar innan þeirra endurspegla átök úti íþjóðfélaginu. í stefnumótun sinni verður slík hreyfing að samræma sjónarmið ým- issa þjóðfélagsafla. Þannig getur myndast lífrænt samband pólitískrar hreyfingar og samfélags. Auðvitað munu samtök af þessu tagi glíma við ýmis erfið úrlausnarefni, sem orðið gætu þeim að fótakefli strax í upp- hafi: hvernig á t.d. að tvinna saman fjölbreytileika í skoðunum annars vegar og mótun og framkvæmd mark- vissrar stefnu hins vegar? Mikið veltur á þeim sem til forystu veljast í Lýðræðishreyfingunni. Á okkar tímum, þegar vald stjórnmálaflokkanna hefur minnkað, ræðst nefnilega mikið af einstökum forystumönnum. Þegar flokksböndin trosna markast t.d. afstaða kjósenda í ríkara mæli af áliti þeirra á forystu- mönnum: ímynd flokksins ákvarðast af ímynd foringjanna. í Lýðræðishreyfingunni mun for- ystan fá enn eitt hlutverk að auki: að halda saman fjölmennum samtökum margs konar hópa og einstaklinga. Þetta verður erfitt hlutskipti, sem stjórnmálamenn af hefðbundinni vinstri gerð duga ekki til. Ástæðan er einföld. Þeir eru mótaðir innan lítilla flokka sem grundvallast fyrst og fremst á persónulegum tengslum for- ystumanna við flokksfólk. Verka- skipting milli forystu og almennra fé- laga er mjög skýr. Slíkir flokkar ala yfirleitt ekki af sér nútímastjórnmála- menn, sem eru tengiliðir milli manna og hópa, heldur ala þeir af sér ein- staklinga með ríka þörf fyrir að láta flokksmenn hylla sig með reglu- bundnu millibili. Hollusta við mál- stað flokksins er talin fela í sér tryggð við forystuna. Lýðræðishreyfingin þarf nútíma- stjórnmálamenn og - konur sem hafa til að bera nægilegan sálarstyrk til að leiða saman fólk og málefni, - í stað þess að gera fyrst og fremst kröfur til annarra um trúmennsku og und- irgefni við sig. Svanur Kristjánsson er dósent í stjórn- málafræði við Háskóla íslands. ÞJÓÐLlF 37 JiMjJjli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.