Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 63

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 63
„Ég hef áhuga á þessu fyrst og fremst vegna þess að ég er alinn upp á bókmenntaheimili,“ segir Jón Óttar en hann er sonur Ragnars heitins í Smára sem studdi ófáa listamenn á ótryggum vegi listagyðjunnar. Að- spurður hvort hann líti svo á að hann sé að halda áfram menningarstuðn- ingi föður síns svarar hann því til, að sér finnist afrakstur af afþreyingu eiga að renna til menningarstarfsemi og fyrir því vilji hann beita sér. „Þetta á að gerast á svipaðan hátt og revíurnar greiða niður tilraunastarf- semina í leikhúsunum,“ segir hann. Hann segir að áhugamál sitt sé ske'mmtileg menning. „Ef fólk vill fá Dallas á það að fá Dallas,“ segir hann. „Annað samrýmist einfaldlega ekki lýðræðis- og markaðssjónarmið- um. Dallas er jú ekkert annað en sá raunveruleiki sem blasir við í við- skiptalífinu víða um heim, þar sem samkeppnin er hörðust. En jafnframt held ég, að áhugi almennings á menn- ingarefni sé vanmetinn. Hingað hefur verið flutt afar mikið af svokölluðu menningarefni, aðallega frá Skandi- navíu. Efni sem kemur frá frænd- þjóðum okkar er í flestum tilvikum hreinlega leiðinlegt og myndi aldrei njóta sín sem söluvara utan þessa heimshluta. Þetta stafar af því að Skandinavar hafa almennt ekki lært á þennan miðil. Þeir eru smáir og fá- tækir og hafa ekki enn þróað með sér sjónvarpshefð. Auðvitað eru perlur inn á milli, en þær eru sorglega fáar. Þetta gildir einnig, því miður, um okkar eigin kvikmyndagerð.“ Jón Óttar segir, að íslenska sjón- varpsfélagið h.f. muni senda út á kvöldin, og einnig barnaefni, þ.á.m. á laugardags- og sunnudagsmorgn- um. Að hluta til verður sendingin trufluð þannig að notendur þurfa sér- stök tæki til að „rétta við“ truflunina, en að hluta til verður efninu hleypt til allra. Þar sem félagið hefur fengið svokallaða VHF-rás nær það þegar í upphafi til yfir 95 prósenta allra not- enda á Faxaflóasvæðinu. Jón Óttar segir að dagskráin muni aðallega byggja á tvennu: í fyrsta lagi spennandi skemmtiefni, sem hefur notið vinsælda annars staðar, og í öðru lagi skemmtilegu menningar- efni. „Það er mjög misjafnt hvernig listir skila sér í sjónvarpi,“ segir Jón Óttar. „Ég hef til dæmis aldrei skilið hvers vegna sjónvarp er notað fyrir sinfóníutónleika. Sjónvarpið er ein- faldlega ekki miðill fyrir slíkt efni. Hið sama má segja um margt annað, t.d. langa upplestra. Efni verður að vinna sérstaklega fyrir sjónvarp, þannig að það njóti sín í þessum rniðli." íslenska sjónvarpsfélagið h.f. mun leggja sérstaka áherslu á íslenskt efni „Ef fólk vill Dallas á það að fá Dallas.“ og þá bæði aðkeypt og unnið af fé- laginu. Draumurinn verður að vera með sem mest af íslensku efni, segir Jón Óttar. Fréttum mun verða sjón- Dr. Jón Óttar Ragnarsson: Kröfurnar um gott sjónvarpsefni eru alltaf að aukast. ÞJÓÐLÍF 63
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.