Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 74

Þjóðlíf - 01.07.1986, Blaðsíða 74
SÍÐASTA Eftir Jón Baldvin Hannibalsson Hvað getum við laert af sögu vinstri hreyfingarinnar á íslandi? Hvað getum við lært af mistökum sögunnar sem að gagni má koma í dag og á morgun? Hvarflar það í alvöru að nokkrum manni í Ijósi reynslunnar, að rétta leiðin út úr ógöngum okkar þjóðfélags nú sé að fjölga flokkum - að dreifa sífellt kröftunum frammi fyrir sameinuðu ofurvaldi fjármagns og fjölmiðlunar í Sjálfstæðis- flokknum? Að læra af sögunni Hvað getum við lært af sögunni? Meðal annars það að hugmyndir, sem standast ekki dóm reynslunnar, eru kredd- ur; þær eru ekki aðeins munaður sem við höfum ekki efni á heldur beinlínis skaðlegar - í ætt við fíkniefni. Þess vegna er það að við hljótum ævinlega að vera reiðu- búin að endurskoða gamlar kennisetningar, úreltar hug- myndir. Annars dagar hreyfinguna uppi og hún verður áhrifalaus. Það sem var róttækt í gær getur verið íhaldsemi dagsins í dag. Kommarnir þóttust vera róttækir í gær. Nú eru þeir á flótta frá fortíð sinni og málflutningur þeirra sveiflast milli rótleysis og rótarskapar á stundum. Hvað er orðið af ölllum kommúnistaflokkunum í V-Evrópu sem á sínum tíma brigsl- uðu jafnaðarmönnum um uppgjöf og svik? Þeir eru smám saman að þokast á fornminjasafn sögunnar, einangraðir, áhrifa- og fylgislausir. Vinstra megin við miðju Jafnaðarmannaflokkarnir sem hafa endurmetið hugmynd- ir sínar og reynslu, eru hins vegar víðast hvar að verða allsráðandi sem sameiningarforystuafl, vinstra megin við miðju stjórnmálanna. Þetta hefur gerst í Frakklandi; þetta Serðist á Spáni; þetta gerðist í Portúgal; þetta er að gerast á alíu - og þetta getur líka gerst á íslandi. Við getum margt lært af hinni lifandi hugmynda- fræðiumræðu jafnaðarmannaflokkanna í kringum okkur, af tillögum félaga okkar í Svíþjóð um launþegasjóði, eða hug- myndum flokksbræðra okkar í Frakklandi, á Spáni og í Þýska- landi um fyrirtækjarekstur í eign starfsfólksins; eða hug- myndum félaga okkar í Kanada um nýtt og einfalt skattakerfi. í V-Þýskalandi hafa jafnaðarmenn sett fram róttækar tillög- ur um orkuskatt sem hvetur mjög til orkusparnaðar. Um leið er þannig aflað fjár til fjárfestingar í nýjum iðngreinum - öflugum útflutningsgreinum til að vinna gegn mengun og umhverfisspillingu. Við getum margt lært af hugmyndum félaga okkar víða um lönd um að vinna bug á atvinnuleysi með styttri vinnutíma og sveigjanlegum, sem tekur líka sér- staklega mið af þörfum kvenna á vinnumarkaðnum. Ekkert af þessu breytir sígildum hugsjónum jafnaðar- manna um jöfnun tekjuskiptingar og pólitískt og efnahags- legt lýðræði. Þetta eru hins vegar dæmi um tilraunir til að útfæra nýjar hugmyndir, finna nýjar leiðir að sígildum mark- miðum. í endurnýjun lífdaganna . . . Vitur maður hefur sagt: Stjórnmálaflokkur þarf ekki að verða gamall þótt hann eldist í árum talið, m.a. vegna þess að hann getur gengið í endurnýjun lífdaganna. Þetta getur gerst með nýjum hugmyndum og nýju fólki. En það gerir enginn sem hættur er að hugsa. Það gerir enginn sem staðn- ar í kreddu. Til þess eru víti kommúnistaflokkanna að varast þau. Þess vegna skulum við vera ósmeyk við nýjar hugmyndir, við að gagnrýna hið liðna, læra af mistökum fortiðarinnar. Ef við ekki gerum það erum við ófær um að veita öðrum leiðsögn á óvissum tímum. í upphafi voru Alþýðuflokkurinn og Alþýðusambandið ein og sama hreyfingin. Á sama tíma og hægri öflin náðu að sameinast á íslandi, öfugt við það sem gerðist annars staðar á Norðurlöndum, urðu skammsýnir menn þess valdandi hér að eining Alþýðuflokksins og verkalýðshreyfingarinnar rofn- aði. Þetta hafði fyrirsjáanlegar illar afleiðingar. Öll var þessi klofningsiðja byggð á sögulegum misskilningi. Hver er þá þýðingarmesti lærdómurinn sem við getum dregið af þessari sögu? Hann er tvímælalaust sá, að ágreiningur í röðum vinstri manna um stundarfyrirbæri, eða um ólíkar leiðir að sam- eiginlegu marki, má aldrei verða til þess að þeir sem eiga sér sameiginlegar hugsjónir og sameiginleg markmið láti minni- háttar ágreiningsmál glepja sér sýn og veiki þannig styrk hreyfingarinnar með óvinafagnaði. Bandalag jafnaðarmanna er dæmi um slíkt stund- arfyrirbæri. Kvennalistinn mun heldur ekki festa rætur í ís- lenskri pólitík til frambúðar. Hugmyndir þessara hópa og áhersluatriði í málflutningi rúmast vel innan hugmyndafræði lýðræðisjafnaðarmanna. Lýðræðisjafnaðarmenn hafa ávallt og ævinlega verið baráttumenn fyrir kvenfrelsi. Hin alþjóð- lega hreyfing jafnaðarmanna leggur nú sívaxandi áherslu á aukna valddreifingu til smærri einingasamfélags í stað mið- stjórnarvalds og ríkisforsjár. Báðir þessir hópar eiga því sitt- hvað ólært af sögunni. Starfsemi beggja er óvinafagnaður - til þess fallinn að dreifa kröftum íhaldsandstæðinga og beinlínis færa Sjálfstæðisflokknum völdin. Lærum af mistökunum Á síðastliðnum vetri gerðist ýmislegt innan verkalýðshreyf- ingarinnar í aðdraganda og í kjölfar kjarasamninga sem stað- festir hugmyndalega samstöðu okkar og áhrifamikilla for- ystumanna verkalýðshreyfingarinnar, sem hingað til hafa ekki átt flokkslega samleið með okkur jafnaðarmönnum. Ég spurði áðan: ímyndið ykkur hvernig umhorfs væri í okkar þjóðfélagi ef Alþýðuflokkurinn hefði aldrei verið til. í framhaldi af því spyr ég: ímyndum okkur hvernig umhorfs væri í þessu þjóðfélagi ef við ættum nú jafnaðarmannaflokk sem hefði að baki sér styrk verkalýðshreyfingarinnar eins og forðum daga og eins og víðast hvar annars staðar í N- Evrópu. Hugleiðið vel svarið við þessari spurningu. Framtíð- in á mikið undir því komið að hver og einn móti svar sitt af reynslu og mistökum sögunnar. Sjálfur er ég ekki í vafa um mitt svar. Þá væri öðru vísi umhorfs í íslensku þjóðfélagi en nú er. Þá hefði hreyfing jafnaðarmanna nægan styrk til að taka forystuhlutverkið í íslenskum stjórnmálum af Sjálfstæðisflokknum. Þá yrðu næstu kosningar sigurhátíð þeirra sígildu hugmynda að sam- eina jafnaðarmenn til pólitískrar baráttu: Hinna sígildu hug- mynda um frelsi einstaklingsins, um jafnrétti allra manna til lífsins gæða og um það bræðralag vinnandi fólks, sem vísar okkur veginn til friðar og frelsis. Ágreiningur í röðum vinstri manna má aldrei verða til þess að þeir láti minniháttar ágreiningsmál glepja sér sýn. Jón Baldvin Hannihalssan er formaður Alþýðuflokksins. 74 ÞJÓÐLÍF
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Þjóðlíf

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðlíf
https://timarit.is/publication/1099

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.