Vísir - 24.12.1942, Síða 33

Vísir - 24.12.1942, Síða 33
 JÓLABLAÐ VlSIS 33 „Hornið“ í Ólafsfirði. „Eg held hann sé alveg að fara?“ „Og sei-sei nei! Við spraut- um í hann einhverju stivelsi, svo að hann hafi lyst á jóla- matnum. — En eg þarf að hlýja mér ofurlítið á höndun- um, áður en eg fer inn til hans“. Á meðan á þessu samtali stóð, smeygði Bjarni sér úr úlp- unni, sem hann var í og ýtti húsfreyju á undan sér inn i eldhúsið. Eg fór á eftir. Bjarni fór strax að klappa heitum katli, sem stóð á eldavélinni, en bað húsfreyju að gefa sér vatn í þvottaskál. Þvoði hann sér svo um hendur og fór inn til sjúklingsins. Eg tvisté þarna á eldhúsgólf- inu og vissi ekki hvað eg átti af mér að gera. Eg var algjör- lega aukapersóna í þessu sorg- arhúsi — konan var að gráta, vesalingurinn. Og þetta var að- fangadagur jóla! Bágt eiga sumir á jólunum! Þessi kona hélt að faðir sinn væri í andar- slitrunum Eg þekkti ekkert fólkið á þessum bæ, en vist hafði það heyrt mín getið fyrir það, að eg var að æra unga fólkið í Horriinu með söng-hégóma. „Viljið þér ekki heldur sitja frammi í stofu?“ spurði konan þegar hún tók eftir mér. Það er hlýtt þar líka og eg skal færa yður þangað heitt kaffi, — yður hefir sjálfsagt orðið kalt á leiðinni. Hann er svalur í dag!“ „Nei, — má eg ekki vera hérna hjá ykkur kvenfólkinu? — mér þykir alltaf svo gaman að vera hjá blessuðu kven- fólkinu!“ „Það er svo sem velkomið, En hér er hara svo óvistlegt, því að við erum í matarstússi“. „Allt í lagi, — bara að eg megi vera hérna lijá ykkur“. Eg þorði satt að segja ekki að sitja einn frammi í stofu. Það gat farið að rigna aftur! Á liinn hóginn var mér um og ó, að hafa mig mikið frammi, við kvenfólkið sem þarna var, — en það voru tvær föngulegar blómarósir auk húsfreyjunnar. Og eg var eiginlega ekki bein- línis tilkippilegur i framan um þessar mundir — og þótti það miður einmitt nú. Eg hafði nefnilega látið Bjarna draga úr mér nokkrar framtennur ný- lega, svo að eg var ekld aldeilis fríður til munnsins. En lié- gómlegur hefi eg alltaf verið. Það er leiðinlegur kvilli. Eg kom auga á stólklakk við annan endann á eldhúsborðinu úti í horni, þar sem skuggsýnt var. Það var tilvalinn staður handa mér og þar settist eg. Og önnur blómarósin bar mér þangað kaffi og heitar kleinur von bráðar. Bjarni kom fram í eldhúsið. Hann var fölur, en rólegur að vanda. En svo tók eg eftir því, þegar hann kom nær mér, að örlitlar svitaperlur voru að myndast báðumegin við nefið á honum. Eg liafði séð þetta áður og vissi hverju það sætti. H \Á H S H \Á H ki H l V H \Á% H B H 1B[ Barnabæknr H.f. Leiftnrs Alfinnur álfakóngup. Æfintýri með 120 myndum. Kr. 2.50 ib. Blómálfabókin. Falleg litmyndabók handa yngstu lesenduuum. Freysteinn Gunnarsson íslenzkaði textann. Kr. 6.00. Búri bragðarefur. Með 32 myndum eftir Walt Disney. Kr. 2.00. * Disin bjarta og blökkustúlkan. Æfintýri með myndum. Kr. 2.00. Dæmisögur Esóps. I. hefti, þýðing Stgr. Thorsteinssonar. Með 25 myndum. Kr. 8.00 ib. II. hefti, þýðing Freysteins Gunnarssonar. Með 65 myndrnn. Kr. 10.00 ib. Ford, drengurinn, sem varð bilakóngur. Freysteinn Gunnarsson þýddi. Kr. 3.75. Grimms æfintýri í 5 heftum. Theódór Árnason þýddi. Með fjölda mynda. Kr. 3.00 hvert hefti ib. Hans og Gréta. Æfintýri með litmyndum. Kr. 3.50 ib. H S H 1 H s i H S H i H B H Hrói böttur. _ Ný þýðing eftir Freystein Gunnars'son, Með myndum. Kr. * [10.00 ib. Kappflugid umhverfis jördina. | fSpennandi drengjasaga með myndum. Ib. 6.00, ób. 4.60. Kóngurinn 1 Gullá. Æfintýri eftir John Ruskin. Þýðing Einars H. Kvarans. Með myndum. Kr. 6,50 ib. Kötturinn, sem fór sinna eigin ferda. Æfintýri eftir Kipling. Með myndum. Kr. 2.50 ib. Leggur og skel. Æfintýri eftir Jónas Hallgrimsson. Með skreytingum eftir frú Barböru W. Árnason. Kr. 2.50. Litla drottningin. Sænsk barnasaga með myndum. Kr. 2,50 ib. Mjallhvít. I Æfintýri með mörgum myndum. Kr. 2.50. S Margt býr í sjónum. Frásagnir um íbúa hafsins eftir Árna Friðriksson. Með 3 myndum. Kr. 3.50 ib. v ^Mikki Mús og Mina lenda i æfintýrum Með 150 myndum, Nasreddin. Tyrkneskar kímnisögur. Þorst. Gislason islenzkaði. Með myndum. Kr. 6.50 ib. Rauðhetta. Æfintýri með mörgum myndum. Kr. 4.00. Tarzan sterki, eftir E. R. Burrough, með 384 myndum. Hersteinn Pálsson íslenzkaði. Afar spennandi. Tóta. Saga um litla stúlku. Hersteinn Pálsson þýddi. Kr. 10.00 ib. Trítill. Æfintýri með myndum. Kr. 2.00. Um sumarkvöld. Barnasögur eftir ólaf Jóh. Sigurðsson. Með myndum. Kr. 4.50 ib. Þyrnirós. Æfintýri með myndmn. Kr. 3.00. Öskubuska. Æfintýri með myndum. Kr. 3.00. \á H S H A H y H \Á H y H l H H H \Á y B H Á B H \Á Af eldri bókunum er litið óselt. Notið tækifærið og kaup- ið ódýru bækurnar meðan þær fásb H.F. LEIFTUR. Bátar að búast í róður úr „Horninu". 9

x

Vísir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísir
https://timarit.is/publication/54

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.