Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 16.02.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 16. FEBRUAR 1975 13 Talið er, að samdráttur hafi orðið i iarpegailutningum Loftleiða á flugleiðinni yfir N-Atlantshaf á sl. ári. bættu við flota sinn nýjum flug- vélum, juku ferðatíðni og tóku upp nýjar flugleiðir án veru- legs tillits til arósemi þessara ráðstafana, enda gátu flest flug- félaganna ótrauð gert slíkt i skjóli ríkisstyrks sem þau nutu. Við þetta bættist svo að ný flug- félög spruttu upp eftir því sem fleiri ríki öðluðust sjálfstæði og þessi nýju ríki litu á það sem þjóðernislegt metnaðarmál aó eignast eigið flugfélag. Smám saman hefur þróunin orðið sú, að ýmsar helztu flugleiðir veraldar hafa smám saman fyllzt af flugvélum, og sérstak- lega hefur þetta vandamál orð- ið áberandi á flugleiðinni yfir N-Atlantshaf. Þar var ástandið orðið slíkt árið 1973, að flug- félögin gátu aðeins nýtt um 57,1% þeirra 17 milljóna sæta sem yfir var að ráða á þeirri leið. Gripið var til þess að skera áætlunarferðir á þessari leið niður um 13% á sióasta ári en engu að siður náðu flugfélögin á N-Atlantshafsleiðinni þá ekki nema58,l% sætanýtingu. Að sögn Sveins Sæmundsson- ar, blaðafulltrúa, liggja ekki fyrir fullnaðartölur um far- þegaflutninga Flugleiða á N- Atlantshafsleiðinni á siðasta ári. Hins vegar, taldi hánn ljóst að samdráttur hefði orðið í far- þegaflutningunum á þessari leið og er það í fyrsta skipti frá því að Loftleiðir hófu áætlunar- ferðir til Bandaríkjanna. Sæta- nýting Loftleiða á N- Atlantshafsleiðinni hefur hins vegar ætíð verið mjög góð og mun hærri en meðaltalið hér að ofan, en engu að siður kvað Sveinn fyrirsjáanlegt, að hún hefði ekki orðið eins góð sl. sumar og verið hefur. 1 ljósi þess að sýnt var að þetta ástand myndi ekki breytast á næstunni ákváðu forráðamenn Flugleiða þess vegna að draga úr sæta- framboði Loftleiða á N- Atlantshafsleiðinni næsta sum- ar, þannig að þá verða einungis þrjár DC-8 þotur í ferðum á þessari leið í stað fjögurra. Þrátt fyrir að þetta þýði 25% niðurskurð í flugvélakosti á þessari flugleið, verður rýrnun- in í sætaframboði ekki eins mikil eða á bilinu 18.5—20%. Þessi ráðstöfun hafði þó í för með sér að segja varð upp 16 flugliðum og raunar hafa Flug- leiðir smám saman verið að draga úr mannafla til jafns vió samdráttinn í rekstri félagsins. Er þetta að öllu leyti hlið- stætt þeim aðgerðum sem flug- félög í Evrópu og Bandaríkjun- um hafa gripið til, en ástandið í farþegafluginu hefur neytt þau til niðurskurðar í öllum kostn- aði og dregið hefur verið úr ferðafjölda og þjónustu um borð í flugvélunum. Lufthansa hefur dregið saman seglin hvaf snertir áætlunarferðir utan hæ annatímans og Air France hef- ur sömuleiðis dregió úr ferða- tíðninni á sumum alþjóðlegum flugleiðum. Japan Air Lines hefur hætt við fyrirætlanir sín- ar um beint flug til Brasilíu og Astralíu og hefur einnig hætt við áform sín um að endurvekja hina gömlu áætlunarleið sína um New York-London, sem felld var nióur á árinu 1972 og var þá um tímabundna ráðstöf- un aó ræða. Þá hefur British Caledonian hætt öllum sínum ferðum yfir N-Atlantshaf og eins ferðum til Túnis, Gibraltar og Malaga. Ekki nóg meó það heldur hefur flugfélagið sagt upp 827 starfsmönnum eða um 15% alls mannafla fyrirtækis- ins. KLM setti einnig flug- mönnum sínum harða kostí ekki alls fyrir löngu: Annað- hvort tækju þeir allir á sig 33% launalækkun eða þeim yrði fækkað úr 750 i 500. 1 von um að bæta stöðu sina hafa þau 110 flugfélög, sem að alþjóðasamtökum flugfélag- anna — IATA — standa, hækk- að flugfargjöldin um 27% á ár- inu 1974 einu saman. Sveinn Sæmundsson hjá Flugleiðum taldi fargjaldahækkun íslenzku flugfélaganna á síðasta ári vera á svipuðu bili en hækkunin væri nokkuð mismunandi eftir því um hvaða fargjöld væri aó ræða. Fargjaldahækkunin hér væri að nokkru leyti til að halda i við eldsneytishækkan- irnar og hins vegar til að halda i við hina almennu verðbólgu innanlands og utan. Svo sem áður er getið hafa leiguflugfélögin höggvið veru- lega inn i farþegaflutninga áætlunarflugfélaganna á N- Atlantshafsleiðinni sérstak- lega. Undanfarið hefur einnig mátt lesa auglýsingar i erlend- um blöðum frá flugfélögum eins og Laker og ferðaskrifstof- um eins og AA-Travel, sem bjóóa ferðir til Bandaríkjanna og Kanada frá Bretlandi á kostakjörum. Morgunblaðið spurði Svein hvort slík undir- boð hefðu ekki haft áhrif á flug Loftleiða yfir N-Atlantshaf. Kvað hann svo vera, áhrif leiguflugsins væru veruleg, og það skapaði samkeppni sem þrýsti fargjöldunum verulega niður auk þess sem það leiddi til samdráttar í ferðatíðni og sætanýtingu áætlunarflugfé- laganna. Vegna þessarar sam- keppni hafa áætlunarflugfélög- in gripið til gagnráðstafana í formi svokallaðra APEX- fargjalda. Þau eru u.þ.b. helm- ingi lægri en venjuleg fargjöld en þá þarf að kaupa farseðlana minnst 60 dögum fyrir brottför og eru þessi fargjöld að veru- legu leyti óafturkræf hætti kaupandi þeirra við að fara á síðustu stundu. Samkvæmt fregnum erlendis frá er ljóst að telja má þau flugfélög á fingrum annarrar handar, sem tókst að skila hagnaði á sl. ári. Svissair var eitt þeirra og fór meira að segja fram úr þeim 13 milljón dollara hagnaði, sem félagið skilaði á árinu 1973 en til að ná því marki varð félagið aftur á móti að draga verulega saman seglin á N-Atlantshafsflugleiðinni, sem félagið hafði tapað á ári á undan. Miklar sparnaðarráð- stafanir hafa einnig hjálpað SAS yfir hjallann á siðasta ári, en fregnir berast af því að fé- lagið hyggist nú enn herða sult- arólina til að tryggja hallalaus- an rekstur á þessu ári. Bílaverkstæoi Nu er rétti tíminn til að láta yfirfara og stilla GM-bifreiðina i hinni nýju og glæsilegu þjón- ustumiðstöð okkar að Höfðabakka 9. Pantið tíma hjá verkstjóra í síma 85539 SAMBANDIÐ VELADEILD ÞJONUSTUMIÐSTOÐ HOFÐABAKKA 9. Simar: Verkst.: 85539 Verzh 84245-84710 HINIR ÞEKKTU SHANNON CASTLE ENTERTAINERS SKEMMTA Á iRLANDSKVÖLDI AÐ HÖTEL LOFTLEIÐUM SUNNUDAGINN 23. FEBRUAR. VÍKINGASALURINN OPNAR KL. 19.00. Ferðakynning kl. 20.30 a. írlandsferðir kynntar. b. Kvikmyndasýning. c. Hinir þekktu listamenn SHANNON CASTLE ENTERTATNERS, sem koma FERDASKRIFSTOFAN URVAL Eimskipafélagshúsinu simi 26900 sérstaklega .til íslands til að skemmta á þessu írlandskvöldi. Dansað, sungið og fleira. AÐEINS ÞETTA EINA KVÖLD. Pantið borð tímanlega í síma 22322. Irlandskvöld í _ mmm m m VERÐUR EKKI ENDURTEKIÐ! 4 Auglysingadeíldin

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.