Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 1
80 SIÐUR
267. tbl. 64. árg. SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Rússar skjóta
öðru geimfari
Moskvu. 10. desemher. Reuler. AP.
starf og að þeir hefðu búið sig
undir ferðina i mörg ár.
Romanenko ofursti er frá Oren-
burg-svæðinu í Suður-
Úralfjöllum og var einn vara-
manna Rússa i sameiginlegri
geÍRiferð Rússa og Bandaríkja-
manna 1975. Hann er 33 ára.
Grechko félagi hans tók þátt í
ferð Soyusar-17 1975.
RUSSAR skutu á loft mönnuðu geimfari í dag og ætla
greinilega að reyna tengingu við geimstöðina Sal.vut 6
sem öðru mönnuðu geimfari mistókst fyrir tveimur
mánuðum.
Nýja geimfarinu, Soyuz-26, var skotið frá geimstöðinni
í Baikonur í Mið-Asíu kl. 6.19 að staðartíma. Yfirmaður
geimfarsins er Yuri Romanenko ofursti. Með honum er
verkfræóingurinn Georgi Grechko.
Salyut-stöðinni, sem gert er ráð
fyrir að geimfararnir reyni að
tengja Soyuz við, var skotið í lok
september og komið á braut sem
er heppileg til tengingar 29. nó-
vember.
1 október mistókst tveimur öðr-
um geimförum að tengja geimfar
sitt, Soyuz-25, við Salyut-stöðina
og þeir sneru aftur til jarðar að
aðeins tveimur sólarhringum
liðnum. Talið er að Romanenko
og Grechko hafi verið varamenn í
þeirri ferð.
Tass segir að í áætlunum um
ferð Soyuzar-26 sé gert ráð fyrir
„sameiginlegum tilraunum"
geimfarsins bg Salyut-6, en frá
þessu er ekki greint í einstökum
atriðum. Fréttastofan sagði að
tæki geimfarsins störfuðu eðli-
lega og geimförunum liði vel,
Tæpum átta tímum eftir geim-
skotið áttu þeir að hvila sig í níu
tíma.
Talsmaðúr sovézku geimvís-
indaáætlunarinnar, Vladimir
Shatalov, sagði í útvarpsviltali
eftir geimskotið að geimfararnir
ættu fyrir höndum mikið og erfitt
Jfl#r0unbla!>ib
Blaðauki um Breiðholtshverfi
fylgir Morgunblaðinu í dag.
Sjá bls. 23—26.
Eanes ræð-
ir við leið-
toga stjóm-
málaflokka
Lissabonn, 10 des Reuter
EANES forseti Portúgals kallaði I
dag á sinn fund leiðtoga stjórnmála-
flokkanna i landinu i þvi skyni að
flýta skipan eftirmanns Marios Soar-
esar i forsætisráðherraembættið.
Kom þessi fundarboðun á óvart. þvi
að i gærkvöldi var tilkynnt að forset-
inn ætlaði að biða átekta þar til
tillögur flokksleiðtoga um lausn
stjórnarkreppunnar lægju fyrir, og
hefja siðan við þá viðræður.
Er talið að verulegar likur séu á því
að Eanes verði búinn að skipa nýjan
forsætisráðherra áður en hann fer i
fjögurra daga heimsókn til Vestur-
Þýzkalands á mánudaginn.
Anwar Sadat og Cyrus Vance fyrir utan sveitasetur forsetans í nágrenni Kafró I gær. I miðju er
Múhammeð Abdel Ghany Gamasy hershöfðingi og hermálaráðherra Egyptalands. ( VPsimaimnd).
Friðartilraunir
á viðkvæmu stigi
Kafró. 10. iles. Reuter AI*.
ANWAR Sadat forseti gerði í dag
Cyrus Vance utanríkisráðherra
grein fyrir friðarstefnu sinni og
skoðunum sfnum á því hvað hann
teldi að yrði að gera til að finna
endanlega lausn á deilum Araba
og tsraelsmanna.
Vance gerði Sadat grein fyrir
því hvaða hlutverki hann teldi að
Bandarfkjamcnn ættu að gegna á
fundi þeim sem Sadat hefur boð-
að til f Kaíró í næstu viku til
undirbúnings Genfarráðstefnu og
hvað hann teldi að Bandaríkja-
menn gætu gert til að stuðla að
víðtæku samkomuiagi, einkum til
að ábyrgjast öryggi tsraels.
Eftir fundinn sagði Vance að
Bandaríkjastjórn-mundi gera allt
sem i hennar vaidi stæði til aö
stuðla að því að Kaíröfundurinn
leiddi til víðtæks samkomulags
Araba og Israelsmanna. Hann
varaði við því að mikið starf væri
óunnið áður en Genfarráðstefna
gæti hafizt. Vance var í kvöld
væntanlegur til Israels þar sem
liann greinir frá fundinum með
Sadat.
Sadat kvaðst hafa samþykkt að
halda þeim möguleika opnum að
fleiri aðilar tækju þátt i Kaíróvið-
ræðunum ef þeir óskuðu. Hann
itrekaði að hann ætlaði að ekki að
semja sérfrið við ísraelsmenn.
Hann gaf í skyn að Hussein
Jördaníukonungur kynni að koma
til fundarins i Kairó.
Blaðið Á1 Ahram sagði í dag að
friðartilraunir Sadats væru að
komast á hættulegt stig. Hermála-
ráðherrann, Múhammeð Abdel
Ghani Gamassi, iagði áherzlu á
Framhald á bls. 47.
Malcolm Fraser
Ástralía:
Fraser sigr-
aði í kosningimum
Canberra, 10. des Reuter.
LJÓST er nú að stjórn Malcolms
Frasers I Ástralfu hélt velli I
kosningunum. sem þar fóru fram I
gær, um leið og þær hafa or8i8
Gough Whitlam fyrrverandi forsætis-
ráðherra og Verkamannaflokknum
mikiS áfall. Á grundvelli þeirra kosn-
ingaúrslita, sem nú liggja fyrir. má
ætla. a8 55 sæta meirihluti stjórnar-
innar i neðri deild þingsins skerðist:
nokkuð, en fari þó vart niður fyrir 30
þingsæti.
Þessi kosningaúrslit eru ekki sizt
persónulegur sigur fyrir Fraser for-
sætisráðherra, en hann hefur undan-
farið sætt gagnrýni ýmissa samherja
sinna fyrir að bóða til kosninga nú. ári
áður en þær áttu með réttu að fara
fram. Fraser var ákaft hyiltur þegar
úrslitin lágu fyrir Whitlam var ófáan-
legur til að tjá sig um þessi úrslit, en
núverandi formaður flokksins. Robert
Hawke, lýsti því yfir að Verkamanna-
flokkurinn hefði beðið afhroð
Einkum hafði Verkamannaflokkurinn
gert sér vonir um að vinna á i Viktoríu
og Suður-Wales, en enda þótt enn sé
engan veginn Ijóst hvernig þingsæti
skiptast, er þó vist að stjórnarflokkarnir
hafa farið með sigur af hólmi i þessum
kjördæmum Þegar siðast fréttist benti
margt til þess að Tony Whitlam, sonur
forsætisráðherrans fyrrverandi, sem
setið hefur á þingi fyrir Sidney. mundi
missa þingsæti sitt
Dekur borgar-
stjórans endaði
með handtöku
NewYork, 10 desember AP
BORGARYFIRVÖLD í New York
eru búin að veffja saman rauða
dreglinum, sem driffinn var fram i
byrjun vikunnar til að bliðka sár-
reiðan Vermont-búa, Jerry Jen-
kins, sem kominn var til borgar-
innar til að verja þar hveitbrauðs
dögunum. Hann kallaði á blaða-
menn á mánudaginn var og sagði
sinar ffarir ekki sléttar: „Sko. það
er búið að gjöreyðileggja bílinn
minn, konan min ffékk byssuskafft
framan i sig og ég þoli ekki þessa
borg. Ég kem hingað aldrei ffram-
ar, svo mikið er vist."
Abraham Beame borgarstjóra run-
nu svo til rifja þessar raunir að hann
gerði sérstakar ráðstafanir. þvi að
ekki var þetta þokkalegt afspurnar
eða til að bæta orðstír borgarinnar
Hilton-hótelið bauð Jenkins til dval-
ar og gerði vel við gestina í mat og
drykk, dagblað eitt í borginni bauð
þeim að kynna sér hið helzta i leik-
húslandinu á Broadway, og Beame
lét þeim í té viðhafnarbifreið sina
Meðal annars var þeim ekið i þeim
farkosti í Radio City Hall þar sem var
afhentur að gjöf silfurbakki einn
veglegur með skjaldarmerki borgar-
innar
Þannig var parinu hossað i nokkra
daga, en Adam var ekki lengi í
Paradís I gær var Jenkins handtek
inn, sakaður um að hafa haft i
frammi stórfellt ávisanafals i heima-
byggð sinni Eftir því sem næst
verður komizt hefur hann á skömm-
um tima komizt yfir fé, sem nemur
um hálfri milljón isl króna með
þessum hætti, og er þó ekki talið að
öll kurl séu komin til grafar Til að
bíta höfuðið af skömminni hefur
lögreglunni ekki tekizt, þrátt fyrir
umfangsmikla leit, að finna stafkrók
um það i opinberum bókum, að
Jenkins-parið hafi látið pússa sig
saman Þegar Jerry Jenkins var
leiddur út i lögreglubilinn i hand-
járnum i gær tilkynnti vörður lag-
anna: „Hveitibrauðsdagarnir eru á
enda '