Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 2
2
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
Fullkomnasta fiski-
skipi íslendinga
hleypt af stokkunum
hjá Slippstöðinni
Akure.vri, 10. des.
NÝR skuttogari hljóp af stokkun-
um í Slippstöóinni á Akureyri í
morgun. Gunnar Ragnars, for-
stjóri Slippstöóvarinnar hf., lét
þess getió í stuttri ræðu, er hann
flutti við þetta tækifæri, að þessi
togari væri sennilega fullkomn-
asta fiskiskip, sem islendingar
ættu nú. Hann er systurskip Guð-
mundar Jónssonar GK en þö hafa
nokkrar breytingar verið gerðar á
teikningunum frá því Guðmund-
ur var smíðaður og ýmsar endur-
bætur á tækjabúnaði.
Eigandi skipsins er Útgerðarfé-
lag Vesturlands hf. en stærstu
hluthafarnir í því eru Þórður Ósk-
arsson og fleiri á Akranesi og auk
þeirra nokkrir Borgnesingar.
Halldóra Þórðardóttir gaf tog-
aranum nafnið Óskar Magnússon
AK 177.
Skipið er hér um bil 490 brúttó-
tonn. Mesta lengd þess er 50 metr-
ar og mesta breidd þess 9,5 metr-
ar. Það hefur 1740 hestafla aðal-
vél af gerðinni Alfa. íbúðir eru
fyrir 16 menn, skipstjóraíbúð, 5
tveggja manna klefar og 5 eins
manns klefar. Það er búið sima-
kerfi, hátalarakerfi, sjónvarpi í
matsal, mjög fullkomnu brunavið-
vörunarkerfi og froðuslökkvi-
tækjum. Veiðitæki og hjálparbún-
aður alls konar svo og öryggis- og
siglingartæki eru fleiri og marg-
brotnari en upp verði talið. Áætl-
að er að afhenda togarann eigend-
um sínum snemma á næsta ári.
— Sv.P.
Jón ásamt konu sinni Ingu Rut Olsen. Ljósm. tnfar Agúsisson.
Jón Hermannsson sýnir á ísafirdi:
Hefur selt
Ísafirði, 10. des.
A MORGUN, sunnudag, lýkur
málverkasýningu Jóns Her-
mannssonar í kjallara Alþýðu-
hússins. Sýningunni hefur verið
forkunnarvel takið, og í gær-
kvöldi höfðu yfir 600 manns séð
sýninguna. Þá höfðu selst 32 af
þeim 43 málverkum, sem til sölu
eru.
Jón Hermannsson sagði í viðtali
í dag aó hann væri í sjöunda
himni með móttökurnar og þær
hefðu orðið honum mikil hvatn-
32 myndir
ing til að halda áfram á þessari
braut.
Jón er fæddur í Reykjavík 1930.
Hann hafði ungur mikinn áhuga á
myndlist og í Austurbæjarskólan-
um eru til tvær teikningar eftir
hann frá barnaskólaárunum, sem
Valgerður Briem, teiknikennari
hans, fékk fyrir myndasafn skól-
ans. Hann var einn vetur um 1950
i Handiða- og myndlistarskólan-
um á kvöldnámskeiði hjá kennur-
Framhald á bls. 47.
„Legg út í þetta med
bros á vör þótt aleig-
an fari í ævintýrið”
Sveinn Bjömsson ætlar að sýna 120 málverk í Danmörku næsta vor
— ÞAÐ þýðir ekkert annað en
leggja út í þetta ævintýri með
bros á vör þótt maður leggi f
þetta aleiguna, sagði Sveinn
Björnsson listmálari og lög-
reglufijgingi í Hafnarfirði í
spjalli við Mbl. í gær, en í aprfl
næstkomandi leggur hann af
stað til Danmerkur með mesta
fjölda mynda, sem nokkur ís-
lenzkur listmálari hefur farið
með utan til sýningar.
Sveinn mun sýna 120 myndir
í fjórum sölum hins virta og
þekkta sýningarstaður Den
Frie Udstilling við Osloplads í
Kaupmannahöfn dagana 3. —
17. maí. Sumar myndirnar eru
risastórar, þær stærstu 2x4
metrar.
— Fyrirtækið kostar mig
þrjár milljónir króna þar af
kostar gámur með myndirnar
fram og til baka 1,2 milljónir
sagði Sveinn í spjallinu. Ég hef
sött um styrki til menntamála-
ráðs og Hafnarfjarðarbæjar.
Menntamálaráð spurði mig
hvort ég myndi hætta við allt
saman ef ég fengi engan styrk
og þegar ég svaraði neitandi
létu þeir mig hafa hundrað þús-
und krónur. Ég er ekki búinn
að fá svar frá Hafnarfjarðarbæ,
en mér hefur skilist að þeir ætli
kannski að kaupa af mér mynd,
sagði Sveinn.
Myndir Sveins eru frá 10 ára
tímabili, olíu- og pastel- og
vatnslitamyndjr. Sveinn er alls
ekki óvanur að sýna í Dan-
mörku, því þetta verður níunda
sýning hans þar. Oftast hefur
hann sýnt í Carlottenborg eða
fjórum sinnum.
Sveinn fer sjálfur utan með
skipinú til Danmerkur til þess
að passa myndirnar og með-
ferðis hefur hann einnig lit-
prentáða sýningarskrá, sem
hann ætlar að láta prenta.
Húsavíkurflug F.í. 20 ára
Húsavfk, 10. des.
A MANUDAG 12. desember eru
liðin 20 ár frá því að fyrsta flug-
vélin frá Flugfélagi tslands lenti
á Húsavíkurflugvelli og urðu við
það stórkostleg umskipti í sam-
göngumálum héraðsins. Flug-
félag tslands hefur þjónað þess-
um hluta samgöngumálanna með
mikiili prýði og oft þrautseigju
við erfiðar aðstæður, þegar veður-
guðirnir hafa tekið I taumana.
Flugbrautin var fyrst 1.000
metra löng, en Flugmálastjórnin
hefur ávallt reynt að bæta aðstöð-
una eftir því sem fjármagn hefur
verið fyrir hendi og stundum gert
meira. Nú er flugbrautin um
1.600 metrar og völlurinn með að-
flugsvitum og lýsingu, en fram-
tíðaróskirnar eru að fá hann
malbikaðan og unga fólkið biður
um bætta aðstöðu í flugskýli, en
ég bið fyrst um allt annáð, sem
gerir völlin og flugskilyrðin betri.
Fyrsta flugvélin var Glófaxi,
DC-3 og áhöfnin var Snorri
Snorrason flugstjóri, Haukur
Hlíðberg aðstoðarflugmaður og
Ölöf Sigurðardóttir flugfreyja.
Heiðursfarþegar í fyrstu ferðinni
Framhald á bls. 47.
Halldór Laxness:
Ávarp
á fundi Amnesty International
10. desember 1977
Þó ég sé aðeins í meðal-
lagi fróður um Amnesty
International veit ég það
mikið um þær hugmyndir
sem liggja til grundvallar
þessum alþjóðasamtökum,
að þegar ég var beðinn um
að ávarpa þessa háttvirtu
samkomu, þáði ég boðið
með sérstöku þakklæti.
Við búum í heimi þar
sem miðstýríng ýmsra
ríkja er svo sterk, að hún
fær því ráóið að bæði frjáls
öflun upplýsínga og opin-
ská stjórnmálaumræða
hefur ýmist verið mjög að-
þreingd eða lýst glæpsam-
leg, og þeir sem andæfa
kenníngunni sem ríkis-
valdið ris á, eru flokkaðir
undir þjóðníðínga og látnir
sæta harðræðum annað-
hvort samkvæmt lagabók-
staf eða eftir geðþótta lög-
reglunnar. Sum ríkisform
sem risið hafa á okkar dög-
um, og við höfum lifað
þeim samtímis, hafa oft
verið þannig sköpuð að
algeingur réttur manna til
að tjá hugsanir sínar var
úr gildi numinn, og þarmeð
hlutverk mannsins og til-
vera sem skynigæddrar
mælandi veru. Hjá ríkjum
sem leingst gánga í þessu
athæfi virðast sígild
stefnumörk réttarríkja
vera horfin úr augsýn;
„hægri“ og „vinstri“ í
stjórnmálum hættir að
hafa merkíngu, mörkin
þarna á milli þurkast nokk-
urnegin út. Uppi veður als-
herjar ruddaskapur
hugsunarháttarins, og
„yfirstöplun guðs laga“
einsog sagt var í fornbók-
um, nema sýnu meiri en
sögur hermi að siðaðar
þjóðir hafi hratað í áður.
Það er mál ýmsra þeirra
sem best hafa rannsakað
veraldarsöguna að þessi
óheillaför hafi byrjað að
upphafi fyrra heimsstríðs
og haldið áfram með litlum
svikahlerum við og við all-
ar götur síðan. Svo er þó
Halldór Laxness