Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 38

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 t Eiginkona mín, móöir. fósturmóðir og tengdamóðir JÓNÍNA BJÖRNSDÓTTIR, GlaSheimum 18, andaðist í Borgarspitalanum 9 þ m Benjamín K ristjánsson. Björn Ingvarsson, Margrét Þorsteinsdóttir, Þóra Björk Kristinsdóttir, Jösef H. Þorgeirsson t Móðir okkar, tengdamóðir og amma, GUORÍÐUR KRISTJÁNSDÓTTIR, frí Flatey á Skjálfanda. andaðist á Hrafnistu 2 desember Utförin hefur farið fram Þökkum auðsýnda samúð. einnig eru Hrafnistu færðar þakkir fyrir umönnun hinnar látnu. Börn. tengdabörn og barnaborn + Faðir okkar. JÖRGEN ENOK HELGASON. rafvirkjameistari frá Hafnarfirði, verður jarðaður frá Akraneskirkju, miðvikudaginn 14 desember 1 977. kl 1330 Börnin. t Minningarathöfn um móður okkar, tengdamóður og ömmu HALLGRÍMU ÁRNADÓTTUR verður i Fossvogskirkju þriðjudaginn 13 des kl 3 e h Jarðsungið verður frá AkUreyrarkirkju föstudaginn 16 des. kl 1 3 30 Jón V. Tryggvason. Guðmunda Sigurðardóttir, Jóhanna S. Tryggvadóttir. Pálmi Pálmason N jörður T ryggvason. Kristrún Jónsdóttir Hraf nhildur T ryggvadóttir, og barnabörn. t Útfór bróður okkar og mágs GUÐMUNDAR GUÐMUNDSSONAR, Bólstaðarhlíð 8, fer fram frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 1 3. desember kl 10 30. Ásgeir Guðmundsson, Borghildur H jartardóttir. Guðrún Guðmundsdóttir, Guðmundur Vernharðsson, Margrét Aðalsteinsdóttir, Sigurborg Sigurbjörnsdóttir, Sigríður Aðalsteinsdóttir, Þorsteinn Bjarnason, Jóhanna Aðalsteinsdóttir, Jón Magnússon. t Móðir mín og tengdamóðir MARGRÉT JÓNSDÓTTIR frá Akri. Stigahlíð 44, verður jarðsungin frá Fossvogskirkju, mánudaginn 12 desember kl 15 00 Nína V. Magnúsdóttir Tómas Bergsson. t Móðir okkar. tengdamóðir og amma, GUÐRUN ÖGMUNDSDÓTTIR. verður jarðsungin frá Dómkirkjunni mánudaginn 12 desember kl 10 30 Blóm eru vinsamlegast afþökkuð, en þeim, sem vildu minnast hennar, er bent á Liknarsjóð Dómkirkjunnar Guðbjörg Friðriksdóttir. M ichael Whalen, Halldóra Friðriksdóttir, Hans Petter Poulsen, Jón Friðriksson, Edda Hjaltested. Ögmundur Friðriksson, Linda Michelsen og barnabörn. t Móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma. SIGURBORG GÍSLADÓTTIR, Óðinsgötu 1 7, A, rður jarðsungin frá Fossvogskirkju mánudaginn 12 desember kl ) 30 Börn. tengdabörn. barnabörn og barnabarnabörn. Guðrún Ögmundsdótt- ir — Minningarorð F. 6. nóvember 1909 D. 6. desember 1977 Frú Guðrún Ögmundsdóttir lézt 6. desember s.l. af völdum umferðarslyss sem hún hafði lent í 25. nóvember s.l. 1 slíkum tilvik- um er ætíð erfitt fyrir ættingja og vini að sætta sig við þær stað- reyndir að nákomnir á bezta aldri og heilsuhraustir eigi ekki aftur- kvæmt í önn daglegs lífs. Frú Guðrún var fædd í Hafnar- firði 6. nóvember 1909, dóttir Ög- mundar Sigurðssonar skólastjóra við Flensborgarskólann og síðari konu hans, Guðbjargar Kristjáns- dóttur. Hún var næstyngst sinna alsystkina. Elztur er Benedikt fv. skipstjóri á Bv. Júlí og Bv. Mai í Hafnarfirði, næstur var Þorvald- ur stúdent, hann lézt 1933, en Jónas var yngstur þeirra systkina. Hann drukknaði 1946. Fyrri kona Ögmundar var Guðrún Sveinsdóttir ritstj. og al- þingismanns Skúlasonar. Þeirra börn voru Ingibjörg fv. símstjóri í Hafnarfirði. Hún lézt í september s.l., og séra Sveinn fv. prófastur í Kálfholti, seíðar Kirkjuhvols- prestakalli í Þykkvabæ. Móðir Guðrúnar var eins og áð- ur getur Guðbjörg Kristjánsdóttir (1873—1968) bónda á Snærings- stöðum í Svínadal, A-Hún. Eftir lát föður síns ólst hún upp hjá föðurbróður sínum, sr. Benedikt Kristjánssyni á Grenjaðarstað. En ástæða þess að hér er að litlu rakin móðurætt Guðrúnar er sú að ættrækni og vinátta hefir alla tíð verið mikil milli hinna fjöl- mörgu afkomenda þeirra bræðra Kristjáns á Snæringsstöóum og Benedikts á Grenjaðarstað. Þegar frú Guðrúnar er minnst þá rifjast fjölmargt upp af göml- um og nýjum kynnum af henni, Friðriki og börnum þeirra. Á heimili þeirra í Garðastræti 11 ríki alltaf reisn, höfðingsskapur og glaðværð. Frú Guðrún giftist. 12. desem- ber 1936 Friðrik A. Jónssyni t Innilegar þakkir sendum við öllum ættingjum og vinum fyrir auðsýnda vináttu og samúð við andlát og jarðarför eiginmanns mins, föður okkar og tengdaföður JÓNS L. ÞÓRÐARSONAR forstjóra frá Laugabóli. Sérstakar þakkir færum við læknum og hjúkrunarfólki 4 deildar Vifilsstaðaspitala, starfsmönnum Sildarútvegsnefndar svo og stúku- bræðrum i Oddfellowstúkunni Þórsteini nr 5 Guð blessi ykkuröll Brynhildur Pétursdóttir Halla V. Jónsdóttir Cramer Jóseph J. Cramer Hanna Brynhildur Jónsdóttir Sigurflur Haraldsson t Þökkum innilega samúð og vinarhug við andlát og útför SIGRÍÐAR J. MAGNÚSSON Magnús Sigurðsson Margrét Sigurðardóttir Einar Guðjónsson Jóhanna Sigurðardóttir Anna Soffia Steindórsdóttir systur, barnabörn og barnabarnabörn Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför móður okkar JÓNÍNU DÚADÓTTUR, Goðabyggð 7, Akureyri. Aldis Björnsdóttir, Bryndis Hope, Búi Björnsson. t Þökkum auðsýnda samúð og vináttu við andlát og jarðarför konu minnar SVEINSÍNU PÁLÍNU BERGSVEINSDÓTTUR, Laugarnesvegi 94. Þorkell Guðjónsson, börn og móðir hinnar látnu. Lokað vegna jarðarfarar FRÚ GUÐRÚNAR ÖGMUNDSDÓTTUR mánudaginn 12. desember Friðrik A. Jónsson h.f. Bræðraborgarstíg 1, R. Lokað vegna jarðarfarar FRÚ GUÐRÚNAR ÖGMUNDSDÓTTUR mánudaginn 12 desember. VersL Gellir h-f. Bræðraborgarstíg 1, R. kaupmanni. Þau hófu búskap sinn í Garðastræti 11 en fluttu til Hafnarfjarðar 1939 og bjuggu með Guðbjörgu móður hennar í Gerðinu næstu 10 árin eða til 1949 er þau fluttu öll í Garðastræti 16. Mér er minnisstætt, er Rúna rifj- aði upp ýmsa þætti liðins tíma fáum dögum fyrir hinn örlagaríka dag, að hún sagði frá þvi er Frið- rik bjó hana undir búsetuna í Hafnarfirði með þeim orðum að hún mætti hafa það hugfast ef sundrungar kynni að gæta í sam- býlinu þá myndi hann fyrirfram taka málstað móður hennar vegna þess að hún væri orðin ekkja en þau sjálf hefðu allt lífið fyrir sér. Hún mundi ekki til þess að á þetta hefði reynt þau 10 ár í Hafnar- firði né þau ár sem frú Guðbjörg bjó hjá þeim í Garðastræti. Sambúð þeirra Rúnu og Frið- riks var fágæt og til fyrirmyndar og lýsa tilvitnuð orð Rúnu um Friðrik hver blær hefir verið á þeirra búskap. Friðrik lézt fyrir 3 árum. Þau byggðu upp fyrirtæki þaó sem nú er rekið sem hluta- félagið Friðrik H. Jönsson og er meóal útgerðarmanna þekkt fyrir brautryðjendastarf um tækjabún- að við fiskleit og fiskveiðitækni. Börn þeirra Rúnu og Friðriks eru Guðbjörg, búsett í New York, gift Michael Whalen, lögregluftr. við Strandgæzluna í New York, Halldóra, búset í Connecticut, gift norskum manni, Hans Petten Poulsen, skipamlðlara, Jón, lækn- ir, kvæntur Eddu Hjaltested,. og Ögmundur, framkv. stj. fyrir Friðrik A. Jónsson hf.f., kvæntur Lindu Michelsen. Á kveðjustund er mér efst í huga þakklæti fyrir órjúfandi vináttubönd frá upphafi. Glað- værð hennar og hispursleysi var viðbrugðið. Gestrisni hennar og viðmót allt gerði hverja samveru- stund minnisstæða. Fjölskylda mín og ég þökkum frú Guðrúnu Ögmundsdóttur samfylgdina og bíessum minningu hennar. Við sendum börnum hennar, barna- börnum og öðrum ættingjum og vinum innilegar samúðarkveðjur. Sigfinnur Sigurðsson. Með frú Guðrúnu Ögmunds- dóttur er fallin frá stórmerk kona, sem um margt átti sér fáar líkar. Hún átti foreldra, sem á sinni tíö skipuðu sess meðal leiðtoga þjóðarinnar á sviði menningar og skólamála. Á þeirri tíð var fjarri þvi, að íslenzk þorp væru velmeg- unarstaðir. Svo var og um Hafnar- fjörð. Margir voru þar þá, sem áttu erfitt og ekki sízt þegar veik- indi bættust við atvinnuley?! og fátækt. Þessa erfiðie.ika létu þau merku hjón sér ekki óviökomandi. Auð- vitaö var það ekki „skylda" þeirra, en þau fundu það köllun sina að liðsinna þessu fólki. Þetta var Guðrúnu heitinni líka inngró- ið allt frá bernsku. Sjálf var Guðrún jafnan sólar- megin í lífinu. Hún hlaut góða menntun, ágætt gjaforð og bjó viö mikla hagsæld, en hún gleymdi ekki þeim sem bjuggu við annað hlutskipti. Vil ég rjefna hér tvö dæmi um frábæra höfðingslund hennar. Hió fyrra er hvernig hún reynd- ist móður sinni í elii hennar. Hún var upprunnin norður í Vatnsdal og meðan hún var enn í fööur- garði var hún orðin víðkunn fyrir glæsileik og atgervi. Siðar stóð hún við hlið manns síns í anna- samri og áberandi stöðu, þar sem

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.