Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Getum útvegað hinar heimsþekktu, ATLAS belta- og hjólagröfur, af ýmsum gerðum og stærðum. Allar nánari upplýsingar fúslega veittar. fitulítil VJLTTi l^tr^pylsa sem er framleidd úr | kálfakjöti, mögru nauta- og svínakjöti. Tilvalin pylsa í megrunarfæði, þar sem fituinnihald er innan \ við 6% (Aðeins 114 hitaeiningar í 100 g) fyrir þá sem hugsa um línumar J Hver jir rændu flugvélinni, sem fórst í Malaysíu? Kuala Lumpur. 9. des. AP. FYRIR nokkru var Boeing 73' þotu í eigu flugfélags Malaysíi rænt og fórst flugvéiin skömmi síðar. Það dularfyllsta vii þennan atburð er: Hver átti söl á ráninu? Allir þeir hundrað farþegar sem voru um borð, létu lífið flugræninginn eða flugræn ingjarnir meðtaldir? Innanríkisráðherra Malay síu, Gha/ali Shafie, telur a< ekki hafi verið um fleiri er einn flugræningja að ræða, þai sem indverski flugmaðurinr G.K. Ganjoor sagði aðeins vií flugturninn: „Flugræningi". Aðrir segja að flugræningj arnir gætu hafa verið fleiri kannski hafi aðeins einn þeirra verið í flugstjórnarklefanum og því flugmanninum ókunn- ugt um þá. sem voru inn í far- þegarýminu með farþega og flugliða í haldi. Starfsmenn flugvallarins álíta að hryðjuverkamenn jap- anska rauða hersins eigi sök á ráninu, en samgöngumálaráð- herrann, V. Manickavasagam, segir að stjórnin hafi enn ekki fundið nægileg sönnunargögn fyrir því, né öðrum getgátum. Skortur á sönnunargögnum hefur ýtt undir grunsemdir og vangaveltur manna en auk jap- ánska rauða hersins hefur grunur fallið á indverska ofsa- trúarmenn í söfnuðinum An- anda Marga, sem hafa nýlega hótað að ræna flugvél. Þá hefur fallið grunur á Palestínuskæru- liða vegna óánægju þeirra með ísraelsför aðskilnaðarsinna á Filippseyjum og jafnvel grunar suma að þýzkir hryðjuverka- menn standi að baki flugrán- inu. En margir þræta fyrir að áðurnefndir hópar hafi verið að verki. Færð hafa verið fram ýmis rök, t.d. að kommúnista- flokkurinn í Malaysíu sé and- vígur öllum ofbeldisaðgerðum. Fáir Þjóðverjar hafi verið um borð í flugvélinni, þannig að þýzkir hryðjuverkamenn eigi ekki sök á verknaðinum. Þrátt fyrir stuðning Malaysíustjórnar við Sadat styðji hún einnig mál- stað Palestínu og þeim stuðn- ingi hefði verið stofnað í hættu af Palestínuskæruliðar hefðu rænt vélinni. Þá hefur stjórnin í Malaysíu ekki fordæmt múhameðska að- skiþtaðarsinna í Thailandi og á Filippseyjum opinberlega og margir Malaysíubúar hafa stutt aðskilnaðársinna fjárhagslega og á annan hátt. Sumir segja að ólíklegt sé að einn brjálæðingur hafi verið aö verki, vegna þess að fyrsta sprengingin í fiugvélinni varð í háloftunum og síðan á jörðu niðri, sem felur í sér að sér- fræðingar hafi verið að verki. Svo mikil var sprengingin að stærsti likamshlutinn sem fannst eftir ósköpin vó aðéjns hálft kiló. Bent hefur verið á að spreng- Kortið sýnir leið farþegaþot- unnar, sem var rænt og fórst rétt hjá Singapore. ingin geti einnig hafa stafað af vélarbilun. Á farþegalistanum var aðeins nafn eins Japana, kaupsýslu- manns fra Tokyo. En umferðin var slik á Penang-flugvellinum þegar fólk fer um borð í vélarn- ar að auðvelt er að smygla sér með, að því er flugvallarstarfs- menn segja. Flugmenn í Malaysíu hafa vitt stjórnvöld fyrir að van- rækja öryggisaðgerðir í sam- göngumálum. Nokkrir japanskir kaupsýslu- menn höfðu setzt um borð í umræddri vél áður en hún fór í loftið, þegar þeir uppgötvuðu að þetta var ekki vélin, sem þeir áttu sæti í og gengu því frá borði. Einn vopnaður maður var um borð, lögregluþjónn og lífvörð- ur landbúnaðarráðherrans. Hann var með skammbyssu. Eftir slysið fannst poki, sem gæti hafa innihaldið byssukúl- ur. Annað dularfullt atvik við flugslysið er að þegar vélin var að nálgast Kuala Lumpur tók hún allt í einu stefnu á Singa- pore. Svarti kassinn með segul- bandsspólum úr flugstjórnar- klefanum hefur ekki fundizt og litlar líkur eru á því að hann komi í leitirnar. En þar eru allar samræöur í flugstjórnar- klefanum á spólu. Ríkisstjórnin hefur fyrirskip- að stranga leit á þriggja ferkíló- metra svæði þar sem vélin hrapaði og vonir eru bundnar við að sú leit beri þann árangur að stærsti hluti flugvélar- skrokksins finnst en álitið er að hann sé grafinn í fenjasvæði, þar sem vélin hrapaði. En þótt sá hluti vélarinnar finnist verður mörgum spurn- ingum enn ósvarað. Þeir. sem vita svörin, eru allir dánir. Ólafsvík Umboðsmaður óskast til að annast dreif- ingu og innheimtu fyrir Morgunblaðið Upplýsingar á afgreiðslu í Reykjavík. Sími 10100. '

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.