Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
3
Hraf ninn f lýg-
ur um aftaninn
Þjóðsaga gefur út
ljóðabók eftir
Baldur Pálmason
„HRAFNINN flýgur um aftan-
inn“ heitir ný ljóðabók eftir Bald-
ur Pálmason. (Jtgefandi er Bóka-
útgáfan Þjóósaga.
Baldur hefur starfað í dagskrár-
deild Ríkisútvarpsins sem fulltrúi
og varadagskrárstjóri í þrjá ára-
tugi og er þjóðkunnur sem út-
varpsmaður fyrir flutning sinn á
margvislegu efni bæði í bundnu
og óbundnu máli.
Baldur er fæddur 1919, af hún-
vetnsku og skagfirsku bergi brot-
inn, og hefur fengist við ljóðagerð
annað veifið siðan á unglingsár-
um. Nokkur ljóð hafa birst eftir
hann í blöðum og ritum, en þetta
er fyrsta ljóðabókina, sem hann
sendir frá sér.
Bókin skiptist í þrjá kafla, sem
bera eyktarheitin Náttmál, Lág-
nætti og Ótta.
Kvæðin eru frá tveggja áratuga
tímabili, 1955—74. Aftan við
kvæðin setur höfundur skýringar
og athugasemdir.
Hafsteinn Guðmundsson for-
stjóri útgáfunnar Þjóðsögu hefur
hannað bókina og teiknað í hana
myndir.
Baldur Pálmason
Tendrað á
Óslóartrénu
í DAG verður kveikt á jóla-
trénu á Austurvelli. Tréð er að
venju gjöf frá Öslóarbúum til
Reykvíkinga, en Óslóarborg hefur
í aldarfjórðung sýnt borgarbúum
vináttuþel með þessum hætti. Að
þessu sinni hefst athöfnin við
Austurvöll um kl. 15.30 með leik
Lúðrasveitar Reykjavíkur, forseti
borgarstjórnar Óslóar, Aibert
Nordengen, mun afhenda tréð, en
Birgir Ísleifur Gunnarsson
borgarstjóri mun veita trénu við-
töku fyrir hönd- borgarbúa.
Athöfninni lýkur með því, að
Dómkórinn syngur jólasálma.
Prófkjör Framsóknar í Reykjavík:
18 gefa kost á sér til
þings og borgarstjómar
BIRT hafa verið nöfn frambjóð-
enda í prófkjöri fulltrúaráðs
framsókngrfélaganna vegna Al-
þingis- og borgarstjórnarkosning-
anna, sem fram fara næsta vor.
Prófkjör vegna beggja kosning-
anna fer fram helgina 21.—22.
janúar n.k. Eftirtalið fólk, 18
manns, gefur kost á sér til próf-
kjörs.
Alþingiskosningar: Brynjólfur
Steingrímsson trésmiður, Hrafn-
hólum 6. Einar Agústsson ráð-
herra, Hlyngerði 9. Geir
Vilhjálmsson sálfræðingur,
Selvogsgrunni 10. Guðmundur G.
Þórarinsson verkfræðingur,
Langholtsvegi 167. Jón
Aðalsteinn Jónasson kaupmaður,
Skipholti 64. Kristján Friðriksson
iðnrekandi, Garðastræti 39.
Sigrún Magnúsdóttir kaupmaður,
Skipholti 56. Sverrir Bergmann
læknir, Kleppsvegi 22. Þórarinn
Þórarinsson alþingismaður,
Hofsvallagötu 57.
Borgarstjórnarkosningar:
Alfreð Þorsteinsson borgarfull-
trúi, Vesturbergi 26. Björk Jóns-
dóttir húsmóðir, Torfufelli 21.
Eiríkur Tómasson lögfræðingur,
Fellsmúla 4. Gerður Steinþórs-
dóttir kennari, Kaplaskjólsvegi
29. Jónas Guðmundsson rit-
höfundur, Garðastræti 8. Kristinn
Björnsson sálfræðingur, Espi-
gerði 4. Kristján Benediktsson
borgarfulltrúi, Eikjuvogi 4. Páll
R. Magnússon húsasmíðameistari,
Leirubakka 16. Valdimar K. Jóns-
son prófessor, Hjallalandi 15.
Háskólakórinn syngur
jólalög í Hveragerði
Háskólakórinn heldur jólatón- á hörpu og Guðfinna Dóra Ólafs-
Mka i Hveragerðiskirkju i dag
klukkan 17.00. Kórinn mun flytja
íslen/k og erlend jólalög. Þá flyt-
ur kórinn „Cerimony og Carols"
eftir Benjamin Britten, í minn-
ingu hans, en hann lést fyrir
skömmu. 1 Cerimon.v og Carols
leikur Monika Abendrop einleik
fyrir að þakka, að ekki eru
allar þjóðir undir sömu
hörmúng seldar, heldur
bera enn hreinan skjöld í
miðju þessu niðurbroti;
altumþað rhá fullyrða að
normalt stjórnmálalíf, þar
sem riki samanstendur af
náttúrlegijm samleik milli
,,hægri“ og „vinstri"
einsog hægri og vinstri
hönd á líkama, sé ekki
leingur það ástand sem
auðkennir tímann, heldur
miskunnarleysi fullkomið
við þann mann sem er á
öfugri skoðun við ríkis-
valdið.
Það er ljóst að samtök
eins og Amnesty Inter-
national telja sér ekki trú
um að þau hafi þann græði-
mátt sem til þarf að lækna
höfuðmein aldarinnar, né
jafna hið algerða óumburð-
arlyndi einnar stjórnmála-
skoðanar gegn annarri og
lækna það helsjúkt hugar-
far sem liggur að baki al-
gerðrar neitunar þess að
gera málamiðlun. Það sem
Amnesty International
dottir syngur einsöng.
í Háskólakórnum eru 39 söngv-
arar en stjórnandi kórsins frá
stofnun hans er Rut Magnússon.
Kórinn hélt jólatónleika í gærdag
í Reykjavík og flutti þar þessi
sömu verk.
getur tekist á hendur sem
hlutlaus aóilji er að semja
með rökum almennrar
mannúðarstefnu við eina
ríkisstjórn í senn um að
sýna linkind í einstökum
tilfellum, biðja einum
manni vægðar í einu þar
sem hann situr varnarlaus
í fángelsi vegna skoðana
sinna, í hættu fyrir því að
verða pyntaður til dauða
eða tekinn af lífi án dóms
og laga eins og við lesum í
blöðunum dögum oftar að
gert sé við menn víðsvegar
um heim vegna þess að
þeir aðhyllast aðrar stjórn-
málahugmyndir en ríkis-
stjórn þeirra fylgir í svip.
Að bjarga með fortölum
einum og einum hugsandi
manni, þarna eða I hinum
staðnum, gánga í forbón
fyrir hann við kvalara hans
eöa þau yfirvöld sem vilja
hann feigan — það eitt fyr-
ir sig er á vorum dögum
fagurt og Iofsvert hlut-
verk, og það hlutverk hef-
ur að mínum skilníngi
Amnesty International.
Jmm Faltega jólaplatan er kamin
jókwöf tMistamnmnda
Híjóðritun á loka-hljómleikum
Pólýfánkmmns í Háskólabíái í vor
A. Vivaldi: GLORIA
J. S. Bach: MAGNIFICAT
PÓLÝFÓNKÓRINN KAMMERSVEIT
Ann-Marie Connors ■ Elísabet Erlingsdóttir
Sigríöur E. Magnúsdóttir • Keith Lewis
Hjálmar Kjartansson
Ingólfur Guöbrandsson, stjórnandi.
Erlendir tónlistarmenn hafa farið mörgum vio-
urkenningarorðum um þessa hljómplötu, sem
telja má nýjan áfanga í íslenzku tónlistarlífi.
Enginn, sem lætur sig íslenzka tónmenningu
nokkru varða, lætur þessa hljómplötu fram hjá
sér fara.
Takmarkað upplag til sölu I verzlunum eftir
helqina. ,
POLYFONKORINN