Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
39
hún naut virðingar og trausts
allra. Þegar hún missti manninn
og hagir hennar breyttust, hélt
hún samt sinni höfðingslund og
henni hentaði það eitt að bera sig
samkvæmt því. Þá kom Guðrún
dóttir hennar til og sá svo um að
hún gæti áfram haldið að fullu
reisn sinni og risnu eins og upp-
lag hennar stóð til. Þannig lifði
hún í skjóli dóttur sinnar fram á
tíræðisaldur og gat alla tíð verið
virkur þátttakandi í líft samtíðar
sinnar. Þrátt fyrir góða heilsu og
fágæta endingu hlutu kraftarnir
að dvina, en hún varð lítt vör við
kvöldskugga ellinnar þvi að Guð-
rún jók aðstoð sína eftir þörfum
svo að móðir hennar þurfti aldrei
að afleggja þann lffsstíl, sem
henni hæfði.
Svipuð var tryggð hennar við
æskuvini og skólasystur. Hún hélt
tryggð við þær alla tíð og tók þátt
í gleði þeirra og sorg meðan hún
gat náð til þeirra.
En Guðrún heitin var ekki að-
eins vinur vina sinna. Hugarfar
hennar var miklu meira en svo.
Hún átti alla tíð það hugarfar til
meðbræðranna, sem hún ólst upp
við í æsku. Enginn veit hve víða
hún hefur komið við í erindum
hins miskunnsama samverja.
Ekki er heldur ætlunin að rekja
það hér. En þetta er ritað til að
minnast og þakka það sem hún
gerði mér og lýsir nokkuð hvernig
hún var.
Þegar ég gerðist flugfreyja
kynntist ég dætrum hennar, sem
báðar stunduðu sömu vinnu. Þá
var ég fjarri heimili mínu. At-
vinnan er þannig að maður þarf
að koma og fara á hinum óhentug-
ustu tímum og er þá oft dauflegt
að koma heim þreyttur í mann-
laust herbergi þar sem ekki er um
neinar móttökur að ræða. Þegar
Guðrún heitin frétti af þessu,
þótti henni mitt hlutskipti ekki
nógu gott og sneri hún þá um-
hyggju sinni að mér og lét sér
eins annt um mig og sínar eigin
dætur. Síðan hefur hún aldrei
sleppt neinu tækifæri til að sýna
mér vináttu og tryggð. I minningu
minni mun hún alla tíð skipa sess
við hlið minnar eigin móður. Ást-
vinum hennar sendi ég úr fjar-
lægðinni innilegar samúðarkveðj-
ur og blessa minningu hennar
ásamt þeim.
Ingibjörg Sigurðardóttir
Cordes.
Guðrún Ögmundsdóttir sem lést
á Borgarspítalanum 6. þessa
mánaðar af völdum hörmulegs
umferðarslyss, var fædd í Hafnar-
firði þ. 6. nóvember árið 1909. —
Foreldrar hennar voru merkis-
hjónin Guðbjörg Kristjánsdóttir
og Ögmundur Sigurðsson skóla-
stjóri í Flensborg.
Guðrún, eða Rúna eins og hún
var oftast kölluð, ólst upp á annál-
uðu menningar- og myndarheim-
ili, þaðað sem hún fékk dýrmætt
veganesi, sem átti eftir að reynast
henni vel á lífsleiðinni. Glæsileiki
og reisn var henni í blóð borin,
saffara einskærri ljúfmennsku og
hlýju viðmóti. Yndislegt heimili
hennar bar vitni miklum myndar-
skap, enda leyndi handbragð
hennar sér ekki, fremur en sú
hlýja sem auðkenndi heimilisbrag
allan.
Árið 1936 steig Rúna það gæfu-
spor að giftast Friðrik A. Jöns-
syni, þekktum athafna- og
öðlingsmanni, en hann lést fyrir
fáum árum. Hjónaband þeirra var
einstaklega ástríkt, enda samhent
svo af bar. Þeim varð fjögurra
barna auðið.
Við sem línur þessar ritum vor-
um tengdar Rúnu bæði fjöl-
skyldu- og vináttuböndum, sem
aldrei hefur borið skugga á. Við
tókum þátt í flestum fjölskyldu-
atburðum, hver hjá annarri, og
ótaldar eru allar þær samveru-
stundir sem koma upp i hugann
þegar við minnumst þessarar
elskulegu frænku og vinkonu. í
áratugi höfum við spilað saman
vikulega, minnisstæð eru okkur
einnig sumarferðalög og samveru-
stundir í Borgarfirði, á Snæfells-
iesi og vfðar, að ógleymdu ferða-
legi til Grikklands á síðastliðnu
vori. Við þökkum guði fyrir að
hafa upplifað með Rúnu slíka æv-
intýraferð, sem okkur verður ætíð
ögleymanleg.
Erfitt er að sætta sig við orðinn
hlut, en við vitum að góður Guð
linar sorgir þeirra sem sárast
sakna.
Guð blessi minningu okkar
elskulegu vinkonu.
Ásta,
Bergþóra,
Guðbjörg,
Ragnheiður.
Fædd 4. desember 1921.
Dáin 5. desember 1977.
Ad hryiíL'jast og «lodjast
hór um fáa da^a
að heilsast or kveðjast
það er Iffsins saga.
P.J. Árdal.
Þessar ljóðlínur komu mér í
hug er elskuleg skólasystir mín
lézt þann 5. desember síðast lið-
inn.
Ég, sem þessar fátæklegu línur
skrifa, fylgdist með henni í henn-
ar veikindum í um það bil fjögur
ár og sá hve mikla þolinmæði og
dugnað hún sýndi allan þennan
tíma. Margrét var dóttir hinna
kunnu og mikilhæfu hjóna Jóns
Pálmasonar frá Akri í A-
Húnavatnssýslu og konu hans.
Jónínú Valgerðar Ólafsdóttur.
Upphaf vináttu okkar hófst er
við vorum við nám á Kvenna-
skólanum á Blönduó'si veturinn
1941—42.
Þar áttum við skemmtilegar og
ógleymanlegar stundir ásamt hin-
um mörgu góðu skólasystrum
okkar. Sú vinátta hélst ætíð upp
frá því og þar til yfir lauk.
Margrét var afar vel gefin og
sérstaklega myndarleg til allra
verka.
Með sinni ljúfu framkomu
laðaði hún alla að sér.
1 veikindum hennar vildu allir
ættingjar hennar og vinir rétta
hjálparhönd eftir bestu getu.
Sérstaklega langar mig að
minnast á ástriki og umhyggju
einkadóttur hennar, Nínu og
tengdasonar, Tómasar, sem var
henni eins og bezti sonur. Aldrei
leið sá dagur er hún lá á sjúkra-
húsi að annað hvort þeirra kæmi
ekki, eða bæði. Það var henni
mikils virði að upplifa það að
eignast sitt fyrsta barnabarn,
yndislegan dreng, og gat hún
komist heim þann dag er hann
var skírður. Þessi dagur var
hanni dýrmætur og endurminn-
ingin um hann var mikil huggun.
Ég vissi að það var henni mikið
gleðiefni þegar ungu hjónin
komu með soninn í heimsókn, og
gerðu þau það eins oft og þeim
var unnt.
heimsótt hana og átt með henni
gleðistundir á heimili hennar og
ungu hjónanna að Stigahlíð 44.
Þar ríkti ávallt kyrrð og ró og hún
með sitt sérstaka fallega bros
þrátt fyrir þrautir lét aldrei bug-
ast. Það þarf mikíð sálarþrek að
ganga í gegnum langvarandi veik-
indi og láta aldrei hugfallast, en
þetta stóðs hún allt til siðustu
stundar.
Ég sendi ástvinum hennar og
ættingjum mínar inniiegustu
samúðarkveðjur.
Ég bið henni blessunar Guðs.
Dúdda.
Á morgun verður til moldar
borin frænka mín, Margrét Jóns-
dóttir.
Hún var fædd á Ytri-Löngumýri
í A-Húnavatnssýslu, en fluttist á
öðru ári að Akri. Foreldrar henn-
ar voru hjónin Jónína Valgerður
Ólafsdóttir frá Bolungarvik og
Jön Pálmason bóndi og alþingis-
maður frá Ytri-Löngumýri. Hjá
þeim og systkinum sínum ólst
Margrét upp við mikið ástriki og
öðlaðist í uppvextinum dýrmætt
veganesti, sem átti eftir að koma
henni að góðum notum i erfiðleik-
um siðar á lífsleiðinni.
Hér í Reykjavík hélt hún heim-
ili fyrir foreldra sina um 25 ára
skeið og annaðist þau af einstakri
fórnfýsi og ósérhlífni, enda var
hún oftast gefandinn i samskipt-
um sinum við annað fólk.
Ég varð þeirrar ánægju aðnjót-
andi að dveljast á heimili Mar-
grétar frænku minnar í þrjá vet-
ur. Naut ég þá hennar ógleyman-
legu hlýju og velvildar, sem ein-
kenndi það heimili, enda var hún
vinsæl og vildi hvers manns götu
greiða.
Vorið 1974 fór Margrét að
kenna þess sjúkdóms, sem að lok-
um leiddi hana til dauða. 1 hennar
löngu og þjáningarfullu sjúk-
dómslegú sýndi hún frábært
þrek, hún hafði á unga aldri öðl-
ast óbilandi trúarstyrk, sem varð
henni ómetanleg stoð allt þar til
jarðnesku lífi lauk.
Margrét Jónsdóttir
fráAkri—Minning
Ég átti þvi láni að fagna að geta
Sigurborg Gísla-
dóttir—Minning
Sigurborg Gísladóttir fæddist
að Staffelli í Fellum 30. jan. 188Í2
og var því hátt á 96. aldursári, er
hún lést 4. des. sl. Hún var elst
barna Gísla Sigfússonar siðast
bónd.a I Meðalnesi í Fellum og
fyrri konu hans, Sigriðar Odds-
dóttur frá Hreiðarsstöðum i sömu
sveit.
Slgurborg naut í æsku mikils
ástríkis af föður sínum og hefur
hlotið ágætt uppeldi og menntun,
miðað við þann tima. Bar hún
þessa merki alla ævi.
Ung að árum gekk Sigurborg að
eiga Björn Jónsson ættaðan úr
Mjóafirði. Þau hófu búskap á
parti af Meðalnesi og bjuggu þar í
tvö ár, síðan bjuggu þau eitt eða
tvö ár á Fossgerði í Eiðaþinghá,
þar næst i Dalhúsum í þrjú ár.
Arið 1911 fluttust þau að Rgykj-
um í Mjóafirði og bjuggu þar til
ársins 1936. Þau hjón eignuðust
18 börn, þrjú þeirra dóu kornung,
en 15 komust til fullorðinsára.
Fjölskyldan fluttist á Akranes
árið 1936 og bjó þar til ársins
1947, að hún fluttist til Reykjavík-
ur.
Á Akranessárum sinum missti
Sigurborg mann sinn og tvo upp-
komna syni, síðan hafa enn tveir
af sonum hennar látist, þannig að
alls hefur hún orðið að sjá á eftir
sjö af börnum slnum.
Þrátt fyrir óvenjulega mikla
ómegð, bjó fjölskyldan aldrei við
neina fátækt, enda voru bæði
hjónin dugleg og velvirk og sama
var um börn þeirra, þegar þau
uxu úr grasi. En oftast hlýtur þó
að hafa orðið að halda á hlutunum
af fullri ráðdeild, ekki síst þar
sem hjónin voru gestrisin og höfð-
ingjar heim að sækja. Húsfreyja
var þá hrókur alls fagnaðar, er
gesti bar að garði hennar.
Eftir að Sigurborg missti mann
sinn, hélt hún heimili með Guð-
laugi syni sínum meðan hann
lifði, eða til ársins 1972, en eftir
það var hún á heimili dótturdótt-
ur sinnar og nöfnu, sem að mestu
hafði alist upp hjá þeim Guðlaugi.
Þótt hér sé á stóru stiklað í
ævisögu Sigurborgar, mætti samt
hér af ráða, að eigi alllítið hefur
reynt á þrek hennar og kjark, þvi
márgháttuð var lifsreynsla henn-
ar. Þvi má og ekki gleyma, að
lífsþægindi og öll aðstaða þessar-
ar átján barna móður voru auðvit-
að á þann veg, sem nútíma vel-
ferðarkynslóð myndi álíta með
öllu fráleita. En á þeim árum, sem
Sigurborg var að ala upp sinn
barnahóp þekktust naumast svo
mikil þægindi sem rennandi vatn
í húsum inni, aukin heldur þær
sjálfvirku maskínur, sem nú
þykja allt að því sáluhjálparatriði
á hverju heimili.
Nú er liðið á fjórða áratug frá
því undirritaður sá fyrst Sigur-
borgu Gísladóttur. Hún var þá
komin vel á efri ár, eða um hálf-
sjötugt. Þessi u.þ.b. 65 ár bar hún
þó það vel, að fyrir mun hafa
komið um þetta leyti, að lítt kunn-
ugir villtust á henni og dætrum
hennar. Fyrir þessu tel ég mig
hafa alltraustar heimildir.
Ég hefi kynnst nokkrum mönn-
um af Héraði, sem mundu eftir
henni sem ungri heimasætu. Lýs-
ingar þeirra á henni voru mjög á
einn veg, og megi ég 'trúa þeim,
var Sigurborg afbragð annarra
kvenna að gáfum og glæsileika,
auk þess sem hún átti til að bera
flesta þá kosti og kvenlegar
íþróttir, sem konu fá prýtt. Satt
að segja man ég ekki eftir að hafa
fengið tilefni til að rengja þennan
vitnisburð.
Sigurborg var stórlynd nokkuð,
og svo hreinskilin, að litlu munaði
að manni þætti stundum nóg um.
Hún var þannig verki farin, að
nálgaðist list, enda bannaði stolt
henar og sjálfsvirðingu allt hálf-
kák. Verki skilaði hún ógjarnan
frá sér fyrr en henni þótti hún
ekki geta gert betur.
Sigurborg var, eins og áður seg-
ir, orðin roskin þegar ég kynntist
henni, en ungleg og létt i spori.
Ekki get ég sagt að hún tæki
þessum hugsanlega tengdasyni
með fagurgala, enda þótti í þá
daga sjálfsagt að taka slíkum gest-
um með allri varúð. Nú er ég ögn
hreykinn, eða a.m.k. ánægður
með að geta sagt, að milli okkar
tókst nokkuð fljótt hinn ágætasti
kunningsskapur og vinátta, sem
ég ógjarnan vildi hafa orðið af.
Sigurborg bar háan aldur firna
vel. Hún hélt nær fullum skýr-
leika í hugsum fram yfir nírætt.
Það var eiginlega fyrst eftir að
hún missti hann Guðlaug son
sinn, sem aldrei hafði frá henni
farið, að hún lét.að ráði á sjá. En
upp frá þeim atburði, sem varð
henni háaldraðpi mikið áfall, tóku
sjón hennar og heyrn ört að
þverra. Síðustu ár sin varð hún að
sætta sig við að geta ekki lengur
lesið á bók, en það var þessari
bókhneigðu konu erfitt við að
una.
Síðustu vikur ævi sinnar dvaldi
Sigurborg á Élliheimilinu Grund
við góða umönnun. Vil ég þakka
starfsfólki og húsráðendum þeirr-
ar stofnunar fyrir. Sambýliskon-
um hennar þakka ég einnig kær-
lega, og ég get ekki stillt mig um
að nefna hér hana Maríu. sem
með hjálpsemi sinni og nærgætni
við gamla meðsystur sína endur-
vekur manni trú á manneskjuna.
Sigurborg lætur eftir sig milli
50 og 60 afkomendur i þremur
kynslóðum. Þessu fólki, svo og
systkinum hennar og öðrum vin-
um votta ég samúð mína.
Hún var mikil trúkona hún
tengdamóðir mín og efaðist aldrei
um endurfundi ástvina, sem
dauðinn hafði aðskilið um stund.
Efalaust hefur þessi vissa verió
henni ólítill styrkur á langri ævi-
leið, sem ekki vaf ævinlega blóm-
um stráð. Og það er ég viss um, að
sé um framhald að ræða þarna
fyrir handan, þá lætur hún eitt-
hvað jákvætt af sér leiða.
Ég er þakklátur forsjóninni
fyrir ð hafa fengið að kynnast
þessari merkiskonu.
Blessuð sé minning hennar.
Ililiuar Pálsson
1 sjúkdómsstríði sínu naut hún
umönnunar og stuðnings dóttur
sinnar og tengdasonar, Nínu og
Tómasar, sem önnuðust hana af
einstakri ástúð og umhyggju.
Einnig veitti iitli dóttursonurinn
henni mikla gleði síðustu mánuð-
ina.
Ég bið Margréti frænku minni
blessunar Guðs um alla eilífð.
Dóra.
Á morgun verður til moldar
borin Margrét, föðursystir min,
eða Magga frænka, eins og við
systkinin ætfð nefndum hana. Er
hún hin þriðja úr hópi fimm
gjörvilegra systkina, sem kveður
okkur, i blóma lífs síns, og þykir
okkur þar vissulega stórt skarð
höggið.
Margrét hélt heimili fyrir for-
eldra sína hér í Reykjavík i mörg
ár, meðan þeim entist aldur og
heilsa. Á því heimili var oft mjög
gestkvæmt, enda gtjstrisni í
hávegum höfð. Tók Margrét þar á
móti ungúm sem öldnum með því
hlýja og hægláta viðmóti, sem
fékk öllum til að líóa veM návist
hennar. Vorum við systkinin þar
tíðir gestir ffá unga aldri, ásamt
foreldrum okkar, og létti Magga
oft undir með móður minni, eftir
lát föður okkar, með því að líta til
okkar systkinanna, og munum við
ætið minnast hlýhugar hennar og
velvildar í okkar garð.
Siðustu árin bjó Margrét á -
heimili dóttur sinnar og tengda-
sonar, Ninu og Tómasar, sem
veittu henni alla þá umönnun og
styrk, sem í þeirra valdi var, og
þann tíma sem hún var á spítalan-
um létu þau varla líða dag án þess
að annað hvort þeirra eða bæði
færu til hennar á spitalann, og
viku að siðustu tæpast frá bana-
beði hennar.
Margrét var mjög vinsæl og
hafði gaman af þvi að vera i glöð-
um hópi. Það varð því mikil gleði-
stund. þegár hún nú í haust gat
drifió sig upp og komið heim af
spitalanum til að vera viðstödd
skírn litla dóttursonarins, Bergs.
Fáum hefði dottið i hug, að
þessi hægláta kona byggi yfir slík-
um skapstyrk og andlegu þreki,
sem hún sýndi af sér i veikindum
sinum, en daginn áður en hún dó
átti hún afmæli og bjóst við að
fleiri en venjulega kæmu til að
heimsækja sig, hafði hún þá á
orði vió lækninn sinn: ,.Það er
verst að geta ekki verið eins og
manneskja."
Það er mikils virði að fá að
verða slíkri manneskju sem
Margréti samferða einhvern tíma
á lífsleiðinni og fyrir hönd móður
minnar og okkar systkinanna
kveð ég Möggu frænku hinztu
kveóju,
Margrét Eggertsdóttir.