Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 26
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 25 Ef fólk vill láta sér leiðast, leiðist því hvar sem er # „ÉS kann mjög vel viö mig hér í Breiöholtinu," sagöi Sig- urbjörg Guömundsdóttir er Morgunblaöiö tók hana tali á skóverksta'öi Helga Þorvalds- sonar. „Ég nota þá þjónustu sem hér er á boðstólunum, þólt maður þurfi enn sem komið er aö sækja margt í miðbæinn.“ Sigurbjörg er húsmóöir, gift Auðuni Ágústssyni verkfræð- ingi og eiga þau tvö börn. Viö fluttum í nýtt raöhús í Seljahverfinu í ágúst síöast- liðnum. Áöur bjuggum viö í blokk viö Vesturberg, en við fluttumst í Breiöholtiö áriö 1972 og höfum hugsaö okkur að búa hér framvegis. Börnin okkar eru tvö, stúlka, sem er sex ára, og þriggja ára drengur. Dóttir okkar er í Öldusels- skólanum. en hann er þó nokkurn spöl í burtu frá heimili okkar og finnst mér þaö galli. Ánnars er þaö kostur viö Seljahverfið hversu Iftil umferö er þar. Ég get ekki séö neitt því til fyrirstöðu aö ala börnin mín upp hér. Nóg er af fólkinu og félagslíf blómlegt, svo sem kvenféiag, íþróttafélag, fram- farafélagió og heilmikió af st jórnmálafélögum. Þá er það galli viö Breióholtió að hér skortir ýmsa þá þjónustu, sem er á boöstólunum í mióbæ Reykja- víkur, en þetta er Ifka ungt hverfi, liér býr ungt fólk, og þeir hlutir. sem ekki eru til staóar hér nú, koma eins og annars staóar meó tímanum. Mér hefur persónulega aldrei leiöst aó búa f Breióholtinu og lít ekki á þaö sem dautt hverfi eins og margir gera. Ég álít aö ef fólk vill láta sér leióast, leióist því hvar sem er. Séra Lárus Halldórsson og séra Hreinn Hjartar- son í kapellu safnaðar- heimilisins að Keilufelli 1. nú sem betur fer ekki af skilnaði I mörgum tilfeilum. En ég tel þó a8 hiklaust megi fullyrða. að tíðni hjónaskilnaða sé ekki áberandi meiri I Breiðholti en annars staðar. Hittersvo afturann- að mál. að skilnaðarorsakir eru mis- munandi eftir aldri. Við nefndum áðan að spenna vegna byggingar- framkvæmda væri miklu virkari þátt- ur i sálarlifi okkar sókarbarna en annars staðar gerist. Þetta veldur þvi. að algengasta skilnaðarorsökin. sem við eigum við að glima, á sér rætur i striti fólks við að byggja yfir sig. Það er mjög algengt, að fólk sem komið er undir þritugt og hefur til þess unnið hörðum höndum, vaknar allt i einu upp við það. að þegar byggingarspennan er úr sögunni, þá þekkir það hreint ekki hvort annað. Þetta fólk hefur tiðast tekið saman á unga aldri og meðan allt fór i bygg- inguna hefur það þroskazt sitt i hvora áttina. Hins vegar reynast þetta ekkert ósættanlegri andstæður en hverjar aðrar." # „Það eru út af fyrir sig ekkert meiri vandamál hér i Breiðholts- hverfi en öðrum borgarhverfum. En þau eru auðvitað fleiri hér en sums staðar annars staðar. sem einfald- lega stafar af fjölda fólksins. og að nokkru leyti öðru visi, sem stafar af þvi að Breiðholt er hverfi, sem er i Kirkja fyrirfinnst engin? uppbyggingu." sagði séra Hreinn Hjartarson. prestur i Fella- og Hóla sókn. og undir þessi orð tók séra Lárus Halldórsson. prestur i Breið- holtssókn. er Mbl. ræddi við þá sóknarpresta Breiðholtshverf is um kirkjuna og Breiðhyltinga. Breiðholtsprestakall var stofnað 1972 og náði þá yfir Breiðholt I: Bakka- og Stekkjahverfi. Vestur- bergið og talsvert af Fellunum. Árið eftir var stofnuð ný sókn i efra hverf- inu og 1975 var Fella- og Hóla- prestakall stofnað og nær það yfir Breiðholt III. eða Fella og Hóla- hverfi. en Breiðholt II Selja- og Skógahverfi hefur síðan bætzt við Breiðholtsprestakallið. Sagðist Hreinn telja sóknarbörn sin um 9000 og þar af væri um helmingur innan við tvitugt. Lárus sagði sin sóknarbörn vera á tiunda þúsundið og sennilega væri skiptingin ekki ósvipuð. hvað aldurinn snerti. og sú sem Hreinn tiltók. Báðir hafa þeir prestarnir messað i skólum til þessa, en um áramótin 1974—75 var keypt safnaðarheimili fyrir Fella- og Hólasókn að Keilufelli 1. Þar er kap- ella, sem hefur verið notuð til gift- inga og skirna, en nú er verið að stækka hana, þannig að þar geti einnig farið fram guðsþjónustur. Flytur sá hluti starfsins þá úr Fella- skóla „Ég verð þvi eini aðstöðulausi presturinn i Reykjavik eftir éramót- in," segir Lárus og brosir. en hann messar i Breiðholtsskóla og er nú byrjaður með barnamessur i Öldu- selsskóla i Seljahverfi. „En ég verð nú lika sennilega á undan Hreini að fá kirkjuna." bætti Lárus svo við. Kirkja Breiðholtsprestakalls á að risa i M jóddinni og sagði Lárus. að hafizt yrði handa við kirkjusmiðina strax eftir áramótin. Kirkja efra Breiðholts er hugsuð á hæðinni milli Fella og Hóla. en lengra er það mál ekki komið. — Þið sögðuð áðan að hér væru ekki fleiri vandamál en annars stað- ar. ef meðaltalið væri haft i huga. „Allsekki. nema siður sé," segir Hreinn. „Við getum að hluta þakkað það óvenjulega góðri félagsaðstöðu. en sennilega býr ekkert hverfi i borg- inni við þá aðstöðu, sem Breiðholt hefur félagslega séð. H ins vegar er svo það, að fólk. sem býr i Breið- holti, er upp og ofan eins og aðrir Reykvikingar! Ég held nefnilega að Breiðholt og ibúar þeir séu nokkuð góður þverskurður af Reykjavik og Reykvikingum. Þvi hefur verið haldið talsvert á loft, að hér væru unglingar ofsa- fengnari og fólk erfiðara an annars staðar i borginni. Þessu mótmæli ég algjörlega. Við höfum, eins og aðrir, okkar skammt af unglingavandamál- um og erfiðleikum fólks. en til að taka dæmi þá held ég að áfengis- neyzla eða fikniefnaneyzla séu siður en svo algengari hér en annars stað- ar. Og þessu til viðbótar vil ég geta þess. að ég leitaði upplýsinga um það fyrk>skömmu, hver væri tiðni ínnbrota. árása og nauðgana i Reykjavik og kom þá i Ijós. að sizt væri meira um slik afbrot i Breiðholt- inu, en öðrum borgarhverfum." — En þið nefnduð að vandamálin væru að einhverju leyti öðru visi i Breiðholtinu en öðrum borgarhverf- um. „Þau eru öðru visi vegna þess að svo stór hluti fólksins er á unga aldri," segir Lárus. „Við höfumnær ekkert af vandamálum eldra fólks að segja. Og engin sjúkrahús höfum við á okkar könnu. Hins vegar er stærsti hluti okkar sóknarbarna ungt fólk, sem er að koma sér þaki yfir höfuðið. Fjárhags- áhyggjur eru miklar og þungar og lyklabörnin, sem ganga mikið til sjálfala meðan pabbi og mamma vinna úti. eiga lika sin lifsvandamál Þessar aðstæður krefjast sálusorg- unar, eins og aðrar. Og þetta fólk er þeim mun viðkvæmara, sem það er minna hert i lífsins ólgusjó. " — Er tiðni hjónaskilnaða meiri i Breiðholti en annars staðar? „Það held ég ekki," segja báðir prestarnir einum rómi. Og báðir nefna, að þeir hafi i samtölum við stéttarbræður nýlega komizt að þvi. að þeir hafa á árinu gefið út færri^ skilnaðarvottorð en viðkomandi prestar i öðrum Reykjavikurpresta- köllum." Þetta segir efalaust ekki alla söguna." segir Lárus. „Bæði er eitthvað um að fólk leiti til annarra presta i svona málum og svo verður — Nú eruð þið tveir prestar með um 20.000 sóknarbörn. Teljið þið timabært að fjölga prestum i Breið- holtinu? „Ég held að Alþingi hafi ákveðið, að einn prestur skyldi vera á hverja 5000 ibúa." segir Lárus." Þannig ættum við að vera fjórir, en ekki tveir. Hins vegarernú reglustikunni þannig beitt að heildarfjöldi presta i Reykjavik kemur heim og saman við heildaribúafjöldann og meðan dæm- ið stendur þannig, þá má engu breyta. Ég nefni sem dæmi, að við erum hvor um sig með fjölmennari prestaköll en til dæmis heyra til Dómkirkjunni. Hallgrimskirkju og Langholtskirkju. en við hverja þessa kirkju eru tveir prestar. Ég nefni þessar kirkjur ekki til að kasta rýrð á viðkomandi presta. Það er full þörf á þeirra störfum og þeir hafa vissulega nóg á sinni könnu. En ég held að Alþingi geti ekki með neinum rökum haldið þvi fram, að þörf Breiðholts- búa fyrir sálusorgum sé minni en annarra Reykvikinga. Hins vegar er ég alls ekki á þvi. að það eigi endilega að fjölga prestum. Ég teldi fullt eins heppilega lausn að ráða prestunum aðstoðarfólk og þörfin hér i Breiðholti er þá einkum fyrir æskulýðsfulltrúa. f þessu sam- bandi langar mig að skjóta þvi inn. að ég tel nauðsynlegt, að kirkjan hafi eitthvert sjálfræði með sitt starfsfólk. þannig að hægt væri að flyfja fólk milli prestakalla eftir þvi sem þörfin krefðist." — Þið eruð þá ef til vill þeirrar skoðunar. að kirkjan ætti að fá sina fjárveitingu. en hafa sjálfsforræði um notkun hennar? „Ég held að slikt fyrirkomulag yrði tilbóta." segirHreinn. „Svoer lika annað. sem má benda á. Þegar hverfi eru byggð. leggjast riki og borg á eitt um að koma upp skólum og öðrum þjónustustofnunum, en kirkja fyrirfinnst engin. Það er ekki einu sinni hugsað um það að koma upp einhverri starf saðstöðu fyrir prestinn." Þorvaldur Svansson: „Skemmtilegt. Og svo er hægt aö fara í Fellahelli og spila borötennis." Sigríöur Birgisdóttir: „Ekkerl sérstakt. Að sumu leyti gaman aö sumu ekki." Emil Einarsson: „Agætt aé öllu leyti. Það eru sætar slelp- ur.“ Kristín Bjarnadóttir: legt. Allt skemmtilegt aö segia skólinn." Einar Einarsson: „Það eru skemmtilegir krakkar og þaö er hægt aö spila borötennis og billjarö." Sigurlaug Reynisdóttir eru ágætis krakkar og aðgera."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.