Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 19 Leikhópur Nemendaleikhússins í sýningunni. Við eins ihanns boró eftir Terence Rattigan. eðli, í senn bresti og heilindi. I því ofurkappi sem lagt er á félagsleg efni í leikhúsi þykir einhverjum þetta kannski mið- ur, fyrir. venjulega borgara i kyrrlátum bæ er þetta hvild frá innrætingu sem gerist æ fyrir- ferðarmeiri. Nemendaleikhúsið hefur fengið til liðs við sig tvo leikara sem leikhúsgestum eru kunnir, þá Randver Þorláksson og Ólaf Örn Tho'roddsen. Randver leik- ur tvö hlutverk; fyrir hlé er hann samfélagsgagnrýnandinn Malcolm, en Fowler gamli eftir hlé. Leikur hans er þróttmikill i báðum hlutverkunum þótt seg- ja megi að túlkun hans á Mal- colm sé nærri því að vera yfir- drifin á köflum. Ólafur Örn , Thoroddsen er vaxandi leikari, en hefurekki fengið mörg tæki- færi enn sem komið er. Honum tókst að gæða svikahrappinn Pollock því lifi sem máli skipti í leiknum. Það er erfitt að gera upp á milli hinna ungu leikara, en i heild má tala um prýðilegan árangur. Ég verð þó að segja að fyrir minn smekk náði Kol- brún Halldórsdóttir einna best- um tökum á hlutverki sínu, hinni geðþekku ungfrú Cooper, rödd mannlegs skilnings í verk- inu. Eftirtektarvert var einnig hiklaus túlkun Elfu Gísladóttur á frú Shankland. Á Helgu Thor- berg mæddi töluvert í hlutverki Railton Bell, sögusmettunnar i leiknum. Þetta var vandasamt hlutverk sem Helga skilaði á viðunandi hátt. Fleiri mætti nefna, en þetta voru þeir sem mesta athygli vöktu, ekki síst vegna þess að hlutverkin voru þannig vaxin. Hér starfaði samhuga hópur sem ég spái að við eigum eftir að kynnast betur. ENN EIN NÝ AEG ÞVOTTAVEL LAVAMAT BELLA801 E Með fleiri og fullkomnari þvottakerfum. Sérstakt þvottakerfi sem sparar rafmagn um 30%. IBRÆÐURNIR ORMSSON % LÁGMÚLA 9 SÍMI 38820 Hér birtist síðari hluti hins mikla ritverks um sævíkinga fyrri tíma við Breiðafjörð, sannar frásagnir mikillar sóknar á opnum bátum við erfiðar aðstæður, sem stund- um snerist upp f vörn eða jafnvel fullan ósigur. Nær hvert ár var vígt skiptöpum og hrakningum, þar sem hin- ar horfnu hetjur buðu óblíð- um örlögum byrginn, æðru- og óttalaust. Aflraunin við Ægi stóð nánast óslitið árið um kring og þessir veður- glöggu, þrautseigu víkingar, snillingar við dragreipi og stýri, tóku illviðrum og sjávarháska með karl- mennsku, þeir stækkuðu í stormi og stórsjó og sýndu djörfung í dauðanum, enda var líf þeirra helgað hættum. — Um það bil 3000 manna er getið í þessu mikla safni. Er andinn mikilvægari en efnið? Hefur góður hugur og fyrirbænir eitthvert gildi? Skiptir það máli hvernig þú verð lífi þínu? Þessar áleitnu spurningar vilja vefjast fyrir mönnum og víst á þessi bók ekki skýlaus svör við þeim öllum, en hún undirstrikar mikilvægi fagurra hugsana, vammlauss lífs og gildi hins góða. Hún segir einnig frá dulrænni reynslu níu kunnra manna, hugboðum þeirra, sál- förum, merkum draumum og fleiri dularfullum fyrirbær- um, jafnvel samtali látins manns og lifandi, sem sam- leið áttu í bíl. Og hérerlangt viðtal við völvuna Þorbjörgu Þórðardóttur, sem gædd er óvenjulegum og fjölbreyttum dulargáfum. — Vissulega á þessi bók erindi við marga, en á hún erindi við þig? Ert þú einn þeirra, sem tekur and- ann fram yfir efnið? 0«twfrn) 4yr *r. .iltAilian h*,l f|h*vf nðH. IkntAlliwn. inok viKjinh-Vof 016 h«m 09 hwn »1 (iðWnilnbrwnnwf Kv««|vm holinnanni, Mlonli o4vi líl iwUifiili «9 iiKnihn hMtk'ni „Ef ég hefði ekki vitað það, að Guð er til, mundi ég hafa trúað á hestana mína“, sagði eyfirzki bóndinn Friðrik í Kálfagerði, og skáldjöfurinn Einar Benediktsson sagði: „Göfugra dýr en góðan ís- lenzkan hest getur náttúran ekki leitt fram“. — Þannig hafa tilfinningar íslendinga til hestsins ávallt verið og eru enn og sér þess víða merki. 1 ríki hestsins undirstrikar sterklega orð þessara manna. Þar eru leiddir fram fræði- menn og skáld, sem vitna um samskipti hestsins, mannsins og landsins, og víða er vitnað til ummæla erlendra ferða- manna. Bókin itiun halda at- hygli hestamannsins óskiptri, eins og hófatakið eða jó- re.vkurinn, hún mun ylja og vekja minningar, hún er óþrjótandi fróðleiksbrunnur hverjum hestamanni, heill- andi óður til Islands og ís- lenzka hestsins.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.