Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 Strútur á Felli Dýrasaga eftir Bergstein Kristjánsson Strútur var gamall, svartstrútóttur hundur, sem lengi hafði verið smalahundur á Felli. Hann var vænn og vitur, og hann fann sjálfur, að hann hafði ekki yfir neinu að kvarta í lífinu. Hann hafði komizt til þeirra virðinga og vin- sælda, sem hann frekast gat vonast eftir. En þessi siðasta vika hafði verió honum þrauta- vika. Ekki var það samt svo að skilja, að fólkið hefði gert neitt á hluta hans. Hann fékk matinn sinn eins og vant var, og hús- bóndi hans, þessi rólegi og góði maður, var eins góður við hann og hann hafði ávallt verið áður. En í byrjun vikunnar kom á heimilið ungur hvolpur, sem krakkarnir voru alltaf að hnoða á milli sín og dást að. En hann var svo nærgöngull vió Strút, að hann óð ofan í matinn hans með skítugar lappirn- ar. En svo var mikið dekrið við hann, að hann fékk kjöt á hverjum degi og nýmjólk í bæði mál. Allt þetta mátti nú leiða hjá sér, en það, sem verst var, er enn ótal- ið. Stundum, þegar Strútur var nýsofnaður, jafnvel dauðlúinn eftir smölun, þá kom þetta fiðrildi, reif með tönnunum í eyrað á honum og togaði í af öllum kröft- um og hristi sig. Auk þess hugsaði Strútur oft um það, að síðan hann mundi eftir, höfðu aidrei verið tveir smalahundar á Felli. Og hann vissi ekki annað en að hann stundaði fullvel sín verk. En Strútur hafði ekki til einskis velt þessu fyrir sér, því að hann hafði fundið ráð til þess að losna við litla seppa, og lét ekki dragast að framkvæma það. Hann hafði tekið að vingazt við hvolpinn og þegar hann var farinn að elta Strút út og inn, greip sá gamli tæki- færið og lagði af stað með hvolpinn til þess bæjar, sem hann var fenginn frá, þótt það væri tveggja til þriggja kílómetra löng leið. Þar hitti hvolpurina móð- ur sina, og varð þar mesti fagnaðarfundur. En þegar sá fögnuður stóð sem hæst, laumaðist Strútur heim til sin. Næsta dag var Strútur einvaldur á Felli og laus við áreitni hvolpsins. En sú dýrð stóð ekki lengi, því aó hvolpurinn var færöur aft- ur að Felli næsta dag. En Strútur lét ekki standa á sér, heldur fór með hvolp- inn aftur sömu leið. En þegar þetta dugði ekki og hvolpurinn var færður i þriðja sinn að Felli, hætti hann þessum leik og reyndi að sneiða sig sem mest hann gat hjá þessum órabelg. En dagarnir liðu, og Strútur fann að vald hans og vinsældir fóru hnign- andi á heimilinu, eftir því sem hvolpurinn stækkaði og meira var með hann lát- ið. Þriðji sunnudagur í aðventu „Loks vér sjá hann fáum frelsuð, Fyr’ hans blóð og sáttargjörð, Því það barn, svo blítt og hlýðið, Ber nú allt á himni og jörð. Börn sín leiðir áfram öll. Upp til sín í dýrðarhöll. Ei á jörð í jötu lágri. Jólaharnið sjáum þá. Við Guðs hægri hönd hann situr. Hann þar fáum vér að sjá. Er við stól Guðs standa glöð. Stjörnum lík hans börn í röð. Dýrar og ódýrar gjafir... ÞRAUT MEÐ HNÖPPUM Raðaðu 16 hnöppum, kúlum eða einhverju öðru á þann veg, sem þú sérð á myndinni. Geturðu nú raðað þeim að nýju, þannig, að það verði 4 raðir með 5 hnöppum í hverri röð? Dýrar og ódýrar gjafir Alltof margir kvíða fyrir jólunum. Streitan vex og kapphlaupið um dýrar gjafir nær varla nokkurri átt. Gjöf getur verið nytsamleg og góð, þó að hún sé ekki dýr. Það væri því ekki úr vegi, að reyna að hreyta til fyrir þessi jól og framkvæma eitthvað af þeim „góðu hugsunum“, sem gagntaka svo marga á þessari hátíð. Reyna í fram- kvæmd það kærleikshugar far, sem á að búa á bak við gjafirnar, en gleymist kannski um of — í verki? Að hjálpa hvert öðru, styðja hvert annað, lina þjáningar, heimsækja aldraða, öryrkja eða ekkjur — eða líta okkur nær ef til vill og hugsa vel um okkar eigin börn og gefa þeim meiri hluta af tíma okkar. Allt þetta væri unnt að gera og miklu meira, og væri sjálfsagt þegið meö þakklátari huga en margar dýrar gjafir. Hvernig er það með gildismat og verðmæti meðal fullorðinna og barna á okkar dögum? Hvað er það í raun, sem veitir hamingju og gleði, innri frið og ró? Er þörf á hreytingu?

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.