Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 24

Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 24
Sunnudagur 11. desember * * * HÉSr s ** '1 i Wmmr IJP 4* | 1 m xJ gm —■* ^ ii* f *J ■Ut.,4 J , I i • fi|H * 1 1* Jf *■§ - J| ■wsyi ’ S g|g|yjjig|pr ^ WT' |t * •«-. ■* i® |' vj 4 > t „ ibs®^ • * **; » « 0 „Breiðholt verður fullbyggt um og upp úr 1980,“sagði Hilmar Ólafsson, forstöðumaður Þróunarstofnunar Reykjavíkurborgar, í samtali við Mbl. „Það er búið að úthluta öllum lóðum í Mjóddinni í Breiðholti 1 og fyrstu framkvæmdir þar eru hafnar. Einnig er verið að byrja á bvggingum í síðasta áfanga Breiðholts III, austur- deildinni svokölluðu, og á næsta ári verður lokið við skipulag síðustu áfanganna í Breiðholti II, en þar er 5—600 íbúðum óráðstafað ennþá. í Breiðholti fullbyggðu munu búa hátt í 25.000 manns.“ Fyrstu b.vggingar- framkvæmdir í Breið- holtinu hófust á árinu 1966 og voru þær við framkvæmdanefndar- blokkir við Grýtubakka í Breiðholti I. Fjórum árum síðar er byrjað á Breiðholti III! blokkun- um við Vesturberg, en þá var Breiðholt I að talsverðu leyti komið upp í þeirri mynd, sem það er nú. Framkvæmd- ir í Breiðholti II hófust svo á árinu 1973 og risu þar fyrst einbýlis- og raðhús og fjölbýlishús í Skógahverfi. Sem fvrr segir eru nú hafnar framkvæmdir í Mjóddinni í Breiðholti I, þar sem á að rísa þjón- ustuhverfi með íhúðum og má geta þess, að Ár- vakur hf„ útgáfufélag Morgunblaðsins, er meðal þeirra, sem þar hefur verið úthlutað lóð. Byggingarfram- kvæmdir í austurdeild Breiðholts III eru hafn- ar og hefur öllum lóðum þar verið úthlutað, en hugsanlegt er að þar verði reist 50 einbýlis- hijs til viðbótar við núverandi skipulag. í austurdeildinni mun fylgja nokkrum ein- býlishúsum aðstaða fvrir handverksiðnað og er enn óráðstafað smáiðnaðarhverfi milli Krummahóla og Norður- hóla, en að sögn Hilmars Ólafssonar verður lóðum þar úthlutað á næstunni. í Breiðholti II er reikn- að nieð að komi nokkuð af atvinnustöðum, en ekki er fullákveðið í hve miklum mæli þeir verða.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.