Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 25
24
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
Unga
fólkinu
ýtt í
Breið-
holtið
1 efra Breidholti eða Breið-
holti 3, er Jöng blokk bygsð af
Framkvæmdanefnd byggingar-
áætlunar. I Iðufelli númer tíu
búa hjónin Soffía Arnadóttir
(sem söng með Önnu Siggu inn
á þrjár barnaplötur forðum
daga) og Sigurður Karlsson
verzlunarmaður hjá Heklu.
Þau eiga þrjú börn, Arna, tíu
ára, Þór, fimm ára, og Maríu
þriggja ára. Hefur fjölskyldan
búið þarna síðastliðin fjögur
ár, og telur margt hafa breytzt í
Breiðholtinu á þeim tíma.
„Við kunnum ágætlega við
okkur hér, þótt ýmsir vankant-
ar séu á eru kostirnir líka
margir. Hefðum við fengið eins
góða fyrirgreiðslu til að kaupa
íbúð í miðbænum hefðum við
eflaust gert það, én það virðist
nú einu sinni þannig að hvergi
sé hægt að kaupa íbúðir á hæg-
stæðum kjörun nema í Breið-
holti og finnst mér að einn lið-
ur í því að skilja ungu kynslóð-
ina frá þeirri eldri, sem byggir
miðbæinn," sagði Sigurður.
„Við borguðum fimm prósent
af kaupverði þegar okkur var
úthlutað þessari íbúð, fimm
prósent aftur við afhendingu
og afganginn þorgum við síðan
á þrjátíu og þremur árum.
Þannig að við verðum eigendur
þessarar íbúðar um fimmtugt
og hvað þýðir þá að láta sig
dreyma um eitthvað annað,“
sagði Soffía hlæjandi, þegar
Sigurður hafði orð á því að þau
væru á höttunum eftir lóð
undir raðhús. „Það er nú einu
sinni þannig að til að fá sHka
lóðarúthlutun þarf maður að
þekkja mann, sem þekkir ann-
an mann, slík er eftirspurnin.
Við getum ekki selt þesa íbúð á
frjálsum markaði og okkur of-
býður steinkastalakapphlaup-
ið, sem hefur heltekið Islend-
inga. Að vísu er íbúðin orðin of
lítil fyrir okkur, en okkur
finnst hún engu að síður þægi-
leg og nágrannarnir eru prýði-
legir.
Það eru eins og sumir líti
niður á okkur fyrir að hafa
ekki keypt íbúð á frjálsum
markaði og einhver spurði
mig,“ sagði Soffla, „hvernig
það væri að búa í svona aunt-
ingjaíbúðum? Okkur finnst það
aðalatriði að hér eigum við
öruggt athvarf, sem ekki
verður metið til f jár og þött við
vinnum mikið, yrðum við að
vinna allan sólarhringinn ef
við ætluðum að kasta okkur út í
húsbyggingu eða festa kaup á
íbúð á frjálsum markaði.
Við getum veitt okkur ýmsa
hluti, sem húsbyggjendur eða
íbúðakaupendur almennt geta
ekki veitt sér, samanber hinar
ofsalegu útborganir sem fólk
stendur yfirleitt í fyrsta árið og
sfðan rúllar þetta áfram á víxl-
um næstu áratugina."
Vinur minn sagði við mig,“
sagði Sigurður hlæjandi, „að ef
ég vildi að hjónabandið færi út
um þúfur skyldi ég fara að
byggja.“ „Já,“ bætir Sofffa við,
„eiginkonan hefur rétt peninga
fyrir mat og sér ekki manninn
sinn nema þegar hann kemur
heim til að sofa yfir bl -nóttina.
Okkur báðum finnst það eyðsla
á beztu árum ævinnar."
„En að sjálfsögðu væri það
ólíkt skemmtilegra ef ungu
fólki með sama viðhorf og við
væri gert kleifl að kaupa ein-
hvers staðar annars staðar en
eingöngu í Breiðholti," sagði
Sigurður.
„Sigurður er nú einu sinni
Vesturbæingur í sér og sér ekk-
ert annað en gamla Vesturbæ-
inn,“ sagði Soffía og bætti við:
„Ég kann hins vegar vel við
mig í Breiðholtinu. Hér er líf,
mikið af ungu fólki, ýmis
félagsstarfsemi, íþróttaaðstaða,
sundlaug og dansskóli svo eitt-
hvað sé nefnt þótt endalaust sé
hægt að gera kröfur. Hér er til
dæmis rekin skóli af Asu Jóns-
dðttur fyrir yngstu börnin og
Þór okkar, sem er fimm ára,
sækir hann og er yfir sig hrif-
inn. Ása er eins og alls herjar
amma fyrir litlu krakkana.
Við vörum ekki eins ánægð
fyrst þegar við fluttumst hing-
að en maður aðlagast umhverf-
inu fljótt og er þróunin í Breið-
holti jákvæð að mínu mati,“
sagði Soffía og bætti við: „IVIér
finnst til dæmis hafa verið
blásið upp í fjölmiðlum að
unglingar í Breiðholti væru
með skrílslæti. Ef ólæti eiga
sér stað í miðbænum er til-
teknu hverfi sjaldan kennt um
eins og vaninn virðist með
Breiðholtið. Hér er jú mikið af
ungu fólki og fleiri unglingar
heldur en í nokkru öðru borg-
arhverfi. því skyldi engan
undra þótt ólætin séu í beinu
hlutfalli við fjöldann. Sjálf
vinn ég í sjoppu á kvöldin og
hef því gott tækifæri til að
dæma um það hvort skrílslætin
séu eins og af er látið og vil ég
hikstalaust neita því.
Að vísu átti það sér stað að
götuljós voru grýtt hér í ná-
grenninu en það hefði getað átt
sér stað hvar sem var.
Þótt engin séu kvikmynda-
húsin hér,“ sagði Soffía enn
fremur, „og miðbærinn státi
sig af því að bjóða upp á fjöl-
breyttari hluti finnst mér al-
mennt félagslff og skemmtana-
líf á tslandi mjög dauft, hvort
sem er í Breiðholti eða mið-
bænum. Það er eins og þjóðar-
skemmtunin sé sú að skoða
Das-húsið þegar það er auglýst.
Hvar annars staðar gæti það átt
sér stað í heiminum að venju-
legt einbýlishús væri auglýst
til sýnis og fimmtíu prósent
þjóðarinnar þytu af stað til að
skoða það.
Að sjálfsögðu væri það alveg
draumur að vinna eitt slíkt hús,
þá gæti maður ýtt frá sér öllum
áhyggjum um fhúðarkaup eöa
lóðaúthlutanir.
Sigurbjörg Guömundsdóttir
Systkinin Sigrún Hauksdóttir og Guðni Hauksson.
kvöldi til eða á ball fæ ég lánað-
an bílinn hjá mömmu og
pahha. t Breiðholtið hef ég
ekkert að sækja og get ekkert
dæmt um hvort það er góður
eða slæmur staður til að búa á.
En það ber nafnið svefnhverfi
með rentu. Hér eru engin fyrir-
tæki að frátöldum verzlunum
og hverfið virkar á mig sem
mjög dautt.
Hins vegar er Tómas yngri
bróðir minn mjög ánægður hér,
þar sem mikið er hér af
krökkum á hans aldri. Þá er
félagsstarfsemi fyrir hann og
jafnaldra hans góð. Mömmu
finnst hins vegar langt að
sækja vinnu sína, en hún starf-
ar vestur í bæ. Sjálf vildi ég
helzt búa nálægt miðhænum.
Þá fer það í taugarnar á mér nú
þegar jólin eru að nálgast og
liðið er hálft ár síðan við flutt-
um inn að ekki skuli hafa tekizt
að fá smið til að setja upp
hurðir og parket á gólfið.
ast jafnöldrum mínum hér í
skólanum, en allir mínir vinir
búa í Árbæ. Um daginn voru
mikil áflog og slagsmál f
skólanum, sem mér finnst ekki
viðeigandi fyrir fólk á mfnum
aldri,“ sagði Guðni íbyggirtn og
bætti við: „Hvort þetta er
svefnhverfinu að kenna eða
ekki, þá get ég fullyrt, að
hverjir sem kostir Breiðholts
kunna að vera, hef ég enn ekki
komið auga á þá.“
I Krummahólum 8 er engin
lyfta enn sem komið er.
Sigrún benti okkur á aug-
lýsingar til íbúa blokkarinnar á
göngum, þarsem fólk var hvatt
til að mæta á fund þá um kviild-
ið til að ræða „lyftumálin".
„Lyftan hefur legið á hafnar-
hakkanum síðastliðið ár og mér
skiist að það eigi að senda hana
úl aftur,“ sagði Sigrún
hlæjandi um leið og við
kvöddum.
um við unga átján ára stúlku,
Sigrúnu Hauksdóttur. Hún
fluttist með foreldrum sfnum
og þremur systkinum í íbúð
tilbúna til tréverks fyrir hálfu
ári síðan. Foreldrar hennar,
Haukur Tómasson jarðfræðing-
ur hjá Orkustofnun og Karitas
Jónsdóttir verkstjóri hjá fyrir-
tækinu Henson, voru ekki
heima þegar okkur bar að
garði.
Þau systkinin voru hin hress-
ustu, en þau eru, auk Sigrúnar,
Guðni, sem er sextán ára, og
Tómas, 13 ára.
Sigrún er nemi á þriðja ári í
Menntaskólanum við Sundin.
Guðni stundar nám í Fjöl-
hrautaskóla Breiðholts og
Tómas er í Hólabrekkuskóla.
Hjónin Soffía Árnadóttir og Siguröur Karlsson meö börnum sínum þremur, Arna
tíu ára, Þór fimm ára og Maríu þriggja ára.
Hef ekki
enn séð
kostina.
við Breið-
holtið
# 1 Hólahverfinu eiga sér stað
talsverðar byggingafram-
kvæmdir. Morgunblaðið lagði
leið sína í eina hlokkina, sem
er á lokastigi og fólk nýflutt
inn. Það er sex hæða blokk að
Krummahólum 8. Á 6. hæð hitt-
„Ég hef ekki búið í míðbæn-
um síðan ég var sjö ára. þannig
að ég hef litla eða enga
viðmiðun," sagði Sigrún. „Við
bjuggum í Arbæ áður en við
fluttumst hingað. Okkur vant-
aði fbúð, þar sem sú fyrri var
orðin of lftil. Breiðholtið varð
fyrir valinu, því að hér er nóg
framboð á íbúðum. Ég finn
engan mun á því að búa hér eða
í Arbæ, þetta er álíka langt frá
miðbænum og ég kem eiginlega
ekki hingað nema til að sofa,
skólann sæki ég í bæinn og allt
mitt félagslíf eða skemmtanir
líka. Strætisvagna ferðir héðan
niður í bæ eru góðar, tveir
vagnar, annar fer niður á
Hlemm og hinn á Lækjartorgið
og eru þeir eiginlega jafn fljót-
ir f förum.
Nú ef mig langar í bíó að
Við pöntuðum hurðir og
skápa fyrir hálfu ári síðan og
það má alveg reikna með
þriggja mánaða bið enn sem
komið er. Svona virðist allt
dragast á langinn hér.“
„Munurinn á Breiðholti og
Árbæ til dæmis, þrátt fyrir
álfka vegalengd er sá að Arbær
er fámennari en Breiðholtið og
þar hefur skapast miklu meiri
heild," sagði Guðni Hauksson,
bróðir Sigrúnar.
„Þótt ég sé nemi hér í Fjöl-
brautaskólanum, finnst mér ég
hafa kynnst Breiðholtshverf-
inu ákaflega lítið. Eg fer í
skóiann, út í búð og á strætis-
vagnastöðina. Eina lífsmarkið,
sem maður verður var við, eru
byggingarframkvæmdir hér f
nágrenninu. Ég héf kannski
lagt mig Iftið fram um að kynn-