Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 47

Morgunblaðið - 11.12.1977, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977 47 Leiðrétting Þau mistök áttu sér stað i föstu- dagsblaði Mbl. að mynd af Jónasi Oddssyni lækni birtist þar sem birtast átti rnynd af Jónasi Rafnar yfirlækni með ritdómi um bók hans „Eyfirzkar sagnir“. Biður Mbl. hlutaðeigandi velvirðingar á mistökunum. Sauðárkrókur: „Afmælis- veizlan” frumsýnd í kvöld Saudárkróki, 10. des. LEIKFÉLAG Sauðárkróks frum- sýnir í kvöld leikritið „Afmælis- veizluna“ eftir Harold Pinter, Leikstjóri er Haukur J. Gunnars- son, leikmynd gerði Jónas Þór Pálsson. Frumsýningin fer fram í Bifröst. Þá er í bígerð að sýna verkið um jólin. Hér í sveitinni er ágæt tíð og færð á vegum með bezta móti, aðeins smá föl. Kári. Innanhús- mót UMSK INNANHUSMOT UMSK í frjáls- um íþróttum fer fram í nýja íþróttahúsinu að Varmá í Mos- fellssveit kl. 14.00 í dag, sunnu- dag. — Hefur selt Framhald af bls. 2 unum Kjartani Guðjónssyni og Sverri Haraldssyni. Þá fór Jón í loftskeytanám og eftir það lá leið- in til sjós. En frá árinu 1961 hefur hann verið símritari á ísafirði. Þá tók hann upp þráðinn aftur, en hefur þó ekki unnið að ráði við að mála fyrr en á þessu sumri. Myndirnar á sýningunni eru all- ar nema fantasiurnar tilheyrandi naturalismanum. Þær segja á hlýjan og skýran hátt frá daglegu lifi fólksins og nánasta umhverfi þess. Almenningur skilur þær og nýtur þeirra. Það hefur verið áberandi hvað ungt fólk hefur sótt sýninguna í miklum mæii og látið óspart i ljós hrifningu sina. Jón Herniannsson er sérlega þakklátur þeim mörgu, sem heim- sótt hafa hann á sýninguna fyrir móttökurnar og hvatninguna.T— ______ — Úlfar. — Nýtt kvik- myndahús Framhald af bls. 48 jafnmargir og litir regnbogans," sagði Jón. „Salirnir verða málaðir i mismunandi litum, einn verður gul- ur, annar rauður, sá þriðji grænn og fjórði blár. Aðgöngumiðarnir verða svo prentaðir i sömu litum og salirn- ir og á þetta að auðvelda fólki að rata í rétta salinn.” Sýningarútbúnaður verður af full- komnustu gerð, m.a verða sýn- ingarvélar þannig útbúnar að ekki þarf að skipta milli véla og getur einn sýningarmaður stjórnað sýningarvélunum i öllum fjórum kvikmyndasölunum Patreksfjörður: Veidar ganga með ágætum Patreksfirði 10. desomber. HÉR hefur afli verið ágætur að undanförnu. Togarinn Trausti landaði hér liýverið 80 tonnum af góðum fiski. Þá hefur linuveiði gengið með ágætuni hjá þeim sex bátum sem hana stunda, eða 5—8 lestir í róðri. Þrír stærri bátarnir, Helga Guðmundsdóttir, Vestri og Jón Þórðarson hafa verið á neta- veiðum og siglt tii Þýzkalands með aflann og fengið ágætt verð fyrir. Félgslíf hefur verið mjög gott hér í vetur og nú er hafin aðal annatími kvenfélaganna, sem eru byrjuð með sína árlegu basara og skemmtanir. Leikfélagið hefur nýlega verið með Kiljanskvöld hér og á Bíldudal og í Tálknafirði, þar sem verk Halldórs Laxness voru kynnt. Övenjumikið hefur verið um húsbyggingar á þessu ári. Nú er um það bil að verða fokheld mikil skemma, sem Guðjón Hannesson bifvélavirki er að byggja yfir vélaverkstæði. Veður hefur verið óvenjugott að undanförnu og er færð um sýsluna í samræmi við það, fært fólksbílum um allt, en það er mjög óvenjulegt á þessurn árs- tíma. Þá má að lokum geta þess að rjúpnaveiði hefur gengið nokkuð sæmilega. Páll. — Húsavíkur- flug Framhald af bls. 2 voru hinn gamli og góði sýslu- maður, Júlíus Hafstein, sem þá var fluttur til Reykjavíkur og Ólafur Pálsson verkfræðingur, sem hefur haft á hendi verkfræði- lega stjórn flugvallarins frá upp- hafi. Fyrsta veturinn var aðeins ein ferð í viku, en nú eru þær 5. — Fréttaritari. — Fiskiðju- ver BÚH Framhald af bls. 48 taklega vel,“ sagði Guðmundur, en þær urðu talsvert viðameiri en ætlað var í upphafi. Allt frá- rennsli og aðrennsli til hússins hefur verið endurnýjað, svo og hitakerfi hússins. I raun sagði Guðmundur að húsið hefði við upphaf endurskipulagningarinn- ar verið sem fokhelt, en síðan hafi það verið endurbyggt. Lokið er við að fullgera aðra framleiðslu- línuna i snyrti- og pökkunarsal fyrirtækisins og er afkastageta hennar eins mikil og alls hússins áður. Ætlunin er að starfrækja þessa framleiðslulínu í einn til tvo mánuði til þess að sjá hvernig hún reynist áður en ráðizt verður í að koma hinni siðari á fót. 1 húsinu éru ný nýjar flökunarvél- ar, nýjar fiskþvottavélar, nýjar ^aflagnir, hitalögn og vatnslögn. Guðmundur Ingvason kvað fyrir- tækið hafa notað talsvert af föst- um starfsmönnum sinum við endurbyggingu hússins, en að auki hefur að sjálfsögðu verið leitað til iðnaðarmanna frá fyrir- tækjum bæði í Hafnarfirði og Reykjavík. Hráefnisöflun Bæjarútgerðar Hafnarfjarðar hefur gengið vel að undanförnu. í gær var verið að vinna afla úr Bjarna Herjólfssyni. Hins vegar hefur BUH átt í erfið- leikum með að losna við hráefni á meðan á þessu endurbyggingar- starfi fiskiðjuvers fyrirtækisins hefur staðið. Þó var saltfiskverk- un fyrirtækisins aukin á meðan. Hluti skipakosts BUH hefur hins vegar á meðan siglt með aflann og selt á erlendum mörkuðum. — Friðár- tilraunir Framhald af bls. 1 við fréttamenn að heraflinn styddi sérhverja ráðstöfun Sadats, þar á meðal Israelsferð- ina. „Heraflinn styóur forsetann hvert sem hann fer og hvað sem hann gerir. Við erum atvinnuher- menn og erum reiðubúnir að framfylgja skipunum hvað sem það kostar.“ Hafez Assad, forseti Sýrlands, kom í dag frá Kuwait til Bahrain á ferð sinni sem hann fór til olíu- ríkjanna við Persaflóa til að afla stuðnings við baráttu sína gegn friðartilraunum Sadats og fór sið- an til Qatar, Hann hefur hafnað öllum tilboðum um málamiðlun í deilu hans og Sadats að sögn blaðsins í Kuwait. Hann segir slikt aðeins þjóna hagsmunum ísraelsmanna. Assad gerði emírnum í Kuwait ljóst að hann mundi ekki hætta baráttu sinni gegn stefnu Sadats. Hann sakaði egypzku stjórnina um að reyna að einangra Egypta frá Arabaheiminum. r — Utvarp Framhald af bls. 4 leikfimikennari og Magnús Pétursson píanóleikari. Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og forustugr. landsmálabl.), 9.00 og 10.00. Morgunbæn kl. 7.50: Séra Gunnþór Ingason flytur (a.v.d.v.). Morgunstund barnanna kl. 8.00: Arnhildur Jónsdóttir byrjar að lesa „Aladdfn og töfralampann" í þýðingu Tómasar Guðmundssonar. Tilkynningar kl. 9.30. Létt lög milli atriða. lslenzkt mál kl. 10.25: Endur- tekinn þáttur Jóns Aðalsteins Jónssonar. Morguntónleikar kl. 10.45: Jón Ogdon og Konunglega fílharmóníusveitin í Lundúnum leika Píanókon- sert nr. 2 I F-dúr op. 102 eftir Sjostakóvitsj: Lawrence Foster stj./Sinfóníuhljóm- sveitin 1 Westphalen leikur Sinfónfu nr. 3 „Skógarhljóm- kviðuna" op. 153 eftir Joa- ehim Raff: Richard Kapp stj. /Fílharmóníusveitin í Berlín leikur „Ugluspegil“, hljóm- sveitarverk op. 28 eftir Rich- ard Strauss: Karl Böhm stjórnar. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. SÍÐDEGIÐ 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynningar. Við vinnuna. : Tónleikar. 14.30 Miðdegissagan: „A skönsunum“ eftir Pál Hall- björnsson. Höfundur byrjar lesturinn. 15.00 Miðdegistónleikar: Is- lenzk tónlist a. Vikivaki og Idyl, tvö pfanó- verk eftir Sveinbj. Svein- björnsson: Gísli Magnússon leikur. b. Jólalög eftir Ingibjörgu Þorbergs. Hiifundur, Margrét Pálmadóttir, Berglind Bjarnadðttir og Sigrún Magnúsdóttir syngja. Guð- mundur Jónsson leikur mað á selestu og sembal. c. Tónlist eftir Pál Isólfsson við sjónleikinn „Gullna hlið- ið“ eftir Davíð Stefánsson, Sinfónfuhljómsveit Islands leikur: Páll P. Pálsson stjórnar. 15.45 „Ó, þá náð að eiga Jesúm“ Séra Sigurjón Guðjónsson fyrrum prófast- ur talar um sálminn og höf- und hans. Sáimurinn einnig lesinn og sunginn. 16.00 Fréttir. Tilkvnningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphorn. Þorgeir Ástvaldsson kynnir. 17.30 Tónlistartími barnanna. Egill Friðleifsson sér um tfmann. 17.45 Ungir pennar. Guðrún Stephensen les bréf og rit- gerðir frá börnum. 18.05 Tónleikar. Tilkvnningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. KVÖLDIÐ 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Til- kynningar. 19.35 Daglegt mál. Gísli Jóns- son flytur þáttinn. 19.40 Um daginn og veginn Jón Magnússon héraðsdóms- lögmaður talar. 20.00 Lög unga fólksins. Ásta R. Jóhannesdóttir kynnir. 20.50 Gögn og gæði Magnús Bjarnfreðsson stjórnar þættinum. 21.50 Vladfmír Ashkenazy leikur etýður nr. 3—9 eftir Chopin. 22.05 Kvöldsagan: Minningar Ara Árnalds. Einar Laxness byrjar lesturinn. Orð kvöldsins á jólaföstu. 22.30 Veðurfregnir. Fréttir. 22.50 Frá tónleikum Sinfóníu- hljómsveitar Islands f Há- skólabíói á fimmtud. var:— síðari hluti. Hljómsveitarstjóri: Russ- land Reytscheff Sinfónfa nr. 5 f e-moll op. 64 eftir Pjotr Tsjafkovský. — Jón Múli Árnason kynnir — 23.40 Fréttir. Dagskrárlok. ?*»♦*»! Jó/atrés- sa/an erhafin Auk hinna venjulegu gerða jólatrjáa bjóðum við nú 2. nýjar gerðir. Kaupið trén meðan úrvalið er mest. Aldrei hefur jólastemmningin og vöruúrvalið verið meira en nú. Lítið við hjá okkur fyrir jólin — Þið sjáið ekki eftir því. Jólasveinninn verður í Blómaval í a/lan dag <♦♦♦*»?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.