Morgunblaðið - 11.12.1977, Blaðsíða 45
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. DESEMBER 1977
45
ÓSKAR J. GÍSLA-
SON — MINNING
F. 25. júní 1889.
D. 4. des. 1977.
í minningum Þorbjargar Guð-
mundsdóttur, ljósmóður frá
Ölafsvík, sem Halldór Pjetursson
hefur skráð (Sól af lofti líður,
Skuggsjá 1973) er kafli sem nefn-
ist Ferð suður í Beruvík. Þar seg-
ir frá því að Þorbjörg er kvödd til
að aðstoða við fæðingu á Hellu í
Breiðuvíkurhreppi, ranghermt er
að það hafi verið að Saxhóli. Þor-
björgu Ieist ekki á blikuna þegar
hún kom á Hellu: „Þar var bað-
stofa með þrem rúmum undir
hvorri hlið, en fólkið alls 10
manns. Engin upphitun var i
bænum nema kolavél í eldhúsi,
allir gluggar hélaðir. og mér datt
ekki annað en að ég mundi fá
lungnabólgu, því ég skalf allt
kvöldið.“ Þorbjörg varð að bíða í
um hálfan mánuð eftir fæðing-
unni, en þá fæddi konan
„Myndarlegan strák, 14. barnið.
Allt tókst þetta vel með Guðs
hjálp. Mér leið vel, meðan ég
dvaldi þarna, konan var bráðgáf-
uð, skemmtileg og kunni frá
mörgu að segja. Allt var þetta
myndarfólk, en í sárri fátækt".
Konan sem ljósmóðirin vár sótt
til hét Pétrún Sigurbjörg Þórar-
insdóttir frá Saxhóli. Hún bjó þá
á Hellu ásamt manni sínum Ösk-
ari Jósef Gíslasyni og börnum.
Pétrún er látin fyrir sextán árum
og nú hefur Óskar einnig kvatt
þennan heim. Öskar fæddist 25.
júní 1889 á Kóngsbakka í Helga-
fellssveit. Foreldrar hans voru
hjónin Gísli Jónsson útvegsbóndi
og Jósefína Jósefsdóttir. Með
þeim fluttist hann að Tröð í Eyf-
arsveit sjö ára gamall.
Óskar J. Gislason stundaði sjó
ungur á skútum. Hann fór á vetr-
arvertið á Hellissandi 1912. Þar
kynntist hann Pétrúnu konu
sinni. Þau voru gefin saman 1913
og bjuggu fyrst á Hellissandi, en
fluttust 1921 að Hellu í Bervik í
Breiðuvíkurhreppi. Eftir því sem
barnahópurinn stækkaði varð
þrengra í búi og það var Óskari
kappsmál að þiggja ekki af sveit.
Börnin þurftu að fá mjólk. Hana
gátu þau fengið í sveitinni. Þegar
enga mjólk var að fá á Helliesandi
skipti Pétrún á eggjum og mjólk-
urpela hjá raungóðri vinkonu
sinni. Þótt ekkert ríkidæmi væri
hjá bóndanum á Hellu átti hann
þó 80 ær, tvær kýr, kvígu og þrjá
hesta þegar hann fluttist þaðan
ásamt fjölskyldu sinni að'forn-
frægum stað, Ingjaldshóli, árið
1936.
Meðan þau hjón bjuggu á
Hellissandi reri Óskar hjá Guð-
mundi Péturssyni svila sínum, í
norðangarði eða áhlaupi eins og
sagt var hvolfdi bátnum. Tveir
menn fórust, en Óskar var meðal
þeirra sem björguðust. Gisli í
Tröð,. faðir hans, var kunnur sæ-
garpur og eru skráðar af honum
margar sögur. Hann þótti áræð-
inn sjósóknari. Eðlilegt var að
Óskar fetaði i fótspor hans. Dug
föður síns og seiglu erfði hann í
ríkum mæli.
Frá Bervík sótti Óskar sjó á
sumrin til að færa björg i bú.
Hann var lagtækur, byggði öll sin
útihús sjálfur, smíðaði það sem
smíðað varð innanhúss og utan.
Hann saumaði allan skinnfatnað
fyrstu búskaparárin, brækur og
stakka fyrir sjálfan sig og aðra.
Handbragð hans var rómað.
Óskar bjó í tíu ár á Ingjaldshóli
í Neshreppi utan Ennis. Hann var
heilsugóður og harðduglegur og
gerði strangar kröfur til barna
sinna. Fremur var hann fálátur.
Pétrún kona hans bætti það upp
því að hún var glaðvær kona og
vel gefin. Á Hellu las hún hús-
lestra, úr Jónsbók, og einnig hafði
hún yndi af söng. Rimur kvað hún
líka. Ein dætra hennar minnist
þess frá Ingjaldshólsárunum
hvað hún hlakkaði til komu
prestsins því að það var svo
gaman að heyra prestinn og
mömmu syngja. Mamma söng svo
vel. Börnin á Ingjaldshóli voru
mannvænleg og þar var gestrisni
mikil.
Ég minnist þess að þegar synir
þeirra Óskars og Pétrúnar voru
að keyra út mó á hestvagni fyrir
Guðmund í Grenihlíð og fleiri
Sandara fékk'ég stundum að sitja
í. Mórinn var tekinn upp í mýr-
inni milli Stekkjahóls og Stapa-
túns. Á hestkerru keyrði Óskar
einnig upp fisk fyrir sjómenn í
Krossvík.
Þegar börnin uxu úr grasi og
fóru að heiman naut Óskar ekki
lengur þeirrar aðstoðar sem hann
þurfti við bústörfin. Hann flutti
þá til Akraness og bjó þar í tólf
ár. Eftir það lá leiðin til Reykja-
víkur þar sem hann stundaði al-
geng störf, m.a. i Ofnasmiðjunni.
Á Hrafnistu varð hann vistmaður
1962 og undi hag sínum vel til
dauðadags.
Börn þeirra Óskars og Pétrúnar
voru 14: Júlíus, kvæntur Guð-
mundu Erlendsdóttur, búsett i
Keflavík; Jens, kvæntur Guð-
laugu Sæmundsdóttur, búsett i
Reykjavík; Jensina, gift Eggerti
Eggertssyni, búsett í Reykjavík;
Fjóla, gift Karli Elíassyni, búsett
í Hafnarfirði; Gísli dó á þrítugs-
aldri;. Björg, dó í bernsku;
Kristín, gift Inga Þórðarsyni, bú-
sett í Kópavogi; Jóhanna, gift
Tófnasi Sigurjónssyni, búsett í
Reykjavik; Skarphéðinn, ókvænt-
ur, búsettur í Reykjavík; Sigur-
björg, gift Friðgeiri Gislasyni, bú-
sett i Reykjavík; Guðmundur,
kvæntur Unu Pálmadóttur, bú-
sett í Reykjavik; Arndís, gift
Berney Hornbeek, búsett í
Kaliforníu; Kristinn, kvæntur
Fanneyju Pálsdóttur, búsett í
Kópavogi, og Reynar, kvæntur
Hjördísi Hjartardóttur, búsett í
Keflavík. Afkomendur þeirra
hjóna eru 84 talsins.
Þótt hér hafi verið stiklað á
stóru i lífi Óskars J. Gíslasonar er
margs að minnast. Þeir sem
kynntust honum minnast æðru-
leysis hans. Honum var óljúft að
mikla fyrir sér andstreymi lifsins,
en stóð uppréttur að hætti Breið-
firðinganna gömlu. Hann var
maður starfsins, fann í því gleði
sem ef til vill þeir einir skilja sem
þurft hafa að berjast harðri bar-
áttu fyrir lifi sinu og sinna.
Jóhann Hjálmarsson.
Afmælis-
or
minningar-
greinar
ATHYGLI skal vakin á þvf, að
afmælis- og minningargreinar
verða að berast blaðinu með
góðum fyrirvara. Þannig verð-
ur grein, sem birtast á í mið-
vikudagsblaði, að berast í sið-
asta lagi fyrir hádegi á mánu-
dag og hliðstætt með greinar
aðra daga. Greinar mega ekki
vera f sendibréfsformi eða
bundnu máli. Þær þurfa að
vera vélritaðar og með góðu
linubili.
Hvað er betra
en góður ilmur?
Ilmvötn
í gífurlegu úrvali
Einnig gjafakassar og baðvörur
ALDREI MEIRA ÚRVAL
(Qcú&£
Már Kristjónsson
Glöpin grimm
Hliðstæða HAMSUNS
GUÐMUNDUR G. HAGALÍN RITAR UM
BÓKINA GLÖPIN GRIMM I MORGUN-
BLAÐIÐ 6. Þ.M. OG KEMST M.A. SVO
AÐ ORÐI:
„Ég hafði ekki lesið margar blaðsíður í
þessari skáldsögu, þegar ég þóttist sjá,
að þarna væri á ferð höfundur, sem hefði
það mikið til brunns að vera, að hann
þyrfti ekki að „gera kúnstir" — til dæmis
misþyrma íslenzku máli eða reka upp
popphljóð — tll þess að eftir honum væri
tekið. Og þess lengur sem ég las jókst
hvort tveggja: undrun mín og gleðin yfir
því, að þarna væri ég kominn í kynni við
veigamikið sagnaskáld. Og ég hugsaði
með mér: Mundf hann virkilega reynast
fær um að verða sjálfum sér samkvæm-
ur allt til bókarloka?
Stundum varð mér það fyrir að skella
upp úr í einrúmi við lesturinn, og mér
komu í hug orð Vídalíns um að skemmta
um hinn óskemmtilegasta hlut. Stöku
sinnum sagði ég við sjálfan mig: Get-
urðu verið þekktur fyrir að hlæja að því
arna? Svarið varð já . ..“
„... Mér flaug í hug við lesturinn, að
þarna væri komin íslenzk hliðstæða
bókar Hamsuns, Konerne ved vand-
posten."
• •
Om&Orfygur
Vesturgötu 42simi:25722.